Þróunarsamvinna

Fréttamynd

Fátækustu stúlkurnar í heiminum fá ekki formlega menntun

Þriðjungur stúlkna á unglingsaldri frá fátækustu heimilunum hefur aldrei setið á skólabekk. Skólaganga tengist með mjög ójöfnum hætti efnameiri heimilum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem gefin er út fyrir fund Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss.

Kynningar
Fréttamynd

Mikil söluaukning í "Sönnum gjöfum“ UNICEF

Vatnshreinsitöflur voru vinsæl gjöf á síðasta ári en ein slík tafla getur breytt fimm lítrum af óhreinu og sýktu vatni í hreint og drykkjarhæft vatn á aðeins nokkrum mínútum. Með kaupum á Sönnum gjöfum sendu Íslendingar rúmlega 6 milljónir slíkar töflur út þangað sem þörfin og neyðin er mest.

Kynningar
Fréttamynd

Matarskortur aldrei meiri en nú í sunnanverðri Afríku

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hvetur þjóðir heims til þess að bregðast við útbreiddum matvælaskorti í sunnanverðri Afríku. Í sextán þjóðríkjum í þessum heimshluta búa 45 milljónir manna, einkum konur og börn, við alvarlegan matvælaskort, ýmist vegna þurrka, flóða eða annarra ytri aðstæðna.

Kynningar
Fréttamynd

Lína langsokkur fyrirmynd stúlkna á flótta

Alþjóðlegt átak til stuðnings stúlkum á flótta er nýhafið af hálfu samtakanna Save the Children – Barnaheill með tilvísun í Línu langsokk og ber yfirskriftina „Pippi of Today.“ Á þessu ári eru 75 ár liðin frá því fyrsta bókin um Línu langsokk kom út og af því tilefni taka fjölmörg fyrirtæki hvarvetna í heiminum þátt í átakinu, í samstarfi við Astrid Lindgren Company, og safna fyrir verkefnum Barnaheilla – Save the Children í þágu stúlkna á flótta.

Kynningar
Fréttamynd

Konur og atvinnulíf: Ísland með fullt hús stiga

Ísland er í hópi átta ríkja sem fá hæstu einkunn, 100 stig, í nýrri skýrslu Alþjóðabankans um konur og atvinnulíf. Skýrslan sýnir að þrátt fyrir umbætur á síðustu árum hafa konur enn að jafnaði aðeins þrjá fjórðu hluta lagalegrar stöðu á við karla í heiminum þegar kemur að vinnumarkaði og viðskiptum.

Kynningar
Fréttamynd

Afhending trúnaðarbréfs í Malaví

Unnur Orradóttir Ramette afhenti í gær Arthur Peter Mutharika forseta Malaví trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Malaví, með aðsetur í Úganda. Malaví er elsta samstarfsþjóð Íslands í þróunarsamvinnu en á nýliðinu ár voru liðin þrjátíu ár liðin frá því samstarfið hófst.

Kynningar
Fréttamynd

Haítí: Áratugur í skugga skjálftans

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur sett sér það markmið að safna tæplega 19 milljónum bandarískra dala, tæplega 2,4 milljörðum íslenskra króna, fyrir starfsemi sína á Haítí í þágu barna og fjölskyldna á árinu 2020.

Kynningar
Fréttamynd

Valdefling kvenna – frasi eða framfarir?

Hjálparstarf kirkjunnar fagnar fimmtíu ára starfsafmæli á þessu ári en formleg ákvörðun um hjálparstofnun á vegum íslensku þjóðkirkjunnar var tekin á fundi kirkjuráðs 9. janúar 1970. Málþing um hjálparstarf í tilefni afmælisins verður haldið á morgun.

Kynningar
Fréttamynd

82 milljarðar dala í baráttuna gegn sárafátækt

Ríki heims hafa heitið Alþjóðaframfarastofnuninni jafnvirði tíu þúsund milljarða króna til að berjast gegn sárafátækt í heiminum. Framlaginu er ætlað til að styrkja grunnviði, auka hagvöxt og efla getuna til að bregðast við áföllum vegna náttúruhamfara og loftslagsbreytinga. Ísland leggur sitt af mörkum.

Kynningar
Fréttamynd

Ísland styður við kyn- og frjósemisheilbrigði stúlkna og kvenna í Malaví

Þann 18. desember var undirritaður samstarfssamningur milli Sendiráðs Íslands í Lilongwe fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) í Malaví. Samningurinn snýr að þriggja ára verkefni um að efla kyn- og frjósemisheilbrigði og réttindi unglingsstúlkna og kvenna í Mangochi héraði.

Kynningar
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.