Sátt um sjávarútveginn (og kannski ESB í leiðinni) Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 27. ágúst 2021 08:31 Diljá Mist Einarsdóttur, frambjóðanda og aðstoðarmanni ráðherra, hefur verið tíðrætt um stefnu Viðreisnar í sjávarútvegsmálum. Hún hefur þegar birt pistla undir yfirskriftinni Sjávarútvegsstefna Viðreisnar og Sjávarútvegsstefna Viðreisnar II. Betur færi á því að hún myndi skýra stefnu eigin flokks sem snýst um að standa vörð um óbreytt fyrirkomulag, þrátt fyrir að það hafi verið uppspretta deilna svo árum og áratugum skipti. Sú afstaða er undarleg. Tímabinding og sanngjarnt gjald Viðreisn vill skapa sátt um sjávarútveginn með því að tímabinda aðgang að þessari mikilvægu auðlind og tryggja að sanngjarnt gjald sé greitt fyrir nýtingu hennar. Núverandi fyrirkomulag veiðigjalda er bæði flókið og ógagnsætt. Til viðbótar hefur sýnt sig margoft síðustu ár að það er háð duttlungum stjórnmálanna. Við viljum breyta því. Með því að setja ákveðinn hluta kvótans á markað á hverju ári tryggjum við að gjaldið muni ráðast af framboði og eftirspurn innan greinarinnar, að sanngjarnt markaðsverð fáist fyrir aðgang að auðlindinni og að umgjörð sjávarútvegs verði skýr, gagnsæ og stöðug til frambúðar. Evrópusambandið Stefna Viðreisnar um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið er ótengt mál. Það er einfaldlega löngu tímabært að þjóðin fái að segja hug sinn þar. Að henni verði leyft að láta í ljós skoðun sína á því hvort við eigum að halda áfram og ljúka aðildarviðræðunum – og fá að hreint hvað innganga í þetta samband fullvalda Evrópuþjóða muni nákvæmlega fela í sér. Greining Diljár á sjávarútvegslöggjöf Evrópusambandsins stenst heldur ekki skoðun. Samkvæmt löggjöfinni er mat á heildaraflanum, sem leyfilegt er að veiða, byggt á rannsóknum viðeigandi stofnunar hverrar þjóðar. Hér á landi yrði matið því í höndum Hafrannsóknastofnunar. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika, sem fiskveiðistefna ESB byggir á, felur í sér að hlutfall ríkja í þeim heildarafla sem þjóðirnar ákveða sjálfar haldist stöðugt og byggist á veiðireynslu. Sú veiðireynsla á Íslandsmiðum er alfarið Íslendinga. Leyfi til veiða eru sömuleiðis veitt samkvæmt löggjöf hvers aðildarríkis. Vegna þess hvernig löggjafarþing Evrópusambandsins er uppbyggt er hægara sagt en gert að breyta þessu. Okkar eigin löggjöf er mun viðkvæmari fyrir breytingum en hin evrópska. Sést það meðal annars í því hversu auðvelt hefur verið fyrir þingmenn meirihlutans hér á landi að breyta reiknireglum um veiðigjaldið þannig að fjárhæð þess hefur ítrekað verið lækkuð. Fríverslunarparadísin Ísland Að lokum er vert að nefna endurteknar fullyrðingar Diljár, utanríkisráðherra og stuðningsfólks þeirra um að með inngöngu í Evrópusambandið myndum við afnema viðskiptafrelsi Íslendinga. Það er rétt að við höfum núna, tæknilega séð, möguleika á að gera fríverslunarsamning við hvern sem við viljum um hvað sem við viljum. Aftur á móti er Ísland lítill markaður og það hefur sýnt sig að vilji annarra þjóða til að ganga til samninga við okkur er ekki alltaf gagnkvæmur, síður en svo. Og smæðin gerir samningsstöðu okkar verri. Staðreyndin er sú að 27 af 32 fríverslunarsamningum Íslands hafa verið gerðir í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Evrópusambandið hefur síðan gert fríverslunarsamninga við enn fleiri lönd og svæði en EES. Það er því af og frá að staða okkar væri lakari innan sambandsins en hún er í dag fyrir utan það. Mér þætti afar áhugavert að sjá Diljá reyna að útskýra fyrir Svíum og Dönum að þeir njóti ekki viðskiptafrelsis. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Diljá Mist Einarsdóttur, frambjóðanda og aðstoðarmanni ráðherra, hefur verið tíðrætt um stefnu Viðreisnar í sjávarútvegsmálum. Hún hefur þegar birt pistla undir yfirskriftinni Sjávarútvegsstefna Viðreisnar og Sjávarútvegsstefna Viðreisnar II. Betur færi á því að hún myndi skýra stefnu eigin flokks sem snýst um að standa vörð um óbreytt fyrirkomulag, þrátt fyrir að það hafi verið uppspretta deilna svo árum og áratugum skipti. Sú afstaða er undarleg. Tímabinding og sanngjarnt gjald Viðreisn vill skapa sátt um sjávarútveginn með því að tímabinda aðgang að þessari mikilvægu auðlind og tryggja að sanngjarnt gjald sé greitt fyrir nýtingu hennar. Núverandi fyrirkomulag veiðigjalda er bæði flókið og ógagnsætt. Til viðbótar hefur sýnt sig margoft síðustu ár að það er háð duttlungum stjórnmálanna. Við viljum breyta því. Með því að setja ákveðinn hluta kvótans á markað á hverju ári tryggjum við að gjaldið muni ráðast af framboði og eftirspurn innan greinarinnar, að sanngjarnt markaðsverð fáist fyrir aðgang að auðlindinni og að umgjörð sjávarútvegs verði skýr, gagnsæ og stöðug til frambúðar. Evrópusambandið Stefna Viðreisnar um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið er ótengt mál. Það er einfaldlega löngu tímabært að þjóðin fái að segja hug sinn þar. Að henni verði leyft að láta í ljós skoðun sína á því hvort við eigum að halda áfram og ljúka aðildarviðræðunum – og fá að hreint hvað innganga í þetta samband fullvalda Evrópuþjóða muni nákvæmlega fela í sér. Greining Diljár á sjávarútvegslöggjöf Evrópusambandsins stenst heldur ekki skoðun. Samkvæmt löggjöfinni er mat á heildaraflanum, sem leyfilegt er að veiða, byggt á rannsóknum viðeigandi stofnunar hverrar þjóðar. Hér á landi yrði matið því í höndum Hafrannsóknastofnunar. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika, sem fiskveiðistefna ESB byggir á, felur í sér að hlutfall ríkja í þeim heildarafla sem þjóðirnar ákveða sjálfar haldist stöðugt og byggist á veiðireynslu. Sú veiðireynsla á Íslandsmiðum er alfarið Íslendinga. Leyfi til veiða eru sömuleiðis veitt samkvæmt löggjöf hvers aðildarríkis. Vegna þess hvernig löggjafarþing Evrópusambandsins er uppbyggt er hægara sagt en gert að breyta þessu. Okkar eigin löggjöf er mun viðkvæmari fyrir breytingum en hin evrópska. Sést það meðal annars í því hversu auðvelt hefur verið fyrir þingmenn meirihlutans hér á landi að breyta reiknireglum um veiðigjaldið þannig að fjárhæð þess hefur ítrekað verið lækkuð. Fríverslunarparadísin Ísland Að lokum er vert að nefna endurteknar fullyrðingar Diljár, utanríkisráðherra og stuðningsfólks þeirra um að með inngöngu í Evrópusambandið myndum við afnema viðskiptafrelsi Íslendinga. Það er rétt að við höfum núna, tæknilega séð, möguleika á að gera fríverslunarsamning við hvern sem við viljum um hvað sem við viljum. Aftur á móti er Ísland lítill markaður og það hefur sýnt sig að vilji annarra þjóða til að ganga til samninga við okkur er ekki alltaf gagnkvæmur, síður en svo. Og smæðin gerir samningsstöðu okkar verri. Staðreyndin er sú að 27 af 32 fríverslunarsamningum Íslands hafa verið gerðir í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Evrópusambandið hefur síðan gert fríverslunarsamninga við enn fleiri lönd og svæði en EES. Það er því af og frá að staða okkar væri lakari innan sambandsins en hún er í dag fyrir utan það. Mér þætti afar áhugavert að sjá Diljá reyna að útskýra fyrir Svíum og Dönum að þeir njóti ekki viðskiptafrelsis. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun