Eþíópía

Segir þjóðarmorð hafa verið framið í átökunum
Útlægur leiðtogi Tigray-héraðs í Eþíópíu segir að átök eþíópískra yfirvalda og sveita Tigray hafi verið hamfarir og segi hann þjóðarmorð hafa verið framið. Hann hvetur alþjóðasamfélagið að grípa inn í og rannsaka hina meintu stríðsglæpi.

Berjast þarf fyrir hverju einasta barni í heiminum
117 milljónir barna í heiminum þurfa á mannúðaraðstoð að halda til að lifa af árið 2021. Flest þeirra búa í Jemen eða um tæplega 11 milljón börn.

Utanríkisráðuneytið styrkir verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu
Utanríkisráðuneytið styrkir verkefni í Eþíópíu er varða loftslagsmál, lífsviðurværi sjálfsþurftarbænda og valdeflingu stúlkna í samstarfi við Hjálparstarf Kirkjunnar.

Segir aðgerðum í Tigray lokið
Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu segir að stjórnarher landsins stjórni nú að fullu Mekelle, höfuðborg Tigrayhéraðs. Hann segir einnig að hernaðaraðgerðum gegn Frelsishreyfingunni, sem stjórnað hafa héraðinu, sé lokið.

Segir ekki koma til greina að hætta árás á Tigrayhérað
Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, hafnaði því í dag að hefja viðræður við leiðtoga Frelsishreyfingarinnar í Tigrayhéraði. Abiy hitti þrjá fulltrúa Afríkubandalagsins í í dasg sem voru sendir til að reyna að miðla milli deilandi fylkinga í Eþípóíu en stjórnarher landsins hóf nýverið sókn gegn Frelsishreyfingunni.

Lokasókn inn í Tigray að hefjast
Forsætisráðherra Eþíópíu tilkynnti í tísti í morgun að stjórnarherinn þar í landi sé nú að undirbúa lokasóknina inn í Tigray hérað.

Hafa engan áhuga á utanaðkomandi afskiptum
Forsætisráðherra Eþípíu segir að utanaðkomandi afskipti af átökunum í Tigrayhéraði séu óvelkomin og jafnvel ólögleg. Frestur sem hann veitti forsvarsmönnum Frelsishreyfingarinnar rennur út í kvöld.

Viðbúið að rýma þurfi SOS barnaþorp í Eþíópíu vegna stríðsátaka
SOS Barnaþorpin í Eþíópíu eru í viðbragðsstöðu um að rýma SOS barnaþorpið í Makalle, vegna stríðsátaka. Í Makalle búa 234 börn og ungmenni og 38 þeirra eiga SOS-styrktarforeldra á Íslandi

Kalla eftir því að borgarar séu verndaðir í Eþíópíu
Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að yfirvöld í Eþíópíu tryggi öryggi almennra borgara í Tigrayhéraði, þar sem stjórnarherinn ætlar að ráðast á borgina Mekelle, höfuðborg héraðsins.

Eþíópíski herinn hvetur fólk til að flýja: „Við munum ekki sýna neina miskunn“
Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle.

Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé
Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur.

Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs
Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle.

Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna.

Eldflaugum skotið að tveimur flugvöllum í Eþíópíu
Stjórnvöld í Eþíópíu segja að ráðandi öfl í Tigray-ríki í norðurhluta landsins hafi skotið eldflaugum yfir í nærliggjandi héruð sem hafi meðal annars valdið skemmdum á mikilvægum innviðum.

Amnesty segja fjöldamorð hafa verið framin í Tigray
Tugir og sennilega hundruð óbreyttra liggja í valnum í Tigray héraði í Eþíópíu eftir átök síðustu daga að sögn Amnesty International.

Þúsundir flýja undan átökum í Eþíópíu
Þúsundir íbúa Eþíópíu hafa flúið til Súdan vegna átaka í Tigrayhéraði á milli hersveita ríkisstjórnarinnar og ráðandi fylkinga í héraðinu. Utanaðkomandi aðilum er ekki hleypt í héraðið og búið er að loka á samskipti þaðan.

Fyrirskipaði loftárásir í Tigray héraði
Forsætisráðherra Eþíópíu fyrirskipaði í gær loftárásir í Tigray héraði og óttast margir að borgarastríð sé að brjótast út í þessu næstfjölmennasta ríki Afríku.

Súdan lokar landamærunum að Eþíópíu
Súdan hefur ákveðið að loka landamærum sínum að Eþíópíu að hluta vegna átaka þar í landi. Margir óttast að landið sé á barmi borgarastyrjaldar.

Óttast að Eþíópía sé á barmi borgarastyrjaldar
Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, hefur heitið því að halda áfram sókn hers landsins inn í Tigray-hérað í norðurhluta landsins.

Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í sóttkví
Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, er kominn í sóttkví eftir að manneskja sem hann var í samskiptum við greindist með kórónuveiruna.