Stjórnsýsla

Fréttamynd

Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga

Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Birgir Ár­­manns­­son ver enn leyndina um Lindar­hvol

Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata gerðu harða hríð að Birgi Ármannssyni forseta Alþingis í gær og kölluðu eftir því að á þinginu að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda yrði birt. Birgir telur það ýmsum vandkvæðum bundið.

Innlent
Fréttamynd

Veður­stofu­stjóri í skýjunum

Tíu stofnanir sem heyra undir umhverfisráðuneytið verða að þremur í umfangsmikilli sameiningu sem umhverfisráðherra boðar. Löngu tímabært að fækka stofnunum segir forstjóri Veðurstofunnar.

Innlent
Fréttamynd

Tíu stofnanir verða að þremur

Áform eru um að sameina tíu stofnanir sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið í þrjár stofnanir. Ráðherra segir að markmiðið með sameiningunni sé að efla stofnanir ráðuneytisins. 

Innlent
Fréttamynd

Guðni A. Jóhannes­son er látinn

Dr. Guðni A. Jó­hann­es­son, fyrrverandi orkumálastjóri, lést á Landskotsspítala í gær, 71 árs að aldri. Banamein hans var krabbamein. Hann gegndi embætti orkumálastjóra á árunum 2008 til 2021.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land stendur í stað á spillingar­lista

Transparency International hefur birt nýjan árlegan lista sinn um spillingu í ríkjum heims. Ísland stendur þar nokkurn veginn í stað á milli ára, skipar 14.-17 sæti listans, en skipaði 13. til 18. sætið á listanum á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

„Það er það sem maður óttast“

Borgarland Reykjavíkurborgar minnkar um meira en 200 fermetra ef borgarráð samþykir nýtt deiliskipulag fyrir umdeilt tún við Vesturbæjarlaug. Borgarfulltrúi minnihlutans segir slæmt ef málið verður fordæmisgefandi.

Innlent
Fréttamynd

Borgar­landið umdeilda sem stækkar við að minnka

Borgarland Reykjavíkurborgar mun minnka um 236 fermetra samþykki borgarráð nýtt deiluskipulag Sundlaugartúnsins í Vesturbæ borgarinnar. Engu að síður er ákvörðunin kynnt þannig að svokallað „opið borgarland“ muni með breytingunni stækka, þrátt fyrir að skipulag svæðisins hafi fyrir breytinguna gert ráð fyrir að um opið leiksvæði væri að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Áform um knatthús í uppnámi

Framkvæmdastjóri Hauka segir mikil vonbrigði að byggingarleyfi fyrir nýju knatthúsi á Ásvöllum hafi verið fellt úr gildi. Ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála setur áframhaldandi uppbyggingu svæðis félagsins í uppnám.

Innlent
Fréttamynd

Sam­þykki byggingar­á­forma vegna knatt­húss Hauka fellt úr gildi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt ákvörðun byggingarfulltrúa Hafnarfjarðarkaupstaðar um samþykki byggingaráforma að Ásvöllum 1. Til stóð að reisa knatthús Hauka á lóðinni. Oddviti Vinstri grænna í Hafnarfirði segir málið til marks um lélega stjórnsýsluhætti í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Ó­á­sættan­legt inn­heimtu­hlut­fall dómsekta

Innheimtuhlutfall dómsekta er óásættanlegt að mati Ríkisendurskoðunar. Stofnunin telur það brýnt að dómsmálaráðuneytið bregðist við lágu hlutfalli og að efnislegri meðferð á skýrslu starfshóps ráðuneytisins verði flýtt. 

Innlent
Fréttamynd

Fer ekki eftir til­lögu starfs­hóps um að skipa starfs­hóp

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta slær mig náttúru­lega ekki vel“

Heilbrigðisráðherra segist fylgja þeirri reglu að auglýsa í opinber störf en að í tilviki Sigurðar Helga Helgasonar, nýskipaðs forstjóra Sjúkratrygginga, sé hann svo öflugur stjórnandi að ekki hafi verið talin ástæða til að auglýsa stöðuna. Þingmaður segir útskýringarnar hálf kjánalegar.

Innlent
Fréttamynd

Woke fyrir heimilið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tekið enn eitt skrefið í átt að réttlátu samfélagi. Nú munu opinberir starfsmenn sæta ábyrgð á sinni hegðun og skoðunum með hugrænni endurforritun til að koma í veg fyrir hatursorðræðu. Skyldunámskeið verða í boði fyrir starfsmenn þar sem þeir læra hvernig eigi að hugsa og koma í veg fyrir hatursorðræðu.

Skoðun