Molinn

Fréttamynd

Grínarar í golfi

Það væru eflaust margir til í að halda á golftöskunum hjá tveimur glaðbeittum golfkeppendum sem etja kappi á Grafarholtsvelli í dag. Þetta eru nefnilega þeir Þórhallur Sigurðsson, eða Laddi, og Jörundur Guðmundsson, sem reyndar hefur ekki komið fram lengi en var meðal vinsælustu grínista og eftirhermum landsins á áttunda og níunda áratugnum. Töskuberinn gæti örugglega fengið að heyra í Eiríki Fjalari og gömlum stjórnmálamönnum milli högga.

Lífið
Fréttamynd

Atli kynnir bjarta framtíð

Atli Fannar Bjarkason hefur tekið við starfi kosningastjóra Bjartrar framtíðar, sem er framboð Guðmundar Steingrímssonar og Heiðu Kristínar Helgadóttur.

Lífið
Fréttamynd

Sveitabrúðkaup hjá fjölmiðlapari

Fjölmiðlaparið Þórhildur Ólafsdóttir og Sveinn Halldór Guðmarsson gengu í það heilaga um helgina að viðstöddum vinum og vandamönnum. Þau starfa bæði á fréttastofu Ríkissjónvarpsins. Parið bauð til veislu vestur í Grundarfirði en Þórhildur á ættir sínar að rekja þangað. Það var svo systir brúðgumans, sr. Sigríður Guðmarsdóttir, sem pússaði parið saman. Veislustjórar voru Katrín Bessadóttir og Ásmundur Haraldsson og var gleðin víst við völd fram eftir nóttu í sveitinni.

Lífið
Fréttamynd

Athyglisverður borgarstjóri

Slúðursíðan Dlisted.com hrósar Jóni Gnarr fyrir þátttöku í gleðigöngunni sem fram fór á laugardag. Borgarstjórinn klæddi sig í kjól og huldi andlit sitt með lambhúshettu áþekkri þeirri er meðlimir pönksveitarinnar Pussy Riot skarta á tónleikum.

Lífið
Fréttamynd

Hékk með Töru Reid

Íslenski söngvarinn Daníel Óliver kom fram á Stockholm Pride síðastliðinn laugardag og í vikunni setti hann mynd inn á Facebook-síðu sína.

Lífið
Fréttamynd

Stiller vill fá Íslendinga

Fyrirsætufyrirtækið Eskimo-Casting á Íslandi leitar nú logandi ljósi að íslensku sjósunds- og þríþrautarfólki fyrir hönd kvikmyndafyrirtækisins Fox Studios.

Lífið
Fréttamynd

Björk vinnur með Attenborough

Björk Guðmundsdóttir hefur hafið samstarf við náttúrulífsmyndafrömuðinn David Attenborough um gerð heimildarmynda um sögu tónlistar. Þættirnir munu bera nafnið Eðli tónlistar (e. The Nature of Music) og verða sýndir á Channel 4 í Bretlandi, að því er fram kemur á vef breska blaðsins Guardian.

Lífið
Fréttamynd

Gylfi í New York Times

Vegleg umfjöllun um knattspyrnukappann Gylfa Sigurðsson birtist á vef dagblaðsins New York Times í gær. Tilefnið er ferð Tottenham til New York þar sem liðið lék æfingaleik á móti Red Bulls og lét mæla sig út fyrir tölvuleikinn FIFA 13, sem kemur út síðar í ár. Gylfi skoraði glæsilegt mark í leiknum og er því lýst í smáatriðum í greininni. Blaðamaður Times fer fögrum orðum um Gylfa ásamt því að velta fyrir sér hvernig jafnlítil þjóð geti átt svo marga afreksmenn í fótbolta, þrátt fyrir að hafa aldrei komist á stórmót.

Lífið
Fréttamynd

Framtíðin í tísku hjá Sólveigu

Sólveig Káradóttir, fyrirsæta og sálfræðingur, segir í viðtali við vefsíðuna Shopghost.com að hana langi til að reyna fyrir sér í tískubransanum í framtíðinni. Viðtalið er tekið að því tilefni að Sólveig giftist syni bítilsins George Harrison, Dhani Harrison, í byrjun júní. Þá segir Sólveig að hún hafi haft taugar til tískuheimsins síðan hún vann í versluninni 17 þegar hún var unglingur. Einnig uppljóstar Sólveig að um leið og hún sé snúin aftur frá brúðakaupsferðalaginu sínu ætli hún að einbeita sér að nokkrum spennandi verkefnum tengdum tísku en vill ekki fara nánar út í þá sálma.

Lífið
Fréttamynd

Ótrúlegur árangur

Myndband hljómsveitarinnar Of Monsters and Men við lagið Little Talks hefur verið tilnefnt til MTV-verðlauna fyrir bestu listrænu stjórnun. Tilnefningin er enn ein rósin í hnappagat hljómsveitarinnar sem hefur verið á góðri siglingu á árinu. Platan My Head is an Animal hefur selst í meira en 420 þúsund eintökum en þar af hafa um 260 þúsund plötur selst í Bandaríkjunum og um 50 þúsund í Þýskalandi. Þá er smáskífa lagsins Little Talks komin í gull í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Belgíu og Austurríki. Ótrúlegur árangur hjá Nönnu Bryndísi og félögum.

