Fréttablaðið leiðrétt Einar S. Hálfdánarson skrifar 22. september 2021 17:16 Fréttastjóri Fréttablaðsins rökstyður aðild að Evrópusambandinu og finnst ekki mikið til veigamestu röksemda andstæðinganna koma. Hún tínir hins vegar til viðbótarrök fyrir aðild. Þar sé allt svo ódýrt og maturinn góður. „Við kaupum kirsuberjabox á 100 kall á meginlandi Evrópu en á 1.000 kall hér heima og spyrjum engra spurninga.“ Hér ræktum við engin kirsuber. En óhætt er að fullyrða að búlgarskur launþegi er lengur að vinna fyrir fiskinum á diskinn en íslenskur. Og raunar flestu öðru. Verðlag er nefnilega mjög mismunandi milli ríkja ESB. Mig langar nefna sum veigamestu rökin gegn ESB draumsýn kirsuberjakaupenda. Afsal fiskimiðanna ætti samt eitt og sér að duga sem gagnrök. Vextir og gjaldmiðlar Hér á landi er misskilningur útbreiddur á eðli vaxta og styrk gjaldmiðla. • Fyrirtæki eru nettólántakendur, en almenningur nettólánveitendur. Lágir vextir færa sem sé fé frá almenningi til eigenda fyrirtækja. • Því styrkari sem efnahagur ríkis er, þeim mun hærri vextir að öðru jöfnu. Áhættumat hefur einnig áhrif á vextina. Hóflegir vextir eru þannig fylgifiskur trausts efnahags og stöðugs stjórnarfars. • Sú einstæða staða er uppi að eigendur evra þurfa að borgar vexti fyrir að eiga evrur. Þeirri furðuskoðun er haldið á lofti hér að þetta sé styrkleikamerki. Hvergi annars staðar myndi nokkur láta sér detta slíkur málflutningur í hug. • Vextir eru að sjálfsögðu mismunandi milli landanna á evrusvæðinu þrátt fyrir sömu mynt. Upptaka evru tryggir ekki sömu vaxtakjör og í Þýskalandi, hvorki fyrir ríki né aðra lántakendur. • Hægt er að gera vaxtaspá til framtíðar með því að skoða kúrfur um fasta vexti. Markaðurinn spáir neikvæðum vöxtum um langa framtíð á evrusvæðinu! • Kína borgar sparifjáeigendum hóflega vexti af ríkisskuldabréfum. USA nokkru minni. Sparendur í Evrópu og Japan þurfa og hafa alllengi þurft að borga með sér. Þeir sem lofa slíkt ástand þurfa að fara á byrjendanámskeið í fjármálum. – Líka bankahagfræðingar í framboði til þings. • Lágir vextir leiða til þjóðhaglega óhagkvæmra fjárfestinga og hækkandi eignaverðs, jafnvel eignabóla. Þannig verða íbúðir t.d. dýrari en ella. Það er sem sé hrein bábilja að lágir vextir séu sérstaklega góðir fyrir ungt fólk. Vaxtagreiðsla einfaldlega lækkar og afborgun hækkar. Einkum á þetta við hér þar sem framboði á lóðum er handstýrt til að skapa lóðaskort. Stöðugt gengi evru; óstöðugt gengi krónu? Bandarískur dollari er aðalútflutningsmynt Íslands, langtum mikilvægari en evra og aðrar myntir. Gengishreyfingar krónu hafa gegnum tíðina ekki verið meiri en gengishreyfingar evru gagnvart dollar. Hvers vegna að taka upp mynt sem ekki hentar hagkerfinu betur en króna og fórna til þess ómældum, raunverulegum verðmætum? Höfundur er hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Íslenska krónan Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fréttastjóri Fréttablaðsins rökstyður aðild að Evrópusambandinu og finnst ekki mikið til veigamestu röksemda andstæðinganna koma. Hún tínir hins vegar til viðbótarrök fyrir aðild. Þar sé allt svo ódýrt og maturinn góður. „Við kaupum kirsuberjabox á 100 kall á meginlandi Evrópu en á 1.000 kall hér heima og spyrjum engra spurninga.“ Hér ræktum við engin kirsuber. En óhætt er að fullyrða að búlgarskur launþegi er lengur að vinna fyrir fiskinum á diskinn en íslenskur. Og raunar flestu öðru. Verðlag er nefnilega mjög mismunandi milli ríkja ESB. Mig langar nefna sum veigamestu rökin gegn ESB draumsýn kirsuberjakaupenda. Afsal fiskimiðanna ætti samt eitt og sér að duga sem gagnrök. Vextir og gjaldmiðlar Hér á landi er misskilningur útbreiddur á eðli vaxta og styrk gjaldmiðla. • Fyrirtæki eru nettólántakendur, en almenningur nettólánveitendur. Lágir vextir færa sem sé fé frá almenningi til eigenda fyrirtækja. • Því styrkari sem efnahagur ríkis er, þeim mun hærri vextir að öðru jöfnu. Áhættumat hefur einnig áhrif á vextina. Hóflegir vextir eru þannig fylgifiskur trausts efnahags og stöðugs stjórnarfars. • Sú einstæða staða er uppi að eigendur evra þurfa að borgar vexti fyrir að eiga evrur. Þeirri furðuskoðun er haldið á lofti hér að þetta sé styrkleikamerki. Hvergi annars staðar myndi nokkur láta sér detta slíkur málflutningur í hug. • Vextir eru að sjálfsögðu mismunandi milli landanna á evrusvæðinu þrátt fyrir sömu mynt. Upptaka evru tryggir ekki sömu vaxtakjör og í Þýskalandi, hvorki fyrir ríki né aðra lántakendur. • Hægt er að gera vaxtaspá til framtíðar með því að skoða kúrfur um fasta vexti. Markaðurinn spáir neikvæðum vöxtum um langa framtíð á evrusvæðinu! • Kína borgar sparifjáeigendum hóflega vexti af ríkisskuldabréfum. USA nokkru minni. Sparendur í Evrópu og Japan þurfa og hafa alllengi þurft að borga með sér. Þeir sem lofa slíkt ástand þurfa að fara á byrjendanámskeið í fjármálum. – Líka bankahagfræðingar í framboði til þings. • Lágir vextir leiða til þjóðhaglega óhagkvæmra fjárfestinga og hækkandi eignaverðs, jafnvel eignabóla. Þannig verða íbúðir t.d. dýrari en ella. Það er sem sé hrein bábilja að lágir vextir séu sérstaklega góðir fyrir ungt fólk. Vaxtagreiðsla einfaldlega lækkar og afborgun hækkar. Einkum á þetta við hér þar sem framboði á lóðum er handstýrt til að skapa lóðaskort. Stöðugt gengi evru; óstöðugt gengi krónu? Bandarískur dollari er aðalútflutningsmynt Íslands, langtum mikilvægari en evra og aðrar myntir. Gengishreyfingar krónu hafa gegnum tíðina ekki verið meiri en gengishreyfingar evru gagnvart dollar. Hvers vegna að taka upp mynt sem ekki hentar hagkerfinu betur en króna og fórna til þess ómældum, raunverulegum verðmætum? Höfundur er hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun