Þingkosningar í Svíþjóð

Fréttamynd

Vill að hægt verði að gelda dæmda kyn­ferðis­brota­menn

Ebba Busch, formaður Kristilegra demókrata í Svíþjóð, vill að hámarksrefsing fyrir nauðgun verði hækkuð í landinu í 25 ára fangelsi. Þá skuli það í sumum tilvikum sett sem skilyrði fyrir lausn úr fangelsi að dæmdir kynferðisbrotamenn séu geldir.

Erlent
Fréttamynd

For­manns­skipti hjá Frjáls­lynda flokknum í Sví­þjóð

Nyamko Sabuni, formaður Frjálslynda flokksins í Svíþjóð, hefur tilkynnt að hún hafi ákveðið að láta af embætti formanns. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð næsta haust og hafa skoðanakannanir síðustu misserin allar bent til að mikil hætta sé á að flokkurinn muni detta út af þingi.

Erlent
Fréttamynd

Magda­lena Anders­son for­sætis­ráð­herra aftur á ný

Magdalena Andersson, formaður sænskra Jafnaðarmanna, var endurkjörin í dag í embætti forsætisráðherra en hún sagði af sér á dögunum eftir að hafa fyrst kvenna aðeins setið í embætti í sjö klukkustundir. Andersson sagði af sér í síðustu viku í kjölfar þess að Græningjar ákváðu að ganga úr ríkisstjórn.

Erlent
Fréttamynd

Tilnefnir Andersson á nýjan leik

Forseti sænska þingsins hefur aftur tilnefnt Magdalenu Andersson, formann sænskra Jafnaðarmanna, sem nýjan forsætisráðherra landsins. Atkvæðagreiðslan mun fara fram í sænska þinginu næsta mánudag.

Erlent
Fréttamynd

Andersson segir af sér eftir sjö tíma í embætti

Magdalena Andersson hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Svíþjóðar eftir sjö tíma í embætti. Þetta gerir hún í kjölfar þess að Græningjar tilkynntu að þeir segi skilið við ríkisstjórn landsins eftir að fjárlagafrumvarp borgaralegu flokkanna á þingi, stjórnarandstöðuflokkanna, náði fram að ganga á þinginu í dag. 

Erlent
Fréttamynd

Stefan Löfven búinn að segja af sér

Stefan Löfven hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Svíþjóðar en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2014. Löfven gekk á fund Andreas Norlén þingforseta klukkan 11:30 að íslenskum tíma þar sem hann tilkynnti um afsögnina.

Erlent
Fréttamynd

Anders­son tekin við sem for­maður af Löfven

Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, var í gær kjörin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins á landsþingi flokksins í Gautaborg. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven sem tók á sínum tíma við stöðunni af Håkan Juholt árið 2012.

Erlent
Fréttamynd

Semur við hægriflokka

Útlit er nú fyrir að Stefan Löfven, leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, haldi forsætisráðuneytinu. Sænskir miðlar fjölluðu í gær um að Jafnaðarmannaflokkurinn hefði náð samkomulagi við Græningja, Miðflokkinn og Frjálslynda flokkinn um stjórnarmyndun.

Erlent
Fréttamynd

Sænska þingið hafnaði Löfven

Alger pattstaða er á sænska þinginu þar sem ekkert hefur gengið að ná saman um nýja stjórn sem njóti stuðnings meirihluta þingsins.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.