Lífið
Fréttamynd

Connelly mætt á svæðið

Ben Stiller yfirgaf landið seinni partinn í gær en hann er væntanlegur aftur á næstunni. Stiller og félagar héldu partí þar sem veitingastaðurinn La Primavera var áður til húsa á miðvikudagskvöld. Fjölmörgum föngulegum stúlkum var boðið og gleðin stóð yfir langt fram á nótt. En það er skammt stórra högga á milli á Íslandi og Hollywood-stjarnan Jennifer Connelly kom til landsins í gærkvöldi. Hún leikur konu Nóa í mynd Darrens Aronofsky um athafnasama smiðinn, sem leikinn er af Russell Crowe. Tökur hefjast innan skamms rétt eins og á mynd Ben Stillers, The Secret Life of Walter Mitty.

Lífið
Fréttamynd

Flea á Íslandi

Vart er þverfótað fyrir erlendum stórstjörnum á landinu um þessar mundir. Fjölmiðlar hafa greint frá ferðum Bens Stiller og Russells Crowe, en þeir fara með aðalhlutverkin hvor í sinni stórmyndinni, sem verða teknar upp að hluta hér á landi á næstunni. Í gær birti svo enginn annar en Flea, bassaleikari hljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers, mynd af sér á Íslandi á vefsíðunni Twitter. Skilaboðin sem fylgdu myndinni voru stutt en hnitmiðuð: „Ó Ísland".

Lífið
Fréttamynd

Stiller handan við hornið

Fólk á vegum bandaríska leikarans Ben Stiller hefur verið hér á landi undanfarið að skoða tökustaði fyrir kvikmyndina The Secret Life of Walter Mitty, sem verður tekin upp að hluta hér á landi í haust.

Lífið
Fréttamynd

BIN-hópurinn safnar undirskriftum fyrir Nasa

BIN-hópurinn hrindir af stað undirskriftasöfnun á netinu eftir helgi í þeirri von að stöðva framkvæmdir sem standa til í miðbænum. Framkvæmdirnar varða fyrirhugaðar breytingar þar sem breyta á gamla Landsímahúsinu og skemmtistaðnum Nasa í hótel. Nafnið BIN stendur fyrir Björgum Ingólfstorgi og Nasa og hefur hópurinn hist reglulega vegna málsins frá árinu 2009. Meðal þeirra 12 sem skipa kjarna hópsins eru söngvarinn Páll Óskar og Halla Bogadóttir, kennd við verslunina Kraum. Nú þegar hefur nokkrum undirskriftalistum verið komið af stað vegna málsins en engum á vegum BIN-hópsins.

Lífið
Fréttamynd

Gylfi trendaði á Twitter

Fótboltakappinn Gylfi Sigurðsson skrifaði undir samning við breska úrvalsdeildarliðið Tottenham í gær, eins og fjölmiðlar víða um heim hafa greint frá. Notendur samskiptasíðunnar Twitter voru afar duglegir við að ræða um málefni Gylfa í gær, svo duglegir að nafn hans var á lista yfir umtöluðustu málefni síðunnar í Bretlandi og á heimsvísu á tímabili. Það þarf vart að taka fram að Twitter er á meðal vinsælustu samskiptasíðna heims með tugi milljónir notenda um allan heim.

Lífið
Fréttamynd

Leno missti af brennivíninu

Spjallþáttakóngurinn Jay Leno rétt missti af því að fá að prufa íslenskt brennivín síðastliðinn föstudag. Nanna Bryndís og félagar í hljómsveitinni Of Monsters and Men heimsóttu hann þá í þáttinn The Tonight Show og fluttu þar smell sinn Little Talks. Meðlimir hljómsveitarinnar höfðu ráðgert að gefa Leno íslenskar gjafir og tóku með sér ytra íslenskt brennivín, harðfisk og poka af kúlusúkk. Því miður gleymdust gjafirnar þó uppi á hótelherbergi og fékk Leno því aldrei að njóta þeirra.

Lífið
Fréttamynd

Milljóna króna myndir

Ljósmyndari Morgunblaðsins, Júlíus Sigurjónsson, datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar hann náði myndum af stórstjörnunni Tom Cruise og eiginkonu hans Katie Holmes á rölti í miðbæ Reykjavíkur. Örfáum dögum eftir að myndirnar voru teknar sótti Holmes um skilnað frá eiginmanni sínum og eru þessar myndir því með þeim allra síðustu sem náðust af parinu saman.

