Kauphöllin

Fréttamynd

Telur að Kvik­a greið­i út um fimm­tán millj­arð­a við söluna á TM

Söluverð Kviku á TM var í samræmi við væntingar hlutabréfagreinenda sem telur að Kvika verði „sterkari“ eftir söluna en segir slæmt að fjárþurfa ríkissjóður sé með þessum kaupum Landsbankans að „dæla peningum inn í hagkerfið með vinstri hendinni.“ Sjóðstjóri reiknar með að Kvika muni greiða út um fimmtán milljarða samhliða sölunni í formi arðgreiðslna eða endurkaupum á eigin bréfum og hluthafar fái því ríflegan hluta söluverðsins til sín.

Innherji
Fréttamynd

Kvika tók kipp

Gengi hlutabréfa Kviku banka hækkaði um tæplega fjögur prósent í fyrstu viðskiptum eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni klukkan 9:30 í morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forstjóraskipti hjá Play

Stjórn Fly Play hf. og forstjóri félagsins, Birgir Jónsson, hafa í dag gert samkomulag um starfslok hans. Einar Örn Ólafsson, núverandi stjórnarformaður félagsins, tekur við sem forstjóri PLAY.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gagn­rýnir sér­ís­lenskt kerfi þar sem líf­eyris­sjóðum er leyft að móta veru­leikann

Hjörleifur Pálsson, sem hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja í Kauphöllinni um árabil, fer hörðum orðum um þá þróun sem hefur orðið ofan á með tilnefningarnefndir og telur að þar hafi forsvarsmenn skráðra félaga „almennt sofið fljótandi að feigðarósi.“ Ekki sé hægt að aftengja stjórnir og hluthafa starfi nefndanna, eins og er að gerast, en þannig er búið að eftirláta völdin öllum öðrum en þeim sem hafa reynslu af rekstri og stjórnun skráðra félaga. 

Innherji
Fréttamynd

Líf­eyris­sjóðir opin­berra starfs­manna studdu ekki kaup­réttar­kerfi Regins

Tvær stærstu hluthafar Regins, lífeyrissjóðirnir LSR og Brú, greiddu ekki atkvæði með tillögu stjórnar fasteignafélagsins um innleiðingu á kaupréttarkerfi fyrir lykilstjórnendur sem var kynnt fjárfestum í aðdraganda aðalfundar fyrr í vikunni. Ekki náðist nægjanlegur meirihlutastuðningur fyrir tillögunni eftir að lífeyrissjóðurinn Gildi bókaði andstöðu við kaupréttarsamningana og taldi rétt að hluthafar myndu taka afstöðu til helstu skilmála þegar slík kerfi væru tekin upp.

Innherji
Fréttamynd

Til­nefningar­nefndir kjósa ekki stjórn

Á undanförnum árum hefur orðið mikil og jákvæð þróun á sviði tilnefningarnefnda á Íslandi. Reynslan er í flestum tilvikum góð en þó ekki án áskorana, eins og mátti búast við. Gagnrýnisraddir hafa heyrst um að nefndirnar hafi í reynd tekið yfir vald hluthafafundar til að velja stjórnir félaga. Mikilvægt er í því samhengi að huga að hlutverki tilnefningarnefnda.

Innherji
Fréttamynd

Sala á Ís­lands­banka myndi auka líkur á upp­færslu hjá vísi­tölu­fyrir­tækjum

Verði af áformum stjórnvalda um að hefja að nýju söluferli á hlutum ríkisins í Íslandsbanka ætti það að hjálpa íslenska hlutabréfamarkaðinum við að færast hærra upp í gæðaflokkunarstiga hjá alþjóðlegum vísitölufyrirtækjum, að sögn Kauphallarinnar. Stjórnendur hennar viðurkenna að almennt útboð við söluna, eins og lagt er til í þetta sinn, sé „flóknara í framkvæmd“ heldur en tilboðsfyrirkomulag en hafi á móti þann kost að auka frekar þátttöku almennings í hlutabréfaviðskiptum.

Innherji
Fréttamynd

Far­þegum fjölgaði um 66 prósent

Flugfélagið Play flutti 106.042 farþega í nýliðnum febrúar og er um að ræða 66 prósenta aukningu frá febrúar á síðasta ári. Sætanýting í síðasta mánuði var 81 prósent, samanborið við 76,9 prósent í febrúar í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

LSR setti öll sín at­kvæði á Guð­jón í stjórnar­kjörinu hjá Festi

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, stærsti hluthafinn í Festi, greiddi fráfarandi forstjóra Reita öll atkvæði sín í stjórnarkjöri smásölurisans á hitafundi sem fór fram í morgun. Djúpstæð gjá hefur myndast milli stærstu einkafjárfestanna í hluthafahópi Festar og sumra lífeyrissjóða, sem beittu sér gegn því að fulltrúi þeirra færi í stjórn, en hlutabréfaverð félagsins féll um þrjú prósent í dag og hefur ekki verið lægra á þessu ári.

Innherji
Fréttamynd

„Aldrei orðið vitni að öðrum eins vinnu­brögðum og beinni í­hlutun líf­eyris­sjóða“

Frambjóðandi til stjórnar úr röðum stærstu einkafjárfesta Festar fór hörðum orðum um starfshætti tveggja stórra lífeyrissjóða, sem höfðu lýst yfir óánægju sinni með tilnefningu hans til stjórnar, í ræðu á aðalfundi og sagðist aldrei hafa upplifað önnur eins vinnubrögð og beina íhlutun af hálfu stofnanafjárfesta. Sakaði Þórður Már Jóhannesson, sem dró framboð sitt til baka á fundinum, sjóðina meðal annars um nýta sér glufu í lögum um kynjakvóta sem tæki í „valdabaráttu“ sinni við stjórnarkjörið.

Innherji
Fréttamynd

Hætta á að kosning á grund­velli að­eins hæfis­mats skili „of eins­leitri“ stjórn

Tilnefningarnefnd Arion varar við því að farin sé sú leið, sem meðal annars framkvæmdastjóri LSR hefur kallað opinberlega eftir, að einvörðungu sé framkvæmt hæfismat á frambjóðendum til stjórnarkjörs enda sé hætta á því að kosning myndi þá ekki skila nauðsynlegri fjölhæfni og þekkingu innan stjórnar. Hún segist hins vegar hafa skilning á því ef stórir hluthafar, sem „ekki hafa fylgst með“ tilnefningarferlinu, finnist skorta á gagnsæi þegar ítrekað sé sjálfkjörið í stjórnir félaga.

Innherji
Fréttamynd

Búast við að Al­vot­ech nái „veru­legri“ markaðs­hlut­deild eftir sam­þykki FDA

Erlendir og innlendir greinendur hafa hækkað talsvert verðmat sitt á Alvotech eftir að félagið hlaut markaðsleyfi í Bandaríkjunum og vegna tímabundins einkaréttar er líftæknilyfjafyrirtækið, ásamt samstarfsaðila sínum Teva, sagt vera í stöðu til að ná „verulegri“ markaðshlutdeild þar í landi í nálægri framtíð með sölu á hliðstæðu við Humira, að mati fjárfestingabankans Barclays. Með blessun FDA á framleiðsluaðstöðu Alvotech er talið að félagið muni í framhaldinu eiga auðveldara um vik að fá samþykki fyrir fleiri lyf á mikilvægasta markaði heims.

Innherji
Fréttamynd

Skil­virkara CAPE-hlut­fall eftir fjölgun fé­laga í Úr­vals­vísi­tölunni

Með aðstoð Kóða og Nasdaq hafa janúar- og febrúargildi CAPE og VH-hlutfallsins verið birt fyrir Úrvalsvísitöluna OMXI15. Við lokun viðskipta á síðasta viðskiptadegi febrúar endaði virði Úrvalsvísitölunnar á móti hagsveifluleiðréttum hagnaði, svonefnt CAPE-hlutfall, í tæplega 28 og hefur því lækkað lítillega frá áramótum.

Innherji
Fréttamynd

Há­stökk Alvotech fyrir bí

Fjórða daginn í röð lækkar verð á bréfum í Alvotech eftir hástökkið á mánudaginn þegar verðið hækkaði um ellefu prósent. Það er nú lægra en það var áður en matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna veitti fyrirtækinu langþráð leyfi síðastliðna helgi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hafa tryggt sér fjóra milljarða

Play hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði fjögurra milljarða króna í heildina vegna hlutafjáraukningar sem unnið hefur verið að. Fjórir milljarðar var lágmark hlutafjáraukningarinnar og er hún nú háð leyfis hluthafa. Fáist það stendur til að auka hlutaféð á aðalfundi félagsins þann 21. mars.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skagi inn í Kaup­höllina í stað VÍS

Skagi er nýtt móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar. Framtíðarskipulag samstæðunnar hefur verið kynnt og samþykkt af hluthöfum með tilfærslu tryggingareksturs í dótturfélag. Skagi verður skráða félagið í félagið í Kauphöll Íslands, sem áður var undir merkjum VÍS. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hafa fundið mikið magn nikkels og kopars á Suður-Græn­landi

Amaroq Minerals Ltd. hefur fundið umfangsmikið magn nikkels og kopars við leit í Stendalen á Suður-Grænlandi. Er um að ræða 140 metra þykkt lag af því sem kallað er „disseminated“ kviku súlfíð sem inniheldur kopar, nikkel og kóbalt. Efnin fundust í stóru innskoti í tilraunaborholu í Stendalen.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjár­festar virðast enn hafa „litla trú“ á við­snúningi í rekstri Kviku

Á síðustu fjórðungum hefur „fátt ef eitthvað“ fallið með rekstrinum hjá Kviku og miðað við markaðsvirði bankans, sem er með TM í söluferli, eru væntingar fjárfesta til framhaldsins „mjög hófstilltar,“ að sögn forstjóra Stoða sem telur að undirliggjandi hagnaður eigi að geta tvöfaldast. Fjárfestingafélagið, sem er ráðandi hluthafi í First Water, segir eldið hafa gengið „vonum framar“ í fyrsta fasa og útlit sé fyrir að heildarframleiðsla landeldisfyrirtækisins verði töluvert meiri en áður var talið.

Innherji
Fréttamynd

Ó­tíma­bær birting inn­herja­upp­lýsinga

Pólitísk samstaða náðist nýlega á vettvangi Evrópusambandsins um aðgerðir sem ætlað er að skjóta styrkari stoðum undir evrópska verðbréfamarkaði sem hafa átt erfitt uppdráttar í samkeppni sinni við bandaríska markaði undanfarin ár.

Innherji
Fréttamynd

Sýnileikadagur FKA: „Mikið er hún góð þessi!“

„Ein sem ég þekki ákvað til dæmis eitt sinn að taka svolítið karlana á þetta, bjóða þeim í einn og einn golfhring. Og hvað gerðist? Jú, strax eftir fyrsta höggið var viðmótið öðruvísi og hún sá hvernig svipurinn á andlitinu á þeim breyttist í: Mikið er hún góð þessi!“segir Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir og hlær.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Hagnaður Nova tók stökk

Nova Klúbburinn hf. hagnaðist um 729 milljónir á síðasta ári og var það aukning um 35 prósent milli ára. Tekjur fyrirtækisins á síðasta ári voru tæpir þrettán milljarðar og jukust um þær um 2,8 prósent frá 2023.

Viðskipti innlent