Reykjavík

Fréttamynd

„Minnir á saltveðrið mikla“

Búast er við mikilli ölduhæð og sjógangi sem gæti valdið tjóni á suður- og suðvesturhluta landsins í dag. Veðurfræðingur segir veðrið minna á „saltveðrið mikla“ fyrir rúmum aldarfjórðungi og bendir fólki á að gera ráðstafanir. Gular viðvaranir eru í gildi.

Innlent
Fréttamynd

Á­tján sagt upp í Selja­hlíð

Átján starfsmönnum var sagt upp störfum hjá hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Seljahverfi í Reykjavík um liðin mánaðamót. Ráðist var í uppsagnirnar eftir að Reykjavíkurborg sagði upp samningi við Sjúkratryggingar um rekstur tuttugu hjúkrunarrýma í Seljahlíð.

Innlent
Fréttamynd

Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum

Spjallbekk hefur verið komið fyrir í Laugardalnum við inngang Grasagarðsins í tilefni af viku einmanaleikans sem nú stendur yfir. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að spjallbekki sé að finna víða um heim og að þeim sé ætlað að hvetja til félagslegra samskipta og draga úr einmanaleika.

Innlent
Fréttamynd

Götu­lista­maðurinn Jójó látinn

Jón Magnússon, götulistamaður, lést á hjartadeild Landspítalans þann 19. september síðastliðinn. Hann var þekktur undir listamannsnafninu Jójó. Hann var 65 ára að aldri þegar hann lést en hann fæddist í Reykjavík 2. nóvember 1960. Foreldrar hans eru Nanna Jónsdóttir og James Andrew Shipp, sem er látinn.

Lífið
Fréttamynd

Gamalt ráðu­neyti verður hótel

Íslenska fjárfestinga- og þróunarfyrirtækið Alva Capital hefur undirritað samning við alþjóðlegu hótelkeðjuna IHG Hotels & Resorts um að opna fyrsta Candlewood Suites íbúðahótelið á Norðurlöndum í Reykjavík. Hótelið verður að Rauðarárstíg 27, þar sem utanríkisráðuneytið var áður til húsa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist

Snjór sést nú í Esjunni í fyrsta sinn í haust. Veðurfræðingur segir haustið hafa verið óvenjuhlýtt, allajafna sé hvítur toppur Esjunnar fyrr á ferðinni. Svalara loft yfir höfuðborgarsvæðinu er væntanlegt næstu tvo daga en svo hlýnar aftur um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Á­hersla á hæg­læti á Sequences

Listahátíðin Sequences hefst á föstudag og stendur í tíu daga. Hátíðin er haldin annað hvert ár og er eina myndlistarhátíð landsins þar sem fjallað er um nútímalist. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er „Pása“.  Daría Sól Andrews er sýningarstjóri hátíðarinnar. 

Menning
Fréttamynd

Mót­mæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir að­gerðum

Fjöldi fólks mótmælir nú á Hverfisgötu við fund ríkisstjórnarinnar. Tvö ár eru í dag frá því að Hamas réðst inn í Ísrael, drap um 1.200 manns og tók 251 gísl. Árásir Ísraela og hernaður þeirra á Gasa stigmagnaðist strax í kjölfarið. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelsmenn hafi framið þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gasa.

Innlent
Fréttamynd

Skorið á hjól­barða og spreyjað á bif­reiðar

Óskað var eftir aðstoð viðbragðsaðila í gærkvöldi eða nótt vegna einstaklings sem var sagður með blæðandi sár á höfði á bar í miðborg Reykjavíkur. Í ljós kom að um slys var að ræða en viðkomandi fékk aðhlynningu sjúkraliðs.

Innlent
Fréttamynd

Vilja að Reykja­vík lög­sæki ríkið

„Þetta er bara hópur fólks sem er bara ósköp venjulegir borgarar hér í Reykjavík og landsmenn víða um land og ekkert öfga við það. Við erum bara með ákaflega einfalda, gamla, góða og einfalda siði sem við viljum halda í.“

Innlent
Fréttamynd

Rúða brotin og flug­eld kastað inn

Lítill eldur kviknaði í húsi á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar rúða á hurð þar var brotin og flugeldi kastað inn. Óskað var eftir aðstoð lögreglu en búið var að slökkva eldinn þegar lögregluþjóna bar að garði.

Innlent
Fréttamynd

Sár­þjáður Eyfi sendur með sjúkra­bíl og skellt í að­gerð

Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktur sem Eyfi, átti að spila á Bítla-heiðurstónleikum í gær en þurfti að leggjast inn á spítala og gat því ekki komið fram. Hann hafði fundið fyrir miklum verkjum, var fluttur í flýti á spítala og þurfti þar að fjarlægja úr honum gallblöðruna.

Lífið
Fréttamynd

Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta

Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Pírata í borgarstjórn hefur fest kaup á raðhúsi í Grafarvogi með tveimur bílastæðum og bílskúr. Hún segist flytja í hverfið vegna staðsetningar og til þess að einfalda lífið, ekki vegna bílastæða, hún segist stolt úthverfatútta í Grafarvogi.

Innlent
Fréttamynd

Óttast á­hrifin á vinnandi mæður

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir tillögur meirihlutans um breytingar á gjaldskrá leikskóla koma niður á ákveðnum hópum en borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þær eiga eftir að fara í samráð. Tekist var á um tillögurnar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn

Kona sem lagði í gjaldfrjálst stæði við Sundhöllina í Reykjavík var rukkuð af bílastæðafyrirtæki fyrir að hafa lagt án greiðslu í Hverfisgötu. Hún eyddi drjúgum tíma í að fá fyrirtækið til að fella niður rukkunina og ákvað að senda þeim reikning til baka fyrir vinnu sína.

Innlent