Skíðasvæði

Fréttamynd

Krefjast snjóframleiðslu í Bláfjöll

Skíðaráð Reykjavíkur hefur skorað á Reykjavíkurborg, ÍTR og þau stjórnvöld önnur sem koma að rekstri skíðasvæða borgarinnar að koma strax upp snjóframleiðslukerfi. Ráðið segir almenning orðið langþreyttan á því að ekki sé búið að koma upp snjóframleiðslukerfum á skíðasvæðum í Bláfjöllum og Skálafelli og bendir á að skíðafólki sé stórlega mismunað í samanburði við aðrar íþróttagreinar þegar kemur að uppbyggingu á íþróttamannvirkjum.

Innlent
Fréttamynd

300 milljón króna skíðalyfta í Bláfjöllum stendur auð

Rigningar samfara löngu hlýindaskeiði hafa valdið því að öll skíðasvæði eru lokuð. Nýuppsett 300 milljóna króna skíðalyfta stendur auð í Bláfjöllum í hlýindunum þessa dagana. Tvær vikur eru síðan síðast var opið í Bláfjöllum en aðeins hefur verið opið þar í ellefu daga það sem af er vetri og enn hefur hvorki verið opnað í Skálafelli né á Hengilssvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmenni við opnun Kóngsins

Forseti Íslands setti nýja stólalyftu í Bláfjöllum af stað í dag að viðstöddu fjölmenni. Nýja lyftan hefur fengið nafnið Kóngurinn.

Innlent