
Kosningar 2017

Ásmundur og Halla efst á lista Framsóknar í NV-kjördæmi
Ásmundur Einar Daðason leiðir lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi í næstu alþingiskosningum. Halla Signý Kristjánsdóttir situr í öðru sæti

Þorgerður Katrín leiðir Viðreisn í Kraganum
Í öðru sæti er Jón Steindór Valdimarsson, alþingismaður og í því þriðja er Sigríður María Egilsdóttir, háskólanemi.

Þorsteinn segir ekki hafa verið tilefni til stjórnarslita
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir vonbrigði hvernig málinu hafi lyktað og segir Bjarta framtíð hafa mátt bíða með að „sprengja“ ríkisstjórnina.

Framboðslisti Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi samþykktur
Þorsteinn Bergsson leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í NA-kjördæmi.

Vilja hvorki taka velferðina að láni né efna til hennar með því að skattleggja þjóðina í drep
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar setti tóninn fyrir kosningabaráttuna á kosningahátíð flokksins í dag.

Blæs til stofnfundar Miðflokksins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson heldur ræðu á stofnfundi Miðflokksins á morgun.

Þórunn og Líneik fara fyrir Framsókn í Norðausturkjördæmi
Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmis samþykkti í dag framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar.

Sigurður Ingi leiðir lista Framsóknar í Suðurkjördæmi
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, mun leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

Edward Hákon Hujibens nýr varaformaður Vinstri grænna
Kosið var í embættið á landsfundi flokksins í dag og hlaut Edward 148 atkvæði en Óli Halldórsson hlaut 70 atkvæði.

Bjarni segir stefna í myndun vinstristjórnar
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir stefna í vinstristjórn undir forystu Vinstri grænna með stóraukinni útgjaldaaukningu og ríkisfjármálastefnu sem myndi leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs.

Benedikt fer fyrir Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Framboðslisti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi var kynntur í dag.

Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr en sá svo eftir því
Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar stakk upp á að bjóða upp lista með undirskrift Jóns Gnarr til að safna fé í kosningasjóði flokksins í færslu á samfélagsmiðlum sem hann hefur síðan eytt.

Bein útsending: Kosið um varaformann Vinstri grænna á landsfundi í dag
Hægt er að fylgjast með landsfundi Vinstri grænna í beinni útsendingu á Vísi.

Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna
Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn.

Hvar eru málefnin?
Kosningaumræðan hefur hingað til snúist um menn frekar en málefni. Það sem þó hefur ratað í umræðuna hefur frekar verið í slagorða- eða stikkorðastíl og lítið kjöt á beinunum.

Við erum það sem við kjósum
Ég hlaut einu sinni ákúrur fyrir að segja eftirfarandi sögu. Nýlegir atburðir hafa orðið til þess að ég sé mig knúna til að rifja hana upp.

Pólitísk réttarhöld
Flokkarnir eru í óðaönn að birta framboðslista sína. Þar kennir margra grasa eins og vanalega, reyndir stjórnmálamenn kveðja og nýir kveðja sér hljóðs, allt eftir kúnstarinnar reglum. Það er alltaf spennandi að fylgjast með nýju frambjóðendunum, hvernig standa þeir sig, hvað þeir hafa til málanna að leggja.

Guðfinna hætt í Framsókn og útilokar ekki framboð fyrir Miðflokkinn
Framsóknarflokkurinn situr uppi án borgarfulltrúa eftir að Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir tilkynnti um brotthvarf sitt úr flokknum í dag.

Katrín sendi Sjálfstæðisflokknum tóninn í setningarræðu á landsfundi Vinstri grænna
Gerum betur er slagorð Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í komandi kosningum en þeir halda landsfund sinn um helgina á Grand hótel í Reykjavík.

Hanna og Þorsteinn leiða Viðreisn í borginni
Listar Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum eru fléttaðir körlum og konum til jafns.

Bein útsending: Katrín Jakobsdóttir setur landsfund Vinstri grænna
Landsfundur Vinstri grænna fer fram um helgina á Grand hótel í Reykjavík.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Smáralind
Hægt er að greiða atkvæði á annari hæð í vesturenda hússins frá og með laugardeginum 7. október.

Ertu til í að vinna sex vikur á ári fyrir krónuna?
Þjóðin og krónan hafa fylgst að í gegnum þykkt um þunnt. Krónuvinir telja hana öllum miðlum betri – sannkallaðan vin í raun. En hún er sjaldan vinur allra á sama tíma heldur sveiflast hún eins og strá í vindi.

Augnablik – Skilaboð til landsfundar Vinstri grænna
Nýjar stjórnarskrár verða til í kjölfar áfalla. Það er söguleg staðreynd. Þá verða augnablik þar sem samfélög eru reiðubúin að líta í eigin barm af alvöru og einlægni og spyrja grundvallarspurninga: Hvers konar samfélag viljum við? Það gerðist í kjölfar Hrunsins á Íslandi.

Framsókn og ég
Ég hef verið með Framsóknarflokkinn á bakinu í 46 ár og er orðinn ansi þreyttur á honum. Ég er varla einn um þetta enda flokkurinn hundrað ára meinsemd og fólk streymir nú úr honum sem aldrei fyrr.

Föstudagsviðtalið: „Við erum bara svo andskoti leiðinleg“
Þórdís Kolbrún, Sigmundur og Björt ræða ólíka sýn á stjórnmálin, vaxandi ferðaþjónustu og sjálfkeyrandi bíla.

Listi framsóknarmanna í Reykjavík samþykktur
Lilja Dögg Alfreðsdóttir leiðir í suðri en Lárus Sigurður Lárusson í norðri.

Kosningaspjall Vísis: Frambjóðendur svara spurningum lesenda í beinni útsendingu
Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 9. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 28. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis.

Ungt fólk situr eftir
Við ungu fólki blasir ógnvekjandi staða.

Áhersluna þar sem álagið er mest
Það er deginum ljósara að fjármunum til vegagerðar verður að forgangsraða á þau svæði þar sem álagið og þar með ógn við umferðaröryggi landsmanna er hvað mest.