Holland

Fréttamynd

Ótrúleg upplifun á vellinum með þessa stemmningu

Jóhanna Margrét Snorradóttir landsliðsknapi í hestaíþróttum var klökk eftir stórkostlega sýningu í tölti á hinum drifhvíta Bárði frá Melabergi í dag á Heimsmeistaramóti íslenska hestins sem nú stendur yfir í Oirschot í Hollandi.

Sport
Fréttamynd

Sturluð stemning á HM íslenska hestsins í Hollandi

Áætlað er að allt að ellefu þúsund verði samankomin á Heimsmeistaramóti íslenska hestins í Oirschot í Hollandi um helgina, þar af um 1500 Íslendingar. Mótið hefur staðið yfir alla vikuna en nær hámarki á laugardag og sunnudag þegar úrslit verða riðin í öllum keppnisgreinum á hringvelli.

Sport
Fréttamynd

Rutte hyggst segja skilið við stjórn­málin

Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir að hann muni segja skilið við stjórnmálin eftir komandi þingkosningar. Greint var frá því fyrir helgi að hollenska ríkisstjórnin væri sprungin vegna deilna innan stjórnarliðsins um innflytjendamál.

Erlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórn Hollands sprungin

Ríkisstjórn Hollands er sprungin vegna ósættis stjórnarflokkana um innflytjendamál. Ríkisstjórnin hefur verið ósammála um hvernig hún eigi að snúa sér í málaflokknum í nokkurn tíma en um eitt og hálft ár er síðan hún tók til starfa. 

Erlent
Fréttamynd

Ríflega 1500 loftslagsmótmælendur handteknir

Lögreglan í Haag í Hollandi handtók í dag 1579 aðgerðarsinna sem reyndu að teppa hraðbraut í nafni loftslagsaðgerða. Flestum þeirra var að lokum sleppt en líklegt er að fjörutíu þeirra verði sóttir til saka fyrir aðgerðir sínar í dag. Meðal mótmælenda var þekkt hollensk leikkona.

Erlent
Fréttamynd

Hollendingi bannað að gefa meira sæði

Dómstóll í Haag í Hollandi hefur bannað 41 árs karlmanni að gefa meira sæði. Sæðisgjafir mannsins hafa leitt til fæðinga að minnsta kosti 550 barna í nokkrum löndum og hefur dómstóllinn nú sagt stopp.

Erlent
Fréttamynd

Strákurinn úr Breiðholti sem gerðist fíkniefnabarón

„Hinn ákærði sýnir merki um andfélagslegan persónuleika, sem endurspeglast í því að hann á erfitt með að laga sig að reglum samfélagsins. Hinn ákærði er drifinn áfram af voninni um skjótfenginn gróða.“ Þetta kemur fram í niðurstöðu dómstóls í Ríó de Janeiro árið 2012, þegar Sverrir Þór Gunnarsson var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl. Vinur Sverris úr æsku segir hann alltaf hafa verið glæpamann.

Innlent
Fréttamynd

Heims­fræg górilla geispaði ó­vænt golunni

Górillan Bokito sem varð heimsfræg árið 2007 þegar hún flúði úr dýragarði í Rotterdam og réðist á þrjár manneskjur, þar á meðal sinn helsta aðdáenda, er nú látin eftir snörp veikindi. 

Erlent
Fréttamynd

Einn látinn og tugir slasaðir eftir lestar­slys í Hollandi

Einn lést og tugir slösuðust þegar lest með um 60 manns um borð fór út af lestarteinum við VoorSchoten í Hollandi, um það bil átta kílómetra frá Haag. Slysið átti sér stað þegar lestin ók á byggingabúnað sem virðist hafa verið á teinunum.

Erlent
Fréttamynd

Hollenskt herskip heimsækir Reykjavík

Stórt hollenskt herskip, með 280 hermenn um borð, er komið í kurteisisheimsókn til Reykjavíkur eftir æfingar í Norður-Atlantshafi. Skipið, sem kennt er við borgina Rotterdam, hélt frá Tromsø í Norður-Noregi fyrir fjórum dögum og lagðist að Skarfabakka í Sundahöfn í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Play flýgur til Amsterdam á ný á kostnað Á­rósa

Flugfélagið Play flaug til Schiphol flugvallar í Amsterdam frá desember árið 2021 til mars 2022. Síðan þá hefur flugfélagið ekki flogið til hollensku höfuðborgarinnar en nú hefur orðið breyting á því flugfélagið hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum þangað á ný.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Pútín hafi ákveðið að senda eldflaugina sem notuð var gegn MH17

Alþjóðlegt teymi rannsakenda segist hafa fundið sterkar vísbendingar um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði persónulega heimilað sendingu loftvarnarkerfis til aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem notað var árið 2014 til að skjóta niður farþegaþotu frá Malasíu. Ólíklegt sé þó að hægt verði að sækja hann til saka.

Erlent
Fréttamynd

Van Gaal endanlega hættur í fótbolta

Louis Van Gaal er hættur sem þjálfari hollenska landsliðsins og í fótbolta yfir höfuð. Þetta staðfesti hann eftir súrt tap Hollands gegn Argentínu í 8-liða úrslitum HM sem fer fram í Katar.

Fótbolti
Fréttamynd

Falsa ásakanir gegn eigin njósnara

Þegar 36 ára gamall maður undir nafninu Victor Muller Ferreira lenti á flugvelli í Sao Paulo í apríl var hann fljótt handtekinn. Yfirvöld í Brasilíu höfðu verið vöruð við því að maðurinn héti í raun Sergey Cherkasov og væri rússneskur njósnari sem hefði skömmu áður reynt að verða starfsnemi hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Hag.

Erlent