Rafmyntir

Gæti misst af þrjátíu milljörðum
Þýski forritarinn Stefan Thomas á ekki nema tvær tilraunir eftir til að finna lykilorðið að harða disknum sínum. Venjulega væri það ekkert stórmál en á þessum diski Thomas er Bitcoin-veski með rafmynt að andvirði 31 milljarðs íslenskra króna.

Bitcoinæði á Íslandi
Kjartan Ragnars lögmaður, einn eigenda Myntkaupa á Íslandi, segist ekki hafa undan að svara spurningum fólks um bitcoin.

Dagskráin í dag: Sportið í dag, Counter-Strike og Íslendingar í golfi
Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Facebook endurskoðar rafmyntaráform sín
Eftirlitsstofnanir og yfirvöld í ýmsum ríkjum hafa lýst áhyggjum af því að rafmyntir eins og Libra geti grafið undan fjármálakerfi heimsins og verið misnotaðar í þágu peningaþvættis.

Sigurjón með mynd um Bitcoin-málið í bígerð
Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi í Hollywood, undirbýr nú gerð heimildarmyndar um Bitcoin-málið svokallaða sem vakti heimsathygli árið 2018. Búist er við að tökur hefjist í apríl, meðal annars á Íslandi.

Samþykkt að Silk Road ávinningurinn fari í að efla búnað lögreglu
Alþingi hefur samþykkt að 355 milljónir krónur frá bandarískum yfirvöldum fyrir aðstoð við upprætingu umfangsmikilla fíkniefnaviðskipta á sölusíðunni Silk Road verði sett í sérstakan löggæslusjóð

Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum
Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir.

Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál
Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI.

ESB skoðar kosti þess að taka upp eigin rafmynt
Málið hefur komist á skrið eftir að Facebook kynnti í júní síðastliðnum áætlanir um rafmyntina Libra.

Bíða enn eftir Landsrétti
Bitcoin-málið svokallaða er ekki enn komið á dagskrá Landsréttar en dómur í málinu var kveðinn upp í janúar.

Fé fyrir Silk Road-rannsókn komið í nýjan löggæslusjóð
Bandarísk stjórnvöld hafa afhent íslenskum stjórnvöldum tæpar þrjár milljónir dollara vegna aðstoðar við upprætingu ólöglegu sölusíðunnar Silk Road. Síðan var hýst hér á landi. Féð, alls 355 milljónir króna, hefur þegar verið afhent. Því verður varið til rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi.

Húsgagnakaup í IKEA vekja heimsathygli
Viðskipti sem þessi geta dregið úr margvíslegum flækjum, og um leið kostnaði, fyrir íslensk fyrirtæki að sögn framkvæmdastjóra íslensks rafeyrisfyrirtækis.

Ástþór varar við netsvindli í hans nafni: „Þetta er algjör uppspuni frá rótum“
Ástþór Magnússon, fjárfestir og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, vill vekja athygli á falsfrétt sem er í dreifingu á Facebook og annars staðar á netinu þar sem hann er sagður vera Bitcoin-frumkvöðull og hafi hagnast mjög á viðskiptum með rafmyntina. Ástþór segir að um hreinan uppspuna sé að ræða

Raforkunotkun fyrir Bitcoin á við Sviss
Þrátt fyrir að fjöldi viðskipta með bitcoin sé aðeins brot af hefðbundnum fjármálahreyfingum fer meiri raforka í að knýja þau viðskipti en færslur allra banka heimsins, að sögn sérfræðings.

Gengi Bitcoin í hæstu hæðum
Gengi rafmyntarinnar Bitcoin er nú það hæsta sem það hefur verið í fimmtán mánuði en gengið fór upp um tíu prósent um helgina.

Glópagull og gagnaver
Um 90% af þeirri raforku sem gagnaver á Íslandi nota er ráðstafað í vinnslu rafmyntar, sérstaklega Bitcoin, sem með réttu má kalla glópagull.

Hakkarar halda Baltimore í gíslingu
Bíræfnir tölvuþrjótar halda nú mikilvægum kerfum Baltimore-borgar í gíslingu. Tölvuþrjótarnir tóku yfir um tíu þúsund tölvur á vegum borgarinnar og krefjast þeir að fá 13 einingar af rafrænu myntinni Bitcoin í lausnargjald.

Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu
Seðlabankar og stórfyrirtæki skoða hagnýtingu á bálkakeðjutækni með því að gefa út rafmyntir bundnar við lögeyri. Framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs segir tæknina geta breytt fjármálakerfinu.

GQ fjallar ítarlega um Bitcoin-málið: „Ég vildi bara gefa þeim fingurinn“
Ítarlega umfjöllun um Bitcoin-málið svokallaða, einn stærsta þjófnað Íslandssögunnar, má finna í apríl-tölublaði bresku útgáfu tísku- og lífstíls tímaritsins GQ. Þar er meðal annars rætt við Sindra Þór Stefánsson, sem flúði fangelsi til Svíþjóðar er málið var til rannsóknar lögreglu.

Reyna að hafa rafmynt af fólki með hótunum
Viðtakendur svindlpóstanna eru varaðir við því að senda svikahröppunum fjármuni.