Sátt um sjávarútveginn (og kannski ESB í leiðinni) Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 27. ágúst 2021 08:31 Diljá Mist Einarsdóttur, frambjóðanda og aðstoðarmanni ráðherra, hefur verið tíðrætt um stefnu Viðreisnar í sjávarútvegsmálum. Hún hefur þegar birt pistla undir yfirskriftinni Sjávarútvegsstefna Viðreisnar og Sjávarútvegsstefna Viðreisnar II. Betur færi á því að hún myndi skýra stefnu eigin flokks sem snýst um að standa vörð um óbreytt fyrirkomulag, þrátt fyrir að það hafi verið uppspretta deilna svo árum og áratugum skipti. Sú afstaða er undarleg. Tímabinding og sanngjarnt gjald Viðreisn vill skapa sátt um sjávarútveginn með því að tímabinda aðgang að þessari mikilvægu auðlind og tryggja að sanngjarnt gjald sé greitt fyrir nýtingu hennar. Núverandi fyrirkomulag veiðigjalda er bæði flókið og ógagnsætt. Til viðbótar hefur sýnt sig margoft síðustu ár að það er háð duttlungum stjórnmálanna. Við viljum breyta því. Með því að setja ákveðinn hluta kvótans á markað á hverju ári tryggjum við að gjaldið muni ráðast af framboði og eftirspurn innan greinarinnar, að sanngjarnt markaðsverð fáist fyrir aðgang að auðlindinni og að umgjörð sjávarútvegs verði skýr, gagnsæ og stöðug til frambúðar. Evrópusambandið Stefna Viðreisnar um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið er ótengt mál. Það er einfaldlega löngu tímabært að þjóðin fái að segja hug sinn þar. Að henni verði leyft að láta í ljós skoðun sína á því hvort við eigum að halda áfram og ljúka aðildarviðræðunum – og fá að hreint hvað innganga í þetta samband fullvalda Evrópuþjóða muni nákvæmlega fela í sér. Greining Diljár á sjávarútvegslöggjöf Evrópusambandsins stenst heldur ekki skoðun. Samkvæmt löggjöfinni er mat á heildaraflanum, sem leyfilegt er að veiða, byggt á rannsóknum viðeigandi stofnunar hverrar þjóðar. Hér á landi yrði matið því í höndum Hafrannsóknastofnunar. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika, sem fiskveiðistefna ESB byggir á, felur í sér að hlutfall ríkja í þeim heildarafla sem þjóðirnar ákveða sjálfar haldist stöðugt og byggist á veiðireynslu. Sú veiðireynsla á Íslandsmiðum er alfarið Íslendinga. Leyfi til veiða eru sömuleiðis veitt samkvæmt löggjöf hvers aðildarríkis. Vegna þess hvernig löggjafarþing Evrópusambandsins er uppbyggt er hægara sagt en gert að breyta þessu. Okkar eigin löggjöf er mun viðkvæmari fyrir breytingum en hin evrópska. Sést það meðal annars í því hversu auðvelt hefur verið fyrir þingmenn meirihlutans hér á landi að breyta reiknireglum um veiðigjaldið þannig að fjárhæð þess hefur ítrekað verið lækkuð. Fríverslunarparadísin Ísland Að lokum er vert að nefna endurteknar fullyrðingar Diljár, utanríkisráðherra og stuðningsfólks þeirra um að með inngöngu í Evrópusambandið myndum við afnema viðskiptafrelsi Íslendinga. Það er rétt að við höfum núna, tæknilega séð, möguleika á að gera fríverslunarsamning við hvern sem við viljum um hvað sem við viljum. Aftur á móti er Ísland lítill markaður og það hefur sýnt sig að vilji annarra þjóða til að ganga til samninga við okkur er ekki alltaf gagnkvæmur, síður en svo. Og smæðin gerir samningsstöðu okkar verri. Staðreyndin er sú að 27 af 32 fríverslunarsamningum Íslands hafa verið gerðir í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Evrópusambandið hefur síðan gert fríverslunarsamninga við enn fleiri lönd og svæði en EES. Það er því af og frá að staða okkar væri lakari innan sambandsins en hún er í dag fyrir utan það. Mér þætti afar áhugavert að sjá Diljá reyna að útskýra fyrir Svíum og Dönum að þeir njóti ekki viðskiptafrelsis. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Diljá Mist Einarsdóttur, frambjóðanda og aðstoðarmanni ráðherra, hefur verið tíðrætt um stefnu Viðreisnar í sjávarútvegsmálum. Hún hefur þegar birt pistla undir yfirskriftinni Sjávarútvegsstefna Viðreisnar og Sjávarútvegsstefna Viðreisnar II. Betur færi á því að hún myndi skýra stefnu eigin flokks sem snýst um að standa vörð um óbreytt fyrirkomulag, þrátt fyrir að það hafi verið uppspretta deilna svo árum og áratugum skipti. Sú afstaða er undarleg. Tímabinding og sanngjarnt gjald Viðreisn vill skapa sátt um sjávarútveginn með því að tímabinda aðgang að þessari mikilvægu auðlind og tryggja að sanngjarnt gjald sé greitt fyrir nýtingu hennar. Núverandi fyrirkomulag veiðigjalda er bæði flókið og ógagnsætt. Til viðbótar hefur sýnt sig margoft síðustu ár að það er háð duttlungum stjórnmálanna. Við viljum breyta því. Með því að setja ákveðinn hluta kvótans á markað á hverju ári tryggjum við að gjaldið muni ráðast af framboði og eftirspurn innan greinarinnar, að sanngjarnt markaðsverð fáist fyrir aðgang að auðlindinni og að umgjörð sjávarútvegs verði skýr, gagnsæ og stöðug til frambúðar. Evrópusambandið Stefna Viðreisnar um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið er ótengt mál. Það er einfaldlega löngu tímabært að þjóðin fái að segja hug sinn þar. Að henni verði leyft að láta í ljós skoðun sína á því hvort við eigum að halda áfram og ljúka aðildarviðræðunum – og fá að hreint hvað innganga í þetta samband fullvalda Evrópuþjóða muni nákvæmlega fela í sér. Greining Diljár á sjávarútvegslöggjöf Evrópusambandsins stenst heldur ekki skoðun. Samkvæmt löggjöfinni er mat á heildaraflanum, sem leyfilegt er að veiða, byggt á rannsóknum viðeigandi stofnunar hverrar þjóðar. Hér á landi yrði matið því í höndum Hafrannsóknastofnunar. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika, sem fiskveiðistefna ESB byggir á, felur í sér að hlutfall ríkja í þeim heildarafla sem þjóðirnar ákveða sjálfar haldist stöðugt og byggist á veiðireynslu. Sú veiðireynsla á Íslandsmiðum er alfarið Íslendinga. Leyfi til veiða eru sömuleiðis veitt samkvæmt löggjöf hvers aðildarríkis. Vegna þess hvernig löggjafarþing Evrópusambandsins er uppbyggt er hægara sagt en gert að breyta þessu. Okkar eigin löggjöf er mun viðkvæmari fyrir breytingum en hin evrópska. Sést það meðal annars í því hversu auðvelt hefur verið fyrir þingmenn meirihlutans hér á landi að breyta reiknireglum um veiðigjaldið þannig að fjárhæð þess hefur ítrekað verið lækkuð. Fríverslunarparadísin Ísland Að lokum er vert að nefna endurteknar fullyrðingar Diljár, utanríkisráðherra og stuðningsfólks þeirra um að með inngöngu í Evrópusambandið myndum við afnema viðskiptafrelsi Íslendinga. Það er rétt að við höfum núna, tæknilega séð, möguleika á að gera fríverslunarsamning við hvern sem við viljum um hvað sem við viljum. Aftur á móti er Ísland lítill markaður og það hefur sýnt sig að vilji annarra þjóða til að ganga til samninga við okkur er ekki alltaf gagnkvæmur, síður en svo. Og smæðin gerir samningsstöðu okkar verri. Staðreyndin er sú að 27 af 32 fríverslunarsamningum Íslands hafa verið gerðir í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Evrópusambandið hefur síðan gert fríverslunarsamninga við enn fleiri lönd og svæði en EES. Það er því af og frá að staða okkar væri lakari innan sambandsins en hún er í dag fyrir utan það. Mér þætti afar áhugavert að sjá Diljá reyna að útskýra fyrir Svíum og Dönum að þeir njóti ekki viðskiptafrelsis. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun