Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar 25. janúar 2026 12:01 Lausn á biðlistum eftir leikskóla á að vera forgangsmál í Reykjavík. Það er augljóslega lykilatriði fyrir velferð barna og fjölskyldna en einnig fyrir jafnrétti og efnahag. Í nýrri skýrslu aðgerðahóps ráðuneyta, Sambands íslenskra sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins kemur fram að efnahagslegur ábati af því að tryggja börnum leikskólavist frá því að fæðingarorlofi sleppir er um 11 milljarða króna á ári. Ástæðuna er m.a. að finna í töpuðum tækifærum foreldra til að afla fjölskyldunni tekna. Þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir ítrekuð loforð undanfarinna ára, er vandinn viðvarandi í Reykjavík. Ekki afþakka aðstoð Eitt af því sem má gera strax er að nýta einkaframtakið. Hætta að afþakka aðstoð. Það krefst skýringa af hverju borgin segir upp leigusamningi við einkarekinn leikskóla sem er með pláss fyrir 54 börn og skilji fjölskyldur þeirra eftir í óvissu á sama tíma og biðlistar eru langir. Ef annar aðili en sveitarfélagið getur boðið upp á faglegt leikskólastarf eða dagvistarúrræði, sem uppfyllir viðmið, þá eigum við að segja já takk. Bætum starfsaðstöðuna Annað sem þarf að gera strax er að ráðast í aðgerðir til að bæta starfsaðstæður; rými, hljóðvist og aðstöðu. Ég ætla ekki að lengja þessa grein með því að tala um Brákarborg, þar sem kostnaður er kominn í 3.2 milljarða, nema til að undirstrika að við þurfum að byggja einfaldar, staðlaðar byggingar, að forskrift fagfólks, þar sem kostnaður er þekktur. Minnkum starfsmannaveltu Starfsmannavelta ófaglærðs starfsfólks í leikskólum, sem nú er meira en helmingur starfsfólks, er um 33%. Því þarf að finna leiðir til þess að halda betur utan um núverandi starfsfólk á sama tíma og við gerum leikskólann að aðlaðandi vinnustað með tækifæri til starfsþróunar. Fjölgum starfsfólki Síðan þarf að skapa styðjandi umhverfi þar sem starfsfólk sem er ekki með leikskólakennaramenntun upplifir tækifæri og stuðning til að auka þekkingu og færni og vaxa í starfi og launum. Síðasta haust vantaði fólk í tæplega 40% leikskóla á Íslandi og aðeins rúmlega 26% starfsmanna leikskóla hafa kennaramenntun. Átak til að fjölga leikskólakennurum hefur borið nokkurn árangur en ef aðeins 82 útskrifast á ári, sem er meðaltal síðustu þriggja ára, tekur það meira en 30 ára að mennta þann fjölda sem vantar, að því gefnu að enginn hætti eða fari á eftirlaun. Samstarf við foreldra og starfsfólk Á meðan sveitarfélög í kringum okkur hafa ráðist í aðgerðir til þess að takast á við biðlista og lokanir hefur lítið gerst hjá Reykjavíkurborg. Sú lausn á bráðavandanum sem núverandi meirihluti hefur kynnt er að stytta dvalartíma barna, hækka gjaldskrá fyrir heilsdagsvistun og auka skráningaskyldu foreldra. Nýr meirihluti í Reykjavík þarf þegar í stað að setja af stað samtal, eins og gert hefur verið í nágrannasveitarfélögum, við starfsfólk og foreldra til þess að finna þær leiðir sem mest samstaða getur verið um til þess að fjölga leikskólaplássum og koma í veg fyrir lokanir. Göngum í þetta! Höfundur er frambjóðandi í oddvitakjöri Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Leifsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Viðreisn Leikskólar Reykjavík Mest lesið Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Lausn á biðlistum eftir leikskóla á að vera forgangsmál í Reykjavík. Það er augljóslega lykilatriði fyrir velferð barna og fjölskyldna en einnig fyrir jafnrétti og efnahag. Í nýrri skýrslu aðgerðahóps ráðuneyta, Sambands íslenskra sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins kemur fram að efnahagslegur ábati af því að tryggja börnum leikskólavist frá því að fæðingarorlofi sleppir er um 11 milljarða króna á ári. Ástæðuna er m.a. að finna í töpuðum tækifærum foreldra til að afla fjölskyldunni tekna. Þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir ítrekuð loforð undanfarinna ára, er vandinn viðvarandi í Reykjavík. Ekki afþakka aðstoð Eitt af því sem má gera strax er að nýta einkaframtakið. Hætta að afþakka aðstoð. Það krefst skýringa af hverju borgin segir upp leigusamningi við einkarekinn leikskóla sem er með pláss fyrir 54 börn og skilji fjölskyldur þeirra eftir í óvissu á sama tíma og biðlistar eru langir. Ef annar aðili en sveitarfélagið getur boðið upp á faglegt leikskólastarf eða dagvistarúrræði, sem uppfyllir viðmið, þá eigum við að segja já takk. Bætum starfsaðstöðuna Annað sem þarf að gera strax er að ráðast í aðgerðir til að bæta starfsaðstæður; rými, hljóðvist og aðstöðu. Ég ætla ekki að lengja þessa grein með því að tala um Brákarborg, þar sem kostnaður er kominn í 3.2 milljarða, nema til að undirstrika að við þurfum að byggja einfaldar, staðlaðar byggingar, að forskrift fagfólks, þar sem kostnaður er þekktur. Minnkum starfsmannaveltu Starfsmannavelta ófaglærðs starfsfólks í leikskólum, sem nú er meira en helmingur starfsfólks, er um 33%. Því þarf að finna leiðir til þess að halda betur utan um núverandi starfsfólk á sama tíma og við gerum leikskólann að aðlaðandi vinnustað með tækifæri til starfsþróunar. Fjölgum starfsfólki Síðan þarf að skapa styðjandi umhverfi þar sem starfsfólk sem er ekki með leikskólakennaramenntun upplifir tækifæri og stuðning til að auka þekkingu og færni og vaxa í starfi og launum. Síðasta haust vantaði fólk í tæplega 40% leikskóla á Íslandi og aðeins rúmlega 26% starfsmanna leikskóla hafa kennaramenntun. Átak til að fjölga leikskólakennurum hefur borið nokkurn árangur en ef aðeins 82 útskrifast á ári, sem er meðaltal síðustu þriggja ára, tekur það meira en 30 ára að mennta þann fjölda sem vantar, að því gefnu að enginn hætti eða fari á eftirlaun. Samstarf við foreldra og starfsfólk Á meðan sveitarfélög í kringum okkur hafa ráðist í aðgerðir til þess að takast á við biðlista og lokanir hefur lítið gerst hjá Reykjavíkurborg. Sú lausn á bráðavandanum sem núverandi meirihluti hefur kynnt er að stytta dvalartíma barna, hækka gjaldskrá fyrir heilsdagsvistun og auka skráningaskyldu foreldra. Nýr meirihluti í Reykjavík þarf þegar í stað að setja af stað samtal, eins og gert hefur verið í nágrannasveitarfélögum, við starfsfólk og foreldra til þess að finna þær leiðir sem mest samstaða getur verið um til þess að fjölga leikskólaplássum og koma í veg fyrir lokanir. Göngum í þetta! Höfundur er frambjóðandi í oddvitakjöri Viðreisnar í Reykjavík
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar