Óþarfa steinar í götunni Teitur Björn Einarsson skrifar 10. október 2024 16:33 Reynslusögur og umkvartanir einstaklinga og fyrirtækja af takmörkuðum fyrirsjáanleika við leyfisveitingarferli hins opinbera eru ekki nýjar af nálinn og mýmargar. Í skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2022 kemur fram að löng málsmeðferð sé algengasta ástæða kvartana til embættisins. Ekki verður lengur við unað. Það er enda ekki hlutverk hins opinbera að leggja óþarfa stein í götu aðila sem hyggja á framkvæmdir. Á Alþingi í dag mælti ég því fyrir frumvarpi til breytinga á lögum til að hraða málsmeðferð leyfismála. Meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja að tímafrestir umsagnaraðila í leyfis- og skipulagsferli séu virtir. Hafa verið hnökrar þar á sem valdið hafa ítrekuðum töfum á framkvæmdum. Frumvarp þetta felur því í sér nauðsynlegar breytingar svo mikilvægar innviðaframkvæmdir tefjist ekki von úr viti og framkvæmdaraðilar geti almennt búið við meiri vissu um framvindu verkefna sem þeir hafa tekið að sér og aðlagað aðra þætti þess að ferlinu. Hljóti frumvarpið brautargengi verður sú breyting á að virði umsagnaraðili ekki setta tímafresti vegna leyfisveitinga þá verði litið svo á að þögn sé sama og samþykki. Með öðrum orðum verður óheimilt að tefja framvindu máls dragi stofnun það fram yfir tímafrest að skila umsögn. Afar brýnt er að skýrir tímafrestir séu til staðar og að þeir séu virtir. Hið opinbera þarf að leita leiða til að draga úr óhóflega löngum málsmeðferðartíma og þar skiptir aðhald laganna miklu máli. Markmið frumvarpsins er þannig fyrst og fremst að styrkja réttindi borgaranna, tryggja góða stjórnsýsluhætti og fyrirsjáanleika, einfalda regluverk og auka skilvirkni laganna. Því miður hefur skort á þingmannamál sem hafa sambærileg markmið þó að ekki veiti af. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Björn Einarsson Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Sjá meira
Reynslusögur og umkvartanir einstaklinga og fyrirtækja af takmörkuðum fyrirsjáanleika við leyfisveitingarferli hins opinbera eru ekki nýjar af nálinn og mýmargar. Í skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2022 kemur fram að löng málsmeðferð sé algengasta ástæða kvartana til embættisins. Ekki verður lengur við unað. Það er enda ekki hlutverk hins opinbera að leggja óþarfa stein í götu aðila sem hyggja á framkvæmdir. Á Alþingi í dag mælti ég því fyrir frumvarpi til breytinga á lögum til að hraða málsmeðferð leyfismála. Meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja að tímafrestir umsagnaraðila í leyfis- og skipulagsferli séu virtir. Hafa verið hnökrar þar á sem valdið hafa ítrekuðum töfum á framkvæmdum. Frumvarp þetta felur því í sér nauðsynlegar breytingar svo mikilvægar innviðaframkvæmdir tefjist ekki von úr viti og framkvæmdaraðilar geti almennt búið við meiri vissu um framvindu verkefna sem þeir hafa tekið að sér og aðlagað aðra þætti þess að ferlinu. Hljóti frumvarpið brautargengi verður sú breyting á að virði umsagnaraðili ekki setta tímafresti vegna leyfisveitinga þá verði litið svo á að þögn sé sama og samþykki. Með öðrum orðum verður óheimilt að tefja framvindu máls dragi stofnun það fram yfir tímafrest að skila umsögn. Afar brýnt er að skýrir tímafrestir séu til staðar og að þeir séu virtir. Hið opinbera þarf að leita leiða til að draga úr óhóflega löngum málsmeðferðartíma og þar skiptir aðhald laganna miklu máli. Markmið frumvarpsins er þannig fyrst og fremst að styrkja réttindi borgaranna, tryggja góða stjórnsýsluhætti og fyrirsjáanleika, einfalda regluverk og auka skilvirkni laganna. Því miður hefur skort á þingmannamál sem hafa sambærileg markmið þó að ekki veiti af. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar