Viðskipti innlent

Kaupa 2,9 milljarða króna frysti­togara

Eiður Þór Árnason skrifar
Frystitogarinn Tuukkaq er 66,4 metra langur og 14,6 metra breiður.
Frystitogarinn Tuukkaq er 66,4 metra langur og 14,6 metra breiður. Brim

Sjávarútvegsfyrirtækið Brim hefur fest kaup á frystitogaranum Tuukkaq frá Grænlandi. Kaupverð er sagt vera 148 milljónir danskra króna, eða tæpir 2,9 milljarðar íslenskra króna.

Í framhaldinu verður frystitogarinn Örfirisey RE-4 seldur. Greint er frá þessu á vef Brims og að skipið hafi verið keypt af Tuukkaq Trawl AS, hlutdeildarfélagi grænlenska sjávarútvegsfyrirtækisins Royal Greenland AS. Frystitogarinn var smíðaður árið 2001 í Noregi og er sagður 66,4 metra langur og 14,6 metra breiður.

Fyrirhugað er að hann fari til veiða við Íslandsstrendur í september undir nafninu Þerney RE-3. Á dögunum var greint frá því að alls 31 starfsmaður missi vinnuna við sameiningu fiskvinnslu Brims í Hafnarfirði og Reykjavík. Starfsfólki hefur verið boðin vinna í Reykjavík en ólíklegt er að allir fái vinnu.


Tengdar fréttir

Ekki víst að allir haldi vinnunni hjá Brim

Alls missir 31 vinnuna við sameiningu fiskvinnslu Brims í Hafnarfirði og Reykjavík. Starfsfólki hefur verið boðin vinna í Reykjavík en ólíklegt er að allir fái vinnu. Formaður stéttarfélags segir fólk hafa tekið uppsögninni ágætlega og hafi líklega búist við þessu. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×