Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Skotvopnaæfingum lögreglu fjölgað mikið

Almennir lögreglumenn fá tveggja vikna þjálfun á ári í skotvopnaburði. Það er mikil aukning frá því sem var fyrir þremur árum. Almenningur má búast við að sjá vopnaða sérsveitarmenn á útiskemmtunum í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Haukur hættur hjá SFS og fer til GAMMA

Haukur Þór Hauksson, sem hefur verið aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) undanfarin þrjú ár, hefur hætt þar störfum og mun taka til starfa hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA Capital Management.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Það er þess virði að elska

Einskis, einskis þarfnastu þegar lófi þess sem þú elskar lýkst um þinn lófa. (Nína Björk Árnadóttir). Ekkert nærir okkur í lífinu eins og það að eiga ástvini og vera bundin ástvinaböndum. Í góðu hjónabandi verða þræðirnir oft svo djúpir og þéttir að fólk upplifir sig sem eitt.

Bakþankar
Fréttamynd

Voru þrælarnir auðlind?

Við erum gamalt þjóðfélag bænda- og veiðimanna, sem lifði á dýrum, en þau voru lengst af flokkuð sem hlutir: Réttlaus og varnarlaus. Og, þó að tímarnir hafi breyzt og við vitum að fjölmörg dýr hafa vitund og breitt svið skynjana, hugsana og tilfinninga, eins og við, eimir sterklega eftir af gömlu afstöðunni: Virðingarleysinu og tilfinningaleysinu gagnvart dýrum.

Skoðun
Fréttamynd

Reikigjöldin heyra sögunni til

Frá og með 15. júní heyra reikigjöld vegna fjarskiptanotkunar innan EES sögunni til. Framvegis geta Evrópubúar notað símann sinn í öllum löndum EES, hvort sem um er að ræða mínútur, SMS eða gagnamagn, á nákvæmlega sömu kjörum og í sínu heimalandi.

Skoðun
Fréttamynd

"Mikið borði“

Gissur Þorvaldsson slapp naumlega úr Flugumýrarbrennu 1253 en missti konu og þrjá syni. Skaðinn var mikill en Gissur safnaði liði, hefndi sín og hélt reisn. Í Sturlungu segir að Gissur hafi verið "mikill borði“, orðtak úr máli farmanna.

Skoðun
Fréttamynd

Auðveldara og ódýrara að skipta um banka

Landsbankinn hefur skuldbundið sig til þess að grípa til aðgerða til að efla samkeppni á bankamarkaði. Markmiðið er að draga úr skiptikostnaði í fjármálaþjónustu, auka aðhald með bönkunum og ýta undir samkeppni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þekkt hótelkeðja í gamla sjónvarpshúsið

Samningaviðræður standa yfir á milli Reita og alþjóðlegrar hótelkeðju. Ritað verður undir samninga síðar í sumar ef allar forsendur ganga eftir. Herbergjafjöldi verður um 120 til 160 auk verslunar- og þjónusturýma á jarðhæð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afhjúpandi áætlun

Aðfaranótt 1. júní var fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára samþykkt með einu atkvæði, 32-31. Áætlunin hefur fengið furðu litla athygli miðað við hversu áhrif hennar verða mikil fyrir íslenskt samfélag ef hún nær fram að ganga.

Skoðun
Fréttamynd

Undarlegir atburðir við þinglok

Þegar mál eru "keyrð í gegn“ á lokaspretti þingstarfa er allt of algengt að það leiði til ýmiss konar mistaka við lagasetningu. Stundum eru það "tæknileg mistök“ sem þarf þá að laga síðar, jafnvel eftir ábendingar dómstóla. En stundum eru afgreidd mál sem eru óskynsamleg og líkleg til að vinna gegn markmiðunum sem þeim er ætlað að ná.

Skoðun
Fréttamynd

Rotturnar sleikja líka sólina í borginni

Íbúar í Vesturbænum hafa á Facebook vakið athygli á rottugangi. Starfsmaður meindýravarna Reykjavíkurborgar segir að ekki sé meiri rottugangur á svæðinu en venjulega. Rottur eiga það til að birtast á götum borgarinnar þegar hlýnar.

Innlent
Fréttamynd

Leggja gjöld á eldisfisk

Framfaraflokkurinn í Noregi óttast að ný gjöld á eldislax sem norska stórþingið hefur samþykkt leiði til þess að ný störf skapist í Póllandi í stað Noregs.

Erlent
Fréttamynd

Á fjórða þúsund manns í ósamþykktu húsnæði

Búið er að kortleggja núverandi stöðu óleyfisíbúða á höfuðborgarsvæðinu. Mikil fjölgun í Hafnarfirði og Mosfellsbæ frá árinu 2008. Borgar- og bæjarstjórar hafa fengið upplýsingarnar. Mörg óleyfishús með eldvarnir í lagi.

Innlent
Fréttamynd

Skömmin er okkar

Það er svo gaman að fara á völlinn í Færeyjum. Þar er boðið upp á færeyskan bjór og þar er boðið upp á stemningu. Leikur Færeyja og Sviss á laugardag var svo mikil uppgötvun fyrir okkur félagana að við gátum ekki annað en skammast okkar fyrir hvernig KSÍ og fótboltasamfélagið er að gera hlutina hér á landi.

Bakþankar