Kína

Fréttamynd

Vara við gífurlegri ógn frá Kína

Ken McCallum og Christopher Wray, yfirmenn MI5, innanríkisöryggisstofnunar Bretlands og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), vöruðu báðir við því í dag að mikil ógn stafaði af Kommúnistaflokki Kína. Ógnin sneri bæði að hagkerfum Bretlands og Bandaríkjanna og þjóðaröryggi ríkjanna. Þeir sögðu Kína einnig ógna bandamönnum ríkjanna í Evrópu og annars staðar í heiminum og að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lenski ­markaðurinn hóf­legur í júní en sá kín­verski í stór­sókn

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 2,1 prósent í júní samanborið við 9,9 prósent lækkun í maí þegar öll félög markaðarins lækkuðu í verði. Sjö af tuttugu þeirra félaga sem skráð voru í byrjun mánaðar hækkuðu í verði, eitt stendur í stað og tólf lækka. Þrjú félög voru skráð í Kauphöllina í júní; Ölgerðin, Nova og Alvotech sem var tekið á markað í New York.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Frægur veitinga­staður sökk

Jumbo-veitingastaðurinn sögufrægi er sokkinn. Veitingastaðurinn var svokallaður fljótandi veitingastaður sem staðsettur var um árabil við höfnina í Hong Kong.

Erlent
Fréttamynd

„Við munum ekki hika við að berjast“

Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína, gagnrýndi Bandaríkin harkalega í ræðu sem hann hélt á öryggisráðstefnu Asíu- og Kyrrahafsríkja í Singapúr í morgun. Hann sakaði Bandaríkin um að reyna að halda aftur af framþróun Kína og einangra landið.

Erlent
Fréttamynd

Einn lést þegar hrað­lest fór af teinunum í Suður-Kína

Lestarstjóri lést og átta aðrir slösuðust þegar hraðlest fór af teinunum á leiðinni til Rongjiang-sýslu í Guizhou-héraði í Suður-Kína. Lestin klessti á aurskriðu sem hafði fallið á teinana með þeim afleiðingum að hún fór af teinunum.

Erlent
Fréttamynd

Ofsóknir Kínverja gegn Úígúrum staðfestar

Þjóðarbrot Úígúra í Kína hefur kerfisbundið verið ofsótt, pyntað og fangelsað af kínverskum stjórnvöldum um margra ára skeið. Þetta sýna þúsundir skjala sem vestrænir fjölmiðlar hafa gert opinber. Sérfræðingur í málefnum Úígúra segir þetta verstu ofsóknir síðan í Helförinni.

Erlent
Fréttamynd

Vilja ekki nýtt kalt stríð við Kínverja

Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkjamenn ekki vilja nýtt kalt stríð við Kína og þeir muni ekki standa í vegi aukins hagvaxtar ríkisins. Þetta sagði Blinken í ræðu sem hann flutti í gær um afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Kína og sagði hann að þó stríðið í Úkraínu væri stærsta ógn við stöðugleika í heiminum til skamms tíma, stafaði Bandaríkjunum meiri ógn af Kína.

Erlent
Fréttamynd

Segir ummælin ekki marka breytta stefnu gagnvart Taívan

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa verið að tala um breytta stefnu ríkisins gagnvart Taívan er hann sagði að Bandaríkin myndu koma eyríkinu til aðstoðar ef Kína réðist á það. Ráðamenn í Kína brugðust hinir reiðustu við ummælum Bidens.

Erlent
Fréttamynd

Hét því að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar

Joe Biden Bandaríkjaforseti tók af tvímæli um hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar hernaðarlega ef Kína réðist á eyjuna. Hvíta húsið segir að engin stefnubreyting felist í yfirlýsingu forsetans.

Erlent
Fréttamynd

Byssumaðurinn sagður knúinn áfram af hatri á Taívönum

Tæplega sjötugur karlmaður sem skaut einn til bana og særði fimm til viðbótar í kirkju í sunnaverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær er kínverskur innflytjandi og var knúinn áfram af hatri á Taívönum. Árásina gerði hann í taívanskri öldungakirkju en kínversk stjórnvöld gera tilkall til Taívans.

Erlent
Fréttamynd

Sendur lifandi í líkhúsið

Fjórum opinberum starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum eftir að aldraður maður á hjúkrunarheimili í Sjanghæ reyndist á lífi, eftir að hann hafði verið settur upp í líkbíl. 

Erlent
Fréttamynd

Þrjú látin úr Co­vid í Sjang­hæ

Þrjú hafa látist úr Covid í Sjanghæ í Kína en útgöngubann hefur verið í borginni í nærri fjórar vikur. Kínversk stjórnvöld hafa hingað til haldið því fram að enginn hafi látist úr veirunni í borginni.

Erlent
Fréttamynd

Lentu eftir lengstu geimferð Kína

Þrír kínverskir geimfarar lentu á jörðinni í morgun eftir að hafa varið hálfu ári um borð í nýjustu geimstöð Kína. Þar með luku þeir lengstu mönnuðu geimferð ríkisins hingað til.

Erlent
Fréttamynd

Ör­vænting og ringul­reið í Sjang­hæ vegna far­aldursins

Mikil ringulreið hefur gripið um sig í Sjanghæ í Kína vegna kórónuveirufaraldursins. Útgöngubann stóð yfir í tvær vikur en sumum var hleypt út í fyrsta skipti nú í vikunni. Fólk flykktist í matvöruverslanir og kepptist við að ná matvörum og nauðsynjavörum.

Erlent
Fréttamynd

Carri­e Lam hefur ekki á­huga á að sitja á­fram

Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnar Hong Kong, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri þegar skipunartímabil hennar er á enda. Stjórnartíð hennar hefur verið umdeild og einkennst af því að mjög hefur gengið á réttindi borgaranna.

Erlent
Fréttamynd

Segir að Kína muni ekki reisa herstöð á Salómonseyjum

Ráðamenn á Salómonseyjum segja að Kína verði ekki leyft að reisa herstöð þar. Það er þrátt fyrir að ríkin ætli sér að skrifa undir varnarsáttmála. Yfirvöld í Ástralíu og Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að sáttmálinn feli í sér aukin umsvif Kínverja á eyjunum sem eru hernaðarlega mikilvægar.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri greinst með Co­vid í Kína það sem af er ári en allt árið 2021

Yfir hundrað milljón tilfelli kórónuveirusmits hafa nú greinst í Asíu en faraldurinn er í mikilli uppsveiflu í álfunni um þessar mundir vegna undirafbrigðis ómíkron, BA.2. Yfirvöld í Kína hafa gripið til aðgerða til að hemja útbreiðsluna, þar á meðal í Shanghai þar sem útgöngubann er í gildi. 

Erlent