Utanríkismál

Fréttamynd

Ísland komið með nýjan sendiherra frá Bandaríkjunum

Húðlæknirinn Jeffrey Ross Gunter er nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Tilnefning hans var staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings í gær eftir að hann var tilnefndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í ágúst í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Engar athugasemdir komið frá Ísrael

Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu

Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins.

Erlent
Fréttamynd

Sigmundur Davíð einn á móti þriðja orkupakkanum í utanríkismálanefnd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði á Alþingi í gærkvöldi í umræðu um þriðja orkupakkann að veik staða Eftirlitsstofnunar EFTA gagnvart ACER, stofnun Evrópusambandsins, hefði það í för með sér að gengið væri framhjá tveggja stoða kerfi EES-samningsins með þriðja orkupakkanum.

Innlent
Fréttamynd

Nýmæli að Ísland fái áheyrn hjá stofnunum Evrópusambandsins

Áheyrn Íslands hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins á sviði orkumála, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er til að tryggja að ekki verði röskun á tveggja stoða kerfi EES-samningsins, að sögn Birgis Tjörva Péturssonar sem vann álitsgerð um þriðja orkupakkann.

Innlent
Fréttamynd

Ótímabundnu hléi á samskiptum íslenskra stjórnvalda við Rússa lokið

Íslensk stjórnvöld eru smám saman að vinda ofan af aðgerðum sínum gegn Rússlandi en fyrir rúmu ári ákvað ríkisstjórnin að tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum yrði slegið á frest ótímabundið til að mótmæla eiturefnaárás Rússa í breska bænum Salisbury sem beindist gegn Sergej Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum.

Innlent
Fréttamynd

Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu

Ísland fer nú með formennsku í Norðurskautsráðinu eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tók við formennskukeflinu af Timo Soini, finnskum starfsbróður sínum, á fundi utanríkisráðherra ráðsins sem lauk fyrr í dag í Finnlandi.

Innlent
Fréttamynd

Skaut föstum skotum að Rússum og Kínverjum

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu á fundi Norðurskautsráðsins í Finnlandi í dag að Rússar sýndu árásargirni á norðurslóðum og nauðsynlegt væri að fylgjast með aðgerðum Kína á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Katrín Jakobsdóttir og Jeremy Corbyn ræddu loftslagsmál

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um stjórnmál á vinstri vængnum, Brexit og loftslagsmál á fundi í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hvetja ríkisstjórn Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum en tillaga þess efnis er einmitt til umræðu í breska þinginu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hægt að skipa fyrir um lagningu sæstrengs

Formaður utanríkismálanefndar segir að skýr svör hafi fengist á fundi nefndarinnar í gær við ýmsum rangfærslum sem uppi hafi verið í umræðunni um þriðja orkupakkann. Fulltrúi Miðflokksins vill leita undanþágu frá innleiðingu reglugerðar um Samstarfsstofnun eftirlitsstofnana á raforkumarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytið og Norðurlönd í fókus í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag stjórnmálafræðinga standa fyrir ráðstefnu í dag í Norræna húsinu.

Innlent