Lífið
Fréttamynd

Á sama sviði og Elvis

Björn Hlynur Haraldsson og félagar hans í leikhópnum Vesturporti voru um liðna helgi staddir í Wiesbaden, Þýskalandi, þar sem þeir settu upp verkið Axlar-Björn fyrir þarlenda áhorfendur. Sýningin fór fram í Wartburg-leikhúsinu en á bloggsíðu leikhópsins kemur fram að sjálfur rokkkóngurinn Elvis hafi spilað á sama sviði. Elvis spilaði í leikhúsinu er hann var í hernum samkvæmt heimildum meðlima Vesturports sem voru ánægðir með þennan fróðleiksmola.

Lífið
Fréttamynd

Fjögur þúsund eintök

Matreiðslubókin Heilsuréttir fjölskyldunnar eftir Berglindi Sigmarsdóttur hefur slegið í gegn síðan hún kom út í apríl síðastliðnum. Samkvæmt nýjum bóksölulista er hún söluhæsta bók landsins það sem af er þessu ári en hún hefur selst í yfir fjögur þúsund eintökum. Sannarlega góður árangur hjá fjögurra barna móðurinni Berglindi, sem nýtur í bókinni aðstoðar eiginmanns síns, landsliðskokksins Sigurðar Gíslasonar.

Lífið
Fréttamynd

Lady Gaga-jakki Veru boðinn upp

Jakki sem fatahönnuðurinn Vera Þórðardóttir hannaði fyrir poppsöngkonuna frægu Lady Gaga er nú á uppboði á einni helstu uppboðssíðu Los Angeles, Julienslive.com. Jakkanum klæddist Lady Gaga er hún kom fram á árlegri góðgerðaskemmtun Eltons John árið 2010. Gert er ráð fyrir að jakkinn seljist á allt að sex þúsund dollara, eða um 750 þúsund íslenskar krónur. Vera er búsett í London en fylgist spennt með uppboðinu.

Lífið
Fréttamynd

Ostwald Helgason hrósað í hástert

Tískumerkið Ostwald Helgason, eftir hönnuðina Ingvar Helgason og Susanne Ostwald, hefur notið sívaxandi vinsælda fyrir fallega og skemmtilega hönnun sína. Söngkonan Rihanna meðal annars peysu frá merkinu í myndbandinu við lagið Only Girl í fyrra. Um síðustu helgi var hún síðan í Ostwald Helgason-jakka í veislu á vegum plötuútgáfunnar Def Jam í Los Angeles.

Lífið
Fréttamynd

Eiður Smári á hliðarlínunni upp á Skaga

Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen var staddur uppi á Akranesi um helgina þar sem Norðurálsmót 7. flokks í fótbolta fór fram. Eiður Smári stóð á hliðarlínunni og hvatti yngsta son sinn, Daníel, áfram en hann keppti fyrir hönd HK.

Lífið
Fréttamynd

Keypti tólf pör af Kronkron-skóm

Enski tónlistarmaðurinn Elvis Costello hélt vel heppnaða tónleika í Hörpunni á sunnudagskvöld. Í áhorfendahópnum var eiginkona hans, söngkonan Diana Krall. Þau höfðu ekki sést í sex vikur, enda bæði mjög upptekin við tónlistarflutning víða um heim. Daginn eftir tónleikana gengu Costello og Krall niður Laugaveginn í mestu makindum og skoðuðu íslenska hönnun.

Lífið
Fréttamynd

Hörð barátta fagmanna

Nú þegar fyrsta helgin í EM er yfirstaðin er ekki úr vegi að skoða hverjir í Venediktsson, tippkeppni fagmanna, reyndust sannspáir. Tónlistarmaðurinn geðþekki og knattspyrnukappinn úr FH, Jón Ragnar Jónsson, trónir á toppnum eftir leiki helgarinnar en fast á hæla hans fylgir sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann Eiðsson.

Lífið
Fréttamynd

Margeir út með CCP

EVE Online-partí var haldið á Standard Hollywood-hótelinu í Los Angeles á miðvikudagskvöld. Tilefnið var þátttaka tölvuleikjafyrirtækisins CCP í ráðstefnunni E3 í borg englanna.

Lífið
Fréttamynd

Ný tónlist frá Magnúsi og Jóhanni

Tónlistardúettinn Magnús og Jóhann er í þann mund að senda frá sér tvö ný lög. Annað lagið heitir "Þar sem ástin býr" og er eftir Jóhann og hitt "Sumir dagar" sem er eftir Magnús. Lögin verða á væntanlegri plötu þeirra félaga sem kemur út í haust.

Lífið
Fréttamynd

Uppgjör fyrirliðanna

Fjórir nafntogaðir menn mættust á golfvellinum fyrir skemmstu og tóku einn hring á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ. Það heyrir kannski ekki alltaf til tíðinda nema að í þetta skiptið tókust á tveir fyrrum fyrirliðar íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Þar var annars vegar Ásgeir Sigurvinsson, sem lék með Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttardómara, og hins vegar Ellert B. Schram, sem lék með blaðaljósmyndaranum góðkunna Gunnari V. Andréssyni. Skemmst frá að segja hafði Ellert betur gegn Ásgeiri í uppgjörinu, þar sem hann og Gunnar sigruðu bæði í holu- og punktakeppni.

Lífið