

Íslensk erfðagreining hefur lokið við að rannsaka höfuðskeljarnar sem fundust í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Mannerfðafræðingar fyrirtækisins kynna niðurstöður rannsóknarinnar á blaðamannafundi klukkan 13.
Mannerfðafræðingar Íslenskrar erfðagreiningar ætla að gera grein fyrir niðurstöðum rannsóknar á höfuðskel sem fannst í Ráðherrabústaðnum á morgun.
Í lögum um minjavernd nr. 80/2012 er fjallað um mannvirki og landslag sem er friðað. Í yfirliti um staði sem njóta slíkrar verndar eru nefndir „þingstaðir, meintir hörgar, hof og vé, brunnar, uppsprettur, álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð.“
Starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra mun kynna skýrslu sína um stöðumat á framkvæmd minjaverndar í landinu á fundi sem haldinn verður í Hannesarholti klukkan 11 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan.
Útlit er fyrir að menn hafi verið komnir til Ameríku þúsundum ára áður en hingað til hefur verið talið. Þetta sýna nýjar rannsóknir á steingerðum fótsporum manna frá botni forns stöðuvatns.
Íslenskir flugáhugamenn undirbúa núna afmælisveislu fyrir flugvél. Ein ástsælasta flugvél landsins varð nefnilega áttræð í gær og verður tímamótunum fagnað í Flugsafni Íslands á Akureyri um næstu helgi.
Hauskúpan sem fannst í Ráðherrabústaðnum í sumar er líklegast af smávaxinni konu og var mögulega notuð sem öskubakki.
Starfsfólk hjá Íslenskri erfðagreiningu hefur til rannsóknar brot úr höfuðkúpu sem fundust milli þilja í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum. Beinin eru illa farin en reynt verður að einangra DNA úr þeim til að rekja sig að eigandanum, ef hægt er.
Íslensk erfiðagreinin raðgreinir nú sýni úr beinunum sem fundust undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Kári Stefánsson segir það ekki góð örlög að enda þar. Hann segir það réttlætismál að komast að uppruna beinanna.
Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands.
Fornleifafræðinar í Ísrael tilkynntu í gær að fjögur 1.900 ára gömul rómversk sverð hefðu fundist í helli nærri Dauðahafinu. Sverðin þykja merkilega vel varðveitt eftir veruna í hellinum en auk þeirra fannst spjótsoddur, sem Rómverjar kölluðu pilum.
Rómverskt skipsflak fannst á um 160 metra dýpi í um áttatíu kílómetra fjarlægð frá ítölsku höfuðborginni Róm. Um er að ræða skip sem talið er að hafi sokkið fyrir meira en tvö þúsund árum síðan.
Enskur ferðamaður, sem skar á dögunum nafn sitt og kærustu sinnar á vegg ítalska hringleikahússins Kólosseum, segist ekki hafa gert sér grein fyrir aldri mannvirkisins. Hann hefur nú beðið borgarstjóra Rómarborgar afsökunar á athæfinu og segir það „vandræðalegt“ að hann hafi ekki verið meðvitaður um háan aldur Kólosseum.
Menningarmálaráðherra Ítalíu vill að ferðamanni sem skar nafn sitt og unnustu sinnar á vegg hringleikahússins Kolossum í Róm verði refsað. Myndband var tekið af manninum þar sem hann skar nafnið og það birt á samfélagsmiðlum.
Bátasmiðir voru í dag að leggja lokahönd á fyrsta áttæringinn sem smíðaður hefur verið á Íslandi í meira en öld. Máttarviðir bátsins eru afrakstur íslenskrar skógræktar.
Rúnar Leifsson, doktor í fornleifafræði, hefur verið settur tímabundið í embætti forstöðumanns Minjastofnunar Íslands. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur sett hann í embættið til eins árs.
Framkvæmdasýslan Ríkiseignir hafa birt auglýsingu um útboð framkvæmda við bæjarrústir Stangar í Þjórsárdal og er vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir í sumar.
Egypsk fornleifayfirvöld sviptu hulunni af nýuppgötvuðu og lokuðu hólfi í Pýramídanum mikla í Giza í gær. Óljóst er hver tilgangur hólfsins var en það er ekki aðgengilegt utan frá.
Vísindamenn á Páskaeyju í Kyrrahafi fundu undir lok febrúar nýja Moai-styttu. Styttan fannst ofan í eldfjallagíg en lítið stöðuvatn var ofan í gígnum áður.
Woods Hole Oceanographic Institution (WHOI) birti í gær rúmlega 80 mínútna langt myndband af skipsflaki Titanic. Myndefnið var tekið upp árið 1986, einungis ári eftir að staðsetning skipsflaksins fannst. Meirihluti myndefnisins hefur aldrei áður komið fyrir sjónir almennings.
Sviðsstjóri hjá Minjastofnun er hræddur um að illa verði komið fyrir húsvernd í landinu ef Minjastofnun verður undirsvið í mun stærri stofnun. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið starfsfólks Minjastofnunar í sameiningarferlinu. Minjavernd eigi miklu frekar heima í ráðuneyti menningarmála.
Fornleifafræðingar í Egyptalandi telja að 4.300 ára gömul múmía sé sú elsta sem fundist hefur í landinu. Múmían fannst á botni fimmtán metra langra jarðaganga í grafhýsi í Saqqara, nálægt höfuðborginni Kaíró.
Meira en öld eftir að Íslendingar hættu almennt að róa til fiskjar á áttæringum eru menn aftur teknir til við að smíða slíkt skip, og það úr íslenskum skógarvið. Tilgangurinn er að halda upp á menningararfinn.
Fornleifafræðingar í Noregi telja sig hafa fundið elsta rúnastein sögunnar. Steinninn er allt að tvö þúsund ára gamall en talið er að hann sé einn sá fyrsti sem norrænir menn reyndu að skrifa rúnir á.
Merkum flugsöguminjum, sem tengjast Geysisslysinu á Vatnajökli, hefur verið bjargað til byggða eftir að hafa legið uppi á hálendi í meira en sjötíu ár. Sonur Alfreðs Elíassonar, stofnanda Loftleiða, sótti gripina núna í vetrarbyrjun ásamt félaga sínum í þriggja daga leiðangri að rótum Síðujökuls.
Uppboðshúsið Christie's hefur hætt við að bjóða upp beinagrind grameðlu eftir að upp kom efi um hvort hún væri ekta eða eftirlíking. Talið var að beinagrindin myndi seljast á allt að 3,6 milljarða króna.
„Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk.
Vísindamenn hafa í fyrsta sinn fundið fjölskyldu Neanderdalsmanna á einum og sama staðnum. Uppgötvunin veitir meiri upplýsingar en nokkru sinni fyrr um samfélag þessa nána ættingja nútímamannsins.
Líkur eru taldar á að skírnarfontur Hóladómkirkju sé mun eldri en áður hefur verið talið og gæti verið sjöhundruð ára gamall og þar með elsti gripur kirkjunnar. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi Hólabiskup, veltir því upp hvort telja megi kirkjuna frá fjórtándu öld, miðað við elstu steinana í henni.
Sjávarfornleifafræðingar hafa staðfest að systurskip eins af þjóðargersemum Svíþjóðar hafi fundist á hafsbotni í Stokkhólmssundi. Skipið, sem ber nafnið Eplið eða Äpplet á sænsku, mun áfram hvíla á botni skerjagarðsins þar sem það hefur verið í um 370 ár.