Marel í áframhaldandi samstarf við kínverskan svínakjötsrisa Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júlí 2023 17:46 Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, og fulltrúi Muyuan við undirskriftarathöfn í dag. Marel Árni Oddur Þórðarsson, forstjóri Marel, skrifaði á dögunum fyrir hönd fyrirtækisins undir samning við kínverska svínakjötsframleiðandann Muyuan. Samningurinn mun tryggja áframhaldandi samstarf fyrirtækjanna tveggja en Muyuan er stærsti framleiðandi svínakjöts á heimsvísu. í tilkynningu frá Marel segir að fyrirtækið hafi hannað og sett upp ellefu hátækniverksmiðjur fyrir Muyuan til framleiðslu á svínakjöti frá árinu 2020. „Þessar verksmiðjur byggja á hátæknilausnum fyrir svínakjöt Marel, þ.á.m. hinum byltingarkenndu M-Line róbótum og vörustjórnunarkerfi Innova, sem bæta rekstrarhagkvæmni, hraða og rekjanleika,“ segir í tilkynningu. Muyuan Foods Co. var stofnað með það að leiðarljósi að tryggja aðgengi fólks að öruggu svínakjöti. Á árinu 2022 námu rekstrartekjur fyrirtækisins 17,6 milljörðum Evra. Þá segir að með stefnumarkandi samstarfi fyrirtækjanna muni samþætta virðiskeðju svínakjöts allt frá fóðri til tilbúinna neysluvara. Það feli í sér frekari fjárfestingu í frumvinnslu og áframvinnslu með áherslu á vörur tilbúnar fyrir neytendamarkað sem höfða til kínverskra neytenda. „Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við Muyuan og útvíkka það enn frekar á stefnumarkandi hátt. Saman munum við þróa og kynna nýjar hátæknilausnir fyrir kínverskan markað fyrir öruggar hágæða svínakjötsafurðir sem eru á viðráðanlegu verði og framleiddar á sjálbæran hátt. Með því að sameina krafta okkar munum við halda áfram að umbylta matvælavinnslu og stuðla að enn frekari sjálfvirkni, stafrænni þróun og sjálfbærni í vinnslu svínakjöts í Kína,“ sagði Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. Marel Kína Matvælaframleiðsla Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
í tilkynningu frá Marel segir að fyrirtækið hafi hannað og sett upp ellefu hátækniverksmiðjur fyrir Muyuan til framleiðslu á svínakjöti frá árinu 2020. „Þessar verksmiðjur byggja á hátæknilausnum fyrir svínakjöt Marel, þ.á.m. hinum byltingarkenndu M-Line róbótum og vörustjórnunarkerfi Innova, sem bæta rekstrarhagkvæmni, hraða og rekjanleika,“ segir í tilkynningu. Muyuan Foods Co. var stofnað með það að leiðarljósi að tryggja aðgengi fólks að öruggu svínakjöti. Á árinu 2022 námu rekstrartekjur fyrirtækisins 17,6 milljörðum Evra. Þá segir að með stefnumarkandi samstarfi fyrirtækjanna muni samþætta virðiskeðju svínakjöts allt frá fóðri til tilbúinna neysluvara. Það feli í sér frekari fjárfestingu í frumvinnslu og áframvinnslu með áherslu á vörur tilbúnar fyrir neytendamarkað sem höfða til kínverskra neytenda. „Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við Muyuan og útvíkka það enn frekar á stefnumarkandi hátt. Saman munum við þróa og kynna nýjar hátæknilausnir fyrir kínverskan markað fyrir öruggar hágæða svínakjötsafurðir sem eru á viðráðanlegu verði og framleiddar á sjálbæran hátt. Með því að sameina krafta okkar munum við halda áfram að umbylta matvælavinnslu og stuðla að enn frekari sjálfvirkni, stafrænni þróun og sjálfbærni í vinnslu svínakjöts í Kína,“ sagði Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.
Marel Kína Matvælaframleiðsla Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira