Vegtollar

Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin
Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt.

Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið
Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi.

„Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“
Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag.

Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi
Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar.

Sigurður Ingi segir gagnrýnina ekki eiga rétt á sér
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir gagnrýni tveggja bæjarstjóra um þá ákvörðun að opna fyrir útboð á Suðurlandsvegi áður en tvöföldun Reykjanesbrautar er lokið ekki eiga rétt á sér.

Útilokar ekki að gjaldtaka hefjist að nýju í Hvalfjarðargöngum
Samgönguráðherra útilokar ekki að gjaldtaka hefjist að nýju í Hvalfjarðargöngum eftir að henni verður hætt þegar ríkið tekur við rekstri þeirra í september. Óljóst er þó hvenær það gæti orðið. Öll lán verða að fullu greidd í september og göngin afhent ríkinu til eignar.

Helmingur andvígur vegatollum
Töluverð andstaða er gegn innheimtu veggjalda til að standa straum af rekstri þjóðvega á íslandi, samkvæmt nýrri könnun MMR.

„Þetta er náttúrulega orðið eins og farsi“
Lögmaður H-foss, félagsins sem stendur að gjaldtökunni við Hraunfossa, gagnrýnir ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar sem send var út vegna gjaldtökunnar í dag og segir ekki rétt að verið sé að innheimta vegtolla við bílastæðið.

Borgarbyggð blöskrar að þeir sem leggi ekkert til málanna rukki við Hraunfossa
Leigutakar rukkuðu eitt þúsund krónur á bílinn.

Segir óþarfa að fyllast skelfingu
Hrönn Greipsdóttir er framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Eldeyjar sem fjárfestir í ferðaþjónustu. Árið 2015 þegar fjárfestingafélaginu Eldey var hleypt af stokkunum lá fyrir að í nánustu framtíð yrði þörf á að þjappa afþreyingargeira ferðaþjónustunnar betur saman.

Bein leið og gatan liggur greið – eða hvað?
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með stefnu, eða öllu heldur stefnuleysi, ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur síðustu vikurnar.

Útilokar ekki vegatolla
Það kostar að minnsta kosti sextíu milljarða að bæta helstu vegi út fyrir höfuðborgarsvæðið.

Ekkert ákveðið varðandi áframhaldandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um það af hálfu ríkisins hvort að gjaldtöku verði hætt í Hvalfjarðargöngunum síðar á þessu ári þegar ríkið tekur við rekstri ganganna af hálfu Spalar.