Íslenskir fjárfestar hafa augastað á Seachill Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. júní 2017 07:00 Smásölukeðjan Tesco, sem er sú stærsta í Bretlandi, er helsti viðskiptavinur Seachill, bresks dótturfélags Icelandic Group, og er sögð þurfa að leggja blessun sína yfir nýjan eiganda félagsins. vísir/epa Íslenskur fjárfestahópur sem festi nýlega kaup á dótturfélagi Icelandic Group í Belgíu hefur lagt fram kauptilboð í Seachill, dótturfélag Icelandic í Bretlandi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Stór erlend sjávarútvegsfyrirtæki sem og alþjóðlegir fjárfestingarsjóðir hafa einnig sýnt félaginu áhuga. Stjórn Icelandic Group, sem er að fullu í eigu Framtakssjóðs Íslands, ákvað í apríl síðastliðnum að hefja söluferli á Seachill. Félagið, sem var stofnað árið 1998, er leiðandi framleiðandi kældra fiskafurða inn á breska smásölumarkaðinn, en tekjur þess námu um 266 milljónum punda, sem jafngildir um 33,4 milljörðum króna, í fyrra.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur íslenska fjárfestahópnum, sem samanstendur meðal annars af Akri fjárfestingum, fagfjárfestasjóði í rekstri Íslandssjóða, og sjávarútvegsfélögunum Sæmarki-sjávarafurðum og Fishproducts Iceland, verið hleypt áfram í aðra umferð söluferlisins. Sami hópur keypti belgíska félagið Gadus af Icelandic fyrr á árinu, en við það tilefni sagði Herdís Dröfn Fjeldsted, stjórnarformaður Icelandic, að aðkoma Íslendinga í sjávarútvegi að Gadus væri mjög jákvætt skref og gæfi félaginu enn frekari tækifæri til að efla ímynd og verðmæti íslenskra sjávarafurða í Mið-Evrópu. Fréttavefurinn Undercurrent News greindi frá því í síðustu viku að kanadíska félagið Cooke Aquaculture og breska félagið Young’s Seafood hefðu einnig lagt fram óskuldbindandi tilboð í Seachill. Það sama ætti við um fjárfestingarsjóði í Evrópu og Bandaríkjunum. Ekki er talið að söluferlinu ljúki fyrr en síðar í sumar. Í frétt Undercurrent News segir að kaupverðið á Gadus hafi numið allt að fjörutíu milljónum evra, eða 4,4 milljörðum króna, sem er um áttfaldur rekstrarhagnaður félagsins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBIDTA). EBIDTA Seachill nam um 10,4 milljónum punda, sem jafngildir um 1,3 milljörðum króna, í fyrra þannig að ætla má að mögulegt kaupverð á félaginu geti numið yfir tíu milljörðum króna. Vöxtur Seachill frá stofnun hefur að miklu leyti byggst á nánu samstarfi við Tesco, stærstu smásölukeðju Bretlands, en félagið hefur lengi séð Tesco fyrir fjölbreyttu úrvali sjávarafurða. Í frétt Undercurrent News er fullyrt að Tesco verði að leggja blessun sína yfir kaupin á Seachill áður en þau geti orðið að veruleika. Finna megi ákvæði í langtímasamningi Tesco og Seachill þess efnis að Tesco geti sagt samningnum upp ef keðjunni líst illa á nýjan eiganda. Seachill á einnig fiskréttaframleiðandann The Saucy Fish Co sem notið hefur mikilla vinsælda í Bretlandi á síðustu árum. Starfsmenn Seachill eru um 750 talsins og eru höfuðstöðvar félagsins í Grimsby. Söluferlið er í höndum Íslandsbanka og Oghma Partners. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Íslenskur fjárfestahópur sem festi nýlega kaup á dótturfélagi Icelandic Group í Belgíu hefur lagt fram kauptilboð í Seachill, dótturfélag Icelandic í Bretlandi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Stór erlend sjávarútvegsfyrirtæki sem og alþjóðlegir fjárfestingarsjóðir hafa einnig sýnt félaginu áhuga. Stjórn Icelandic Group, sem er að fullu í eigu Framtakssjóðs Íslands, ákvað í apríl síðastliðnum að hefja söluferli á Seachill. Félagið, sem var stofnað árið 1998, er leiðandi framleiðandi kældra fiskafurða inn á breska smásölumarkaðinn, en tekjur þess námu um 266 milljónum punda, sem jafngildir um 33,4 milljörðum króna, í fyrra.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur íslenska fjárfestahópnum, sem samanstendur meðal annars af Akri fjárfestingum, fagfjárfestasjóði í rekstri Íslandssjóða, og sjávarútvegsfélögunum Sæmarki-sjávarafurðum og Fishproducts Iceland, verið hleypt áfram í aðra umferð söluferlisins. Sami hópur keypti belgíska félagið Gadus af Icelandic fyrr á árinu, en við það tilefni sagði Herdís Dröfn Fjeldsted, stjórnarformaður Icelandic, að aðkoma Íslendinga í sjávarútvegi að Gadus væri mjög jákvætt skref og gæfi félaginu enn frekari tækifæri til að efla ímynd og verðmæti íslenskra sjávarafurða í Mið-Evrópu. Fréttavefurinn Undercurrent News greindi frá því í síðustu viku að kanadíska félagið Cooke Aquaculture og breska félagið Young’s Seafood hefðu einnig lagt fram óskuldbindandi tilboð í Seachill. Það sama ætti við um fjárfestingarsjóði í Evrópu og Bandaríkjunum. Ekki er talið að söluferlinu ljúki fyrr en síðar í sumar. Í frétt Undercurrent News segir að kaupverðið á Gadus hafi numið allt að fjörutíu milljónum evra, eða 4,4 milljörðum króna, sem er um áttfaldur rekstrarhagnaður félagsins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBIDTA). EBIDTA Seachill nam um 10,4 milljónum punda, sem jafngildir um 1,3 milljörðum króna, í fyrra þannig að ætla má að mögulegt kaupverð á félaginu geti numið yfir tíu milljörðum króna. Vöxtur Seachill frá stofnun hefur að miklu leyti byggst á nánu samstarfi við Tesco, stærstu smásölukeðju Bretlands, en félagið hefur lengi séð Tesco fyrir fjölbreyttu úrvali sjávarafurða. Í frétt Undercurrent News er fullyrt að Tesco verði að leggja blessun sína yfir kaupin á Seachill áður en þau geti orðið að veruleika. Finna megi ákvæði í langtímasamningi Tesco og Seachill þess efnis að Tesco geti sagt samningnum upp ef keðjunni líst illa á nýjan eiganda. Seachill á einnig fiskréttaframleiðandann The Saucy Fish Co sem notið hefur mikilla vinsælda í Bretlandi á síðustu árum. Starfsmenn Seachill eru um 750 talsins og eru höfuðstöðvar félagsins í Grimsby. Söluferlið er í höndum Íslandsbanka og Oghma Partners.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira