Verndun og eyðilegging þjóðsagnastaða Jón Jónsson skrifar 20. nóvember 2023 10:30 Í lögum um minjavernd nr. 80/2012 er fjallað um mannvirki og landslag sem er friðað. Í yfirliti um staði sem njóta slíkrar verndar eru nefndir „þingstaðir, meintir hörgar, hof og vé, brunnar, uppsprettur, álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð.“ Staðir tengdir þjóðsagnahefð og þjóðtrú hafa augljósa sérstöðu, því þarna er um huglægan menningararf að ræða. Langflestir sögustaðir eru einfaldlega staðsettir í landslaginu, einmitt án þess að það sjáist á þeim nokkur ummerki sem staðfesta þjóðsöguna. Til að fornleifar séu friðaðar þurfa þær samkvæmt lögunum að vera 100 ára eða eldri. Það virðist ljóst að þetta á líka við um þjóðsagnastaði, munnmæli um þá þurfa að hafa verið skrásett fyrir meira en 100 árum til að þeir séu friðaðir. Það er þó ekki sjálfgefið að svo sé, enda eðli munnmæla að þau ganga frá manni til manns og bara örlítið brot af þjóðsagnaarfinum birtist í þjóðsagnasöfnum sem prentuð voru fyrir meira en öld. Topphóll eyðilagður Á þessu ári var Topphóll á jörðinni Dilksnesi, í nágrenni Hafnar í Hornafirði, sprengdur upp. Þetta var gert í þágu vegagerðar, efnistöku og umferðaröryggis. Í undirbúningsferlinu fyrir vegagerðina komu fram ábendingar um að heimildir væru um að hóllinn væri álfakirkja. Í örnefnaskrá fyrir Dilksnes frá árinu 1973 eftir Jón Björnsson segir um Topphól: „Hann er stuðlabergshóll og að ætlun manna álfakirkja.“ Fleiri vitnuðu um munnmæli og sagnir í sömu átt. Það kom einnig í ljós að mörgum heimamönnum þótti vænt um þetta kennileiti og fleirum fannst ástæðulaust að eyðileggja þessa fallegu náttúrusmíð. Fréttir birtust í fjölmiðlum og umræða varð á samfélagsmiðlum. Bæjarstjórnin lýsti yfir að hún harmaði að gildi Topphóls sem minjastaðar hefði ekki komið fram í fornleifaskráningu og vegna munnmælanna var gerð leit að eldri prentuðum þjóðsögnum en því sem birtist í örnefnaskránni. Þær fundust ekki, þótt fleiri vitnuðu um eldra fólk sem hafði þekkt og miðlað þessum munnmælum. Niðurstaðan varð sú að hóllinn var sprengdur upp og heyrir nú sögunni til. Hvað getum við lært? Getum við lært eitthvað af þessu dæmi um Topphól? Er með einhverjum hætti hægt að bæta regluverkið og stjórnsýsluna? Í nýrri skýrslu um Minjavernd sem unnin var fyrir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kemur fram að ný lög um minjavernd séu í undirbúningi. Í slíku ferli gefast stofnunum, fræðifólki og almenningi tækifæri til að koma fram með ábendingar. Af grein sem birtist á vef Minjastofnunar sem gaf álit um hólinn má ráða, að ef til hefði verið 100 ára gömul pappírsútgáfa munnmælanna um að Topphóll væri talinn álfakirkja, þá hefði það dugað til að vernda hólinn. Minjastofnun bendir einnig á í lokaorðum greinarinnar að best hefði verið að vernda Topphól með svokallaðri hverfisvernd í aðalskipulagi. Kannski þarf að gera átak í slíkri verndun um land allt og koma álagablettum, álfakirkjum og dvergasteinum þannig í skjól. Ef við viljum vernda þá. Og það er alveg hægt að gera þetta. Í Grundarfirði er t.d. nýlegt skipulag þar sem gert er ráð fyrir huldufólksbyggð inni í bænum. Átak í grunnskráningu fornminja Ein lausnin hlýtur að vera átak í skráningu. Það er beinlínis skammarlegt að ekki skuli vera búið að ljúka grunnskráningu fornminja um land allt. Landmikil en fámenn sveitarfélög hafa mörg ekki lokið þeirri vinnu, þó að í minjalögum segi: „Skráning fornleifa, húsa og mannvirkja skal fara fram áður en gengið er frá aðalskipulagi eða deiliskipulagi.“ Úr þessu verður að bæta og til þess þarf átaksverkefni. Fornleifaskráning um land allt er algjört lykilatriði og það þarf jafnframt að vera opin leið fyrir almenning til að koma ábendingum um viðbætur á framfæri við eldri skráningar, að virkja almenning til þátttöku. Um leið þarf að nálgast fornleifaskráninguna með þverfaglegri hætti en gert hefur verið, þarna þarf sérfræðikunnáttu bæði þjóðfræðinga og fornleifafræðinga. Lykilhugtakið virðing Fyrir aldarfjórðung kom út merkileg fræðigrein eftir Valdimar Tr. Hafstein nú prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands sem bar yfirskriftina Respect fyrir steinum: Álfatrú og náttúrusýn. Þar er fjallað um samspil náttúruverndar og álfatrúar og Valdimar segir að virki hlutinn af trú á tilvist huldufólks á þeim tímum sé virðing fyrir huldubyggðum í klettum og steinum. Ný könnun sem Terry Gunnell prófessor emeritus í þjóðfræði gerði í sumar staðfestir svo enn á ný að meirihluti fólks er ekki tilbúið að afneita tilvist huldra vætta. Yfir helmingur þátttakenda telur tilvist huldufólks mögulega, líklega eða örugga. Síðasta áratug höfum við Dagrún Ósk Jónsdóttir, doktor í þjóðfræði, safnað og rannsakað sögur af álagablettum á Ströndum og rætt um þær við allskonar fólk, m.a. landeigendur og bændur sem sýndu okkur álagastaði í sinni landareign. Í þeirri rannsókn kom vel í ljós hversu marglaga og flókin þessi hugmynd um virðingu er og hversu mikið lykilhugtak er hér á ferðinni. Þarna er nefnilega ekki bara um að ræða virðingu og trú á tilvist huldra vætta, sú hugmynd þarf ekkert endilega að vera fyrir hendi til að fólk beri virðingu fyrir þjóðsagnastöðum og þyki vænt um þá. Stundum snýr virðingin einfaldlega að sögustöðum, gömlum sögnum og þjóðsögum. Stundum tengist hún líka væntumþykju til náttúrunnar og er samtvinnuð náttúruverndarhugmyndum. Loks sögðu sumir viðmælendur okkar að það væri sjálfsagt að bera virðingu fyrir hugmyndum þeirra sem tryðu á tilvist huldufólksins og segðust sjá slíkar verur, þótt það væri sjálft efins um tilvist þeirra og hefði aldrei séð neitt slíkt. Vöndum til verka Mikilvægast til að bæta stöðu mála er að vinna að skráningarátaki, til að hægt sé að tryggja að fagleg vinnubrögð við undirbúning framkvæmda byggi á þekkingu og yfirsýn. Þetta á við um grunnskráningu fornminja í landslaginu, en líka þarf nýtt átak við skráningu munnmæla í samtímanum og frekari kortlagningu á þeim þjóðsagnaarfi sem þegar er aðgengilegur í bókum, handritum og gagnasöfnum. Höfundur er þjóðfræðingur og starfar hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Ströndum – Þjóðfræðistofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fornminjar Stjórnsýsla Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í lögum um minjavernd nr. 80/2012 er fjallað um mannvirki og landslag sem er friðað. Í yfirliti um staði sem njóta slíkrar verndar eru nefndir „þingstaðir, meintir hörgar, hof og vé, brunnar, uppsprettur, álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð.“ Staðir tengdir þjóðsagnahefð og þjóðtrú hafa augljósa sérstöðu, því þarna er um huglægan menningararf að ræða. Langflestir sögustaðir eru einfaldlega staðsettir í landslaginu, einmitt án þess að það sjáist á þeim nokkur ummerki sem staðfesta þjóðsöguna. Til að fornleifar séu friðaðar þurfa þær samkvæmt lögunum að vera 100 ára eða eldri. Það virðist ljóst að þetta á líka við um þjóðsagnastaði, munnmæli um þá þurfa að hafa verið skrásett fyrir meira en 100 árum til að þeir séu friðaðir. Það er þó ekki sjálfgefið að svo sé, enda eðli munnmæla að þau ganga frá manni til manns og bara örlítið brot af þjóðsagnaarfinum birtist í þjóðsagnasöfnum sem prentuð voru fyrir meira en öld. Topphóll eyðilagður Á þessu ári var Topphóll á jörðinni Dilksnesi, í nágrenni Hafnar í Hornafirði, sprengdur upp. Þetta var gert í þágu vegagerðar, efnistöku og umferðaröryggis. Í undirbúningsferlinu fyrir vegagerðina komu fram ábendingar um að heimildir væru um að hóllinn væri álfakirkja. Í örnefnaskrá fyrir Dilksnes frá árinu 1973 eftir Jón Björnsson segir um Topphól: „Hann er stuðlabergshóll og að ætlun manna álfakirkja.“ Fleiri vitnuðu um munnmæli og sagnir í sömu átt. Það kom einnig í ljós að mörgum heimamönnum þótti vænt um þetta kennileiti og fleirum fannst ástæðulaust að eyðileggja þessa fallegu náttúrusmíð. Fréttir birtust í fjölmiðlum og umræða varð á samfélagsmiðlum. Bæjarstjórnin lýsti yfir að hún harmaði að gildi Topphóls sem minjastaðar hefði ekki komið fram í fornleifaskráningu og vegna munnmælanna var gerð leit að eldri prentuðum þjóðsögnum en því sem birtist í örnefnaskránni. Þær fundust ekki, þótt fleiri vitnuðu um eldra fólk sem hafði þekkt og miðlað þessum munnmælum. Niðurstaðan varð sú að hóllinn var sprengdur upp og heyrir nú sögunni til. Hvað getum við lært? Getum við lært eitthvað af þessu dæmi um Topphól? Er með einhverjum hætti hægt að bæta regluverkið og stjórnsýsluna? Í nýrri skýrslu um Minjavernd sem unnin var fyrir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kemur fram að ný lög um minjavernd séu í undirbúningi. Í slíku ferli gefast stofnunum, fræðifólki og almenningi tækifæri til að koma fram með ábendingar. Af grein sem birtist á vef Minjastofnunar sem gaf álit um hólinn má ráða, að ef til hefði verið 100 ára gömul pappírsútgáfa munnmælanna um að Topphóll væri talinn álfakirkja, þá hefði það dugað til að vernda hólinn. Minjastofnun bendir einnig á í lokaorðum greinarinnar að best hefði verið að vernda Topphól með svokallaðri hverfisvernd í aðalskipulagi. Kannski þarf að gera átak í slíkri verndun um land allt og koma álagablettum, álfakirkjum og dvergasteinum þannig í skjól. Ef við viljum vernda þá. Og það er alveg hægt að gera þetta. Í Grundarfirði er t.d. nýlegt skipulag þar sem gert er ráð fyrir huldufólksbyggð inni í bænum. Átak í grunnskráningu fornminja Ein lausnin hlýtur að vera átak í skráningu. Það er beinlínis skammarlegt að ekki skuli vera búið að ljúka grunnskráningu fornminja um land allt. Landmikil en fámenn sveitarfélög hafa mörg ekki lokið þeirri vinnu, þó að í minjalögum segi: „Skráning fornleifa, húsa og mannvirkja skal fara fram áður en gengið er frá aðalskipulagi eða deiliskipulagi.“ Úr þessu verður að bæta og til þess þarf átaksverkefni. Fornleifaskráning um land allt er algjört lykilatriði og það þarf jafnframt að vera opin leið fyrir almenning til að koma ábendingum um viðbætur á framfæri við eldri skráningar, að virkja almenning til þátttöku. Um leið þarf að nálgast fornleifaskráninguna með þverfaglegri hætti en gert hefur verið, þarna þarf sérfræðikunnáttu bæði þjóðfræðinga og fornleifafræðinga. Lykilhugtakið virðing Fyrir aldarfjórðung kom út merkileg fræðigrein eftir Valdimar Tr. Hafstein nú prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands sem bar yfirskriftina Respect fyrir steinum: Álfatrú og náttúrusýn. Þar er fjallað um samspil náttúruverndar og álfatrúar og Valdimar segir að virki hlutinn af trú á tilvist huldufólks á þeim tímum sé virðing fyrir huldubyggðum í klettum og steinum. Ný könnun sem Terry Gunnell prófessor emeritus í þjóðfræði gerði í sumar staðfestir svo enn á ný að meirihluti fólks er ekki tilbúið að afneita tilvist huldra vætta. Yfir helmingur þátttakenda telur tilvist huldufólks mögulega, líklega eða örugga. Síðasta áratug höfum við Dagrún Ósk Jónsdóttir, doktor í þjóðfræði, safnað og rannsakað sögur af álagablettum á Ströndum og rætt um þær við allskonar fólk, m.a. landeigendur og bændur sem sýndu okkur álagastaði í sinni landareign. Í þeirri rannsókn kom vel í ljós hversu marglaga og flókin þessi hugmynd um virðingu er og hversu mikið lykilhugtak er hér á ferðinni. Þarna er nefnilega ekki bara um að ræða virðingu og trú á tilvist huldra vætta, sú hugmynd þarf ekkert endilega að vera fyrir hendi til að fólk beri virðingu fyrir þjóðsagnastöðum og þyki vænt um þá. Stundum snýr virðingin einfaldlega að sögustöðum, gömlum sögnum og þjóðsögum. Stundum tengist hún líka væntumþykju til náttúrunnar og er samtvinnuð náttúruverndarhugmyndum. Loks sögðu sumir viðmælendur okkar að það væri sjálfsagt að bera virðingu fyrir hugmyndum þeirra sem tryðu á tilvist huldufólksins og segðust sjá slíkar verur, þótt það væri sjálft efins um tilvist þeirra og hefði aldrei séð neitt slíkt. Vöndum til verka Mikilvægast til að bæta stöðu mála er að vinna að skráningarátaki, til að hægt sé að tryggja að fagleg vinnubrögð við undirbúning framkvæmda byggi á þekkingu og yfirsýn. Þetta á við um grunnskráningu fornminja í landslaginu, en líka þarf nýtt átak við skráningu munnmæla í samtímanum og frekari kortlagningu á þeim þjóðsagnaarfi sem þegar er aðgengilegur í bókum, handritum og gagnasöfnum. Höfundur er þjóðfræðingur og starfar hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Ströndum – Þjóðfræðistofu.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar