Brim

Fréttamynd

Ís­lensk stjórn­völd stundum „eins og eyði­land í Evrópu,“ segir for­stjóri Brims

Forstjóri og aðaleigandi Brims gagnrýnir íslensk stjórnvöld, sem hann segir að séu eins og „eyðiland“ í Evrópu, fyrir að neita að ræða við Rússland um nýtingu á veiðirétti Íslands í Barentshafi. Fyrirtækið skilaði metafkomu í fyrra samhliða hagstæðum markaðsaðstæðum fyrir sjávarafurðir og horfur fyrir þetta ár líta „þokkalega út.“

Innherji
Fréttamynd

Hefur engu við yfirlýsinguna að bæta

Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims hf hefur engu við yfirlýsingu, sem send var frá almannatengslafyrirtæki fyrir hönd félagsins, að bæta. Allt hafi komið fram í henni sem snýr að málinu. Kona sjómannsins segist ósátt með „ópersónulega“ yfirlýsingu. 

Innlent
Fréttamynd

„Manni finnst í raun og veru þessi framkoma hryllilega skítleg“

Sjómanni sem starfað hefur hjá útgerðinni Brimi í um áratug var greint frá því nú á miðvikudag að hann muni ekki getað hafið störf aftur á skipinu sem hann hefur starfað á þegar skipið kemur úr slipp. Það gerist í kjölfar þess að hann skilaði inn veikindavottorði vegna áfalls sem hann varð fyrir þegar ráðist var inn á heimili vinahjóna hans með þeim afleiðingum að konan lést og besti vinur hans var hætt kominn.

Innlent
Fréttamynd

Brim kaupir aukinn kvóta og nýtt skip

Brim hf. hefur gengið frá samkomulagi við Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. um kaup á félaginu RE 27 ehf. en eignir þess eru frystitogarinn Sólborg RE og veiðiheimildir. Markmið viðskiptanna er sagt vera að efla uppsjávarsvið Brims og styrkja uppsjávarvinnslu félagsins á Vopnafirði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leiguverð aflaheimilda þorsks hækkar um 50 prósent milli ára

Leiguverð á aflaheimildum helstu bolfisktegunda hefur hækkað töluvert frá síðasta ári, að því er kemur fram í gögnum Fiskistofu. Meðalleiguverð aflamarks þorsks á síðasta ári var ríflega 405 krónur fyrir hvert kíló. Það er um það bil 50% hærra verð en meðalverð síðasta árs. Leiguverð aflaheimilda ýsu og ufsa hefur einnig hækkað töluvert.

Innherji
Fréttamynd

Hækkun veiðigjalds eykur hagræðingu og samþjöppun, segir greinandi

Hækkun veiðigjalds mun „líklega bitna á þeim sem síst skildi og þeim sem gjaldið er mögulega ætlað að verja,“ að sögn íslensks greinanda. Sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi séu verðþegar á risastórum alþjóðlegum markaði og í harðri samkeppni við fiskeldi sem er síður háð duttlungum náttúrunnar. Framboð fiskeldisfyrirtækja er stöðugt og þau eru því með forskot á íslenskan sjávarútveg.

Innherji
Fréttamynd

Hluthafar stundum „fullfljótir að taka eigið fé út úr félögum,“ segir forstjóri Brims

Forstjóri og langsamlega stærsti eigandi Brims segist ekki vera fylgjandi því að nýta sterka fjárhagsstöðu sjávarútvegsrisans með því að ráðast í sérstakar aðgerðir til að greiða út umfram eigið fé félagsins til hluthafa. Skuldahlutfall Brims hefur sjaldan eða aldrei verið lægra en nú og handbært fé fyrirtækisins var um 20 milljarðar króna um mitt þetta ár.

Innherji
Fréttamynd

Brim stofnar Stiku umhverfislausnir ásamt meðfjárfestum

Sjávarútvegsfélagið Brim hefur stofnað nýtt félag ásamt Bjarna Ármannssyni, forstjóra Iceland Seafood International, og Magnúsi Júlíussyni, stjórnarmanni í Festi, sem mun vinna að þróun hugbúnaðarlausna fyrir umhverfisútreikninga fyrirtækja.

Innherji
Fréttamynd

Markaðir rétta úr kútnum, Brim hækkar um meira en 11 prósent

Eftir einn svartasta dag í Kauphöllinni frá fjármálahruninu 2008 varð mikill viðsnúningur á hlutabréfamörkuðum í dag og hækkaði Úrvalsvísitalan um rúmlega 3,6 prósent eftir að hafa fallið um nærri 6 prósent daginn áður. Öll félögin á aðalmarkaði hækkuðu í verði, mest Brim, en gengi bréfa sjávarútvegsfélagsins hækkaði um 11,5 prósent og hefur virði þess á markaði aldrei verið meira.

Innherji
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkurinn þarf aðeins að stoppa

Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims hefur áhyggjur af sjálfstæði Íslands og segir að honum hafi til að mynda litist afskaplega illa á þriðja orkupakkann á sínum tíma. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að doka við og spyrja sig fyrir hvað hann stendur, segir útgerðarmaðurinn.

Innlent
Fréttamynd

Guðmundur kaupir þrjú þúsund bækur

Forstjóri Brims segir fyrirtæki landsins ekki gera nóg til að efla íslenskukunnáttu starfsfólks síns. Hann er uggandi um stöðu tungumálsins og var að enda við að gefa eina stærstu bókagjöf á Íslandi um langt skeið.

Innlent