KSÍ

Fordæmalaust mál á borði KSÍ
Fordæmalaus staða er uppi vegna aflýsingar á leik HK og KR í Bestu deild karla í fótbolta í fyrrakvöld. Mótastjóri Knattspyrnusambands Íslands segir málið í ferli.

Tanja tekur við af Eysteini Pétri
Breiðablik hefur ráðið Tönju Tómasdóttur í starf framkvæmdastjóra félagsins.

„Margt fólk að tjá sig sem veit ekkert“
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði og leikmaður Bayern Munchen í Þýskalandi, naut þess sérstaklega vel að vinna þýska landsliðið á dögunum. Hún fagnar skoðanaskiptum um landsliðið, þó þau eigi til að vera misgáfuleg.

Ólafur Ingi þjálfar 21 árs landsliðið og Þórhallur tekur við af honum
Knattspyrnusamband Íslands hefur fundið nýja þjálfara fyrir tvö yngri landsliðs karla í knattspyrnu. Þetta eru 19 ára landsliðið og 21 árs landsliðið.

ÍTF í herferð gegn tölfræðiþjófum: „Þetta er langstærsti samstarfssamningur íslenskra félaga í heild sinni“
Ólögleg tölfræðisöfnun á sér stað á leikjum í Bestu deildinni. Hagsmunasamtökin Íslenskur toppfótbolti hafa hrundið af stað herferð gegn þjófunum sem laumast um og brjóta gegn vörðum réttindum íslenskra knattspyrnufélaga.

Niðurstöður veðmálakönnunar áhyggjuefni: „Brýnt málefni fyrir fótboltasamfélagið í heild sinni að skoða“
Íslenskur toppfótbolti birti niðurstöður úr könnun vegna veðmálaþátttöku leikmanna í Bestu deild karla. Þar kom í ljós að einn af hverjum tíu leikmönnum hefur glímt við andlega vanlíðan vegna veðmála.

Vestri stendur við fyrri yfirlýsingu
Knattspyrnudeild Vestra stendur við fyrri yfirlýsingu sína, það er að leikmaður liðsins hafi orðið fyrir barðinu á kynþáttaníði í leik Vestra og Fylkis þann 18. júní. KSÍ staðfesti í gær, mánudag, að sambandið myndi ekki aðhafast frekar í málinu.

KSÍ mun ekki aðhafast frekar vegna kvörtunar Vestra
Knattspyrnusamband Íslands mun ekki aðhafast frekar í kvörtunar Vestra vegna atviks sem átti að hafa átt sér stað í leik liðsins gegn Fylki í Bestu deild karla nýverið.

Fylkir hafnar ásökunum Vestra um kynþáttaníð
Eftir leik Fylkis og Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu sagði Davíð Smári, þjálfari Vestra, að leikmaður sinn hefði orðið fyrir kynþáttaníði.

Dreymir um að dæma Evrópu- eða landsleiki
Draumur Twana Khalid Ahmed, kúrdísks flóttamanns frá Írak, rættist á síðasta ári þegar hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild í fótbolta hér á landi. Hann vildi óska að hann hefði byrjað að dæma fyrr hér á landi til að geta dæmt á erlendri grundu sem og íslenskri.

KR og FH án lykilmanna í næstu umferð
Ef til vill finnur Gregg Ryder lausn á varnarvandræðum KR-liðsins í næstu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Miðvarðarpar liðsins, Finnur Tómas Pálmason og Axel Óskar Andrésson, verður í leikbanni þegar KR-ingar sækja ÍA heim þann 18. júní næstkomandi.

Óli Jó skellihló eftir pillu Heimis til KSÍ: „Takk fyrir mig“
Heimir Guðjónsson lét í ljós óánægju sína með skipulag Bestu deildar karla í fótbolta í viðtali eftir leik FH og Fram í deildinni í gær. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli eftir að FH-ingar höfðu komist 3-0 yfir. Fyrrum kollegi hans hjá FH hafði gaman að.

Tveir leikmenn utan hóps vegna klúðurs KSÍ
Mistök hjá KSÍ gera að verkum að tveir leikmenn í landsliðshópi kvenna mega ekki taka þátt í leik dagsins við Austurríki í undankeppni EM. Sambandið sendi frá sér yfirlýsingu um málið fyrir skemmstu. Leikur liðanna hefst klukkan 16:00.

Breyting á landsliðshópnum degi fyrir leik
Vegna meiðsla hefur Ásdís Karen Halldórsdóttir þurft að draga sig úr landsliðshópi Íslands sem á framundan tvo mikilvæga leiki gegn Austurríki.

Davíð Smári ekki á hliðarlínunni í næsta leik Vestra
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra í Bestu deild karla í fótbolta, verður ekki á hliðarlínunni þegar lið hans mætir Stjörnunni í 9. umferð.

Mál Alberts sýni að skýra þurfi reglurnar
Horft var til eldra fordæmis þegar tekin var ákvörðun um að ekki væri heimilt að velja Albert Guðmundsson, leikmann Genóa í knattspyrnu, í næsta landsliðverkefni. Ríkissaksóknari á eftir að taka endanlega ákvörðun í máli hans. Ekki er deilt um túlkun reglna innan stjórnar en ljóst er að skýra verði reglurnar.

Utan vallar: Landsliðsþjálfarinn sem nennir ekki að koma til Íslands
Ef það er eitthvað sem maður saknar ekki frá covid-tímanum eru það fjarfundirnir. Reyndar saknar maður einskis frá covid-tímanum en það er önnur saga.

„Þeir þurfa að vera heilir til að fá að spila“
Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson voru ekki valdir í landsliðshóp Íslands fyrir komandi vináttuleiki. Aron gaf ekki kost á sér vegna meiðsla. Gylfi og þjálfarinn Åge Hareide sammæltust um að hann þyrfti lengri tíma til að koma sér í sitt besta stand.

„Reglurnar hjá KSÍ eru skýrar“
Åge Hareide kynnti í morgun landsliðshóp Íslands sem mætir Englandi föstudaginn 7. júní á Wembley og Hollandi mánudaginn 10. júní á De Kuip. Albert Guðmundsson er ekki í hópnum og Hareide staðfestir að hann hafi ekki haft heimild til að velja Albert.

Albert ekki í landsliðshópnum
Åge Hareide kynnti í dag landsliðshóp Íslands fyrir komandi æfingaleiki karlalandsliðs Íslands í fótbolta við England og Holland.

Davíð Snorri nýr aðstoðarlandsliðsþjálfari
Davíð Snorri Jónasson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla í fótbolta í stað Jóhannes Karls Guðjónssonar. Davíð hefur þjálfað yngri landslið Íslands undanfarin ár, nú nýlegast u21 árs landsliðið.

Starfsmaður Fylkis dæmdur í tveggja leikja bann
Halldór Steinsson, íþróttafulltrúi Fylkis og liðsstjóri beggja meistaraflokka félagsins í Bestu deild karla og kvenna hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann þar sem hann hefu rnælt sér í tvö rauð spjöld til þessa á leiktíðinni. Þá þarf Fylkir að greiða 20 þúsund króna sekt vegna rauðu spjaldanna.

„Það eru alltaf einhverjar leiðir sem opnast í pressu“
Þorsteinn Halldórsson gaf sig til tals fyrir komandi leiki íslenska kvennalandsliðsins gegn Austurríki í undankeppni EM. Þar á hann á von á tveimur erfiðum leikjum gegn sterkum andstæðingi sem spilar á háu orkustigi.

Jói Kalli hættir hjá landsliðinu og fer til Danmerkur
Jóhannes Karl Guðjónsson hefur óskað eftir því að láta störfum sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. Hann mun taka við þjálfun Akademisk Boldklub (AB), sem spilar í þriðju efstu deild Danmerkur.

„Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“
Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við.

Eysteinn ráðinn framkvæmdastjóri KSÍ
Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, mun taka við sömu stöðu hjá Knattspyrnusambandi Íslands í september næstkomandi. Jörundur Áki Sveinsson verður í stöðunni í millitíðinni.

FH fékk tvær sektir frá KSÍ
Knattspyrnusamband Íslands hefur sektað FH um alls 28 þúsund krónur vegna fjölda refsistiga sem liðið fékk í 3-0 tapinu gegn Val í Mjólkurbikar karla og svo í 2-1 sigrinum á ÍA í Bestu deild karla.

Infantino: Stórkostlegt að hitta Þorvald
Þorvaldur Örlygsson, nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands, átti sinn fyrsta fund með Gianni Infantino, forseta FIFA, í París á þriðjudag.

Barnshafandi eftir langt ferli sem tók á andlega
Knattspyrnukonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og unnusta hennar Erin McLeod eiga von á sínu fyrsta barni saman. Gunnhildur greindi frá því á dögunum að hún væri barnshafandi og mun hún því ekki leika með Stjörnunni á yfirstandandi tímabili í Bestu deildinni. Ferlið að verða barnshafandi. Tók hins vegar lengri tíma en þær höfðu áætlað.

„Skil ekki þessa ljósbláu línu í búningnum“
Kvennalandsliðið í knattspyrnu frumsýndi nýja búninga í leikjum sínum á dögunum og sitt sýnist hverjum um hversu fallegir þeir séu.