Íslenskir fjárfestar hafa augastað á Seachill Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. júní 2017 07:00 Smásölukeðjan Tesco, sem er sú stærsta í Bretlandi, er helsti viðskiptavinur Seachill, bresks dótturfélags Icelandic Group, og er sögð þurfa að leggja blessun sína yfir nýjan eiganda félagsins. vísir/epa Íslenskur fjárfestahópur sem festi nýlega kaup á dótturfélagi Icelandic Group í Belgíu hefur lagt fram kauptilboð í Seachill, dótturfélag Icelandic í Bretlandi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Stór erlend sjávarútvegsfyrirtæki sem og alþjóðlegir fjárfestingarsjóðir hafa einnig sýnt félaginu áhuga. Stjórn Icelandic Group, sem er að fullu í eigu Framtakssjóðs Íslands, ákvað í apríl síðastliðnum að hefja söluferli á Seachill. Félagið, sem var stofnað árið 1998, er leiðandi framleiðandi kældra fiskafurða inn á breska smásölumarkaðinn, en tekjur þess námu um 266 milljónum punda, sem jafngildir um 33,4 milljörðum króna, í fyrra.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur íslenska fjárfestahópnum, sem samanstendur meðal annars af Akri fjárfestingum, fagfjárfestasjóði í rekstri Íslandssjóða, og sjávarútvegsfélögunum Sæmarki-sjávarafurðum og Fishproducts Iceland, verið hleypt áfram í aðra umferð söluferlisins. Sami hópur keypti belgíska félagið Gadus af Icelandic fyrr á árinu, en við það tilefni sagði Herdís Dröfn Fjeldsted, stjórnarformaður Icelandic, að aðkoma Íslendinga í sjávarútvegi að Gadus væri mjög jákvætt skref og gæfi félaginu enn frekari tækifæri til að efla ímynd og verðmæti íslenskra sjávarafurða í Mið-Evrópu. Fréttavefurinn Undercurrent News greindi frá því í síðustu viku að kanadíska félagið Cooke Aquaculture og breska félagið Young’s Seafood hefðu einnig lagt fram óskuldbindandi tilboð í Seachill. Það sama ætti við um fjárfestingarsjóði í Evrópu og Bandaríkjunum. Ekki er talið að söluferlinu ljúki fyrr en síðar í sumar. Í frétt Undercurrent News segir að kaupverðið á Gadus hafi numið allt að fjörutíu milljónum evra, eða 4,4 milljörðum króna, sem er um áttfaldur rekstrarhagnaður félagsins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBIDTA). EBIDTA Seachill nam um 10,4 milljónum punda, sem jafngildir um 1,3 milljörðum króna, í fyrra þannig að ætla má að mögulegt kaupverð á félaginu geti numið yfir tíu milljörðum króna. Vöxtur Seachill frá stofnun hefur að miklu leyti byggst á nánu samstarfi við Tesco, stærstu smásölukeðju Bretlands, en félagið hefur lengi séð Tesco fyrir fjölbreyttu úrvali sjávarafurða. Í frétt Undercurrent News er fullyrt að Tesco verði að leggja blessun sína yfir kaupin á Seachill áður en þau geti orðið að veruleika. Finna megi ákvæði í langtímasamningi Tesco og Seachill þess efnis að Tesco geti sagt samningnum upp ef keðjunni líst illa á nýjan eiganda. Seachill á einnig fiskréttaframleiðandann The Saucy Fish Co sem notið hefur mikilla vinsælda í Bretlandi á síðustu árum. Starfsmenn Seachill eru um 750 talsins og eru höfuðstöðvar félagsins í Grimsby. Söluferlið er í höndum Íslandsbanka og Oghma Partners. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Sjá meira
Íslenskur fjárfestahópur sem festi nýlega kaup á dótturfélagi Icelandic Group í Belgíu hefur lagt fram kauptilboð í Seachill, dótturfélag Icelandic í Bretlandi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Stór erlend sjávarútvegsfyrirtæki sem og alþjóðlegir fjárfestingarsjóðir hafa einnig sýnt félaginu áhuga. Stjórn Icelandic Group, sem er að fullu í eigu Framtakssjóðs Íslands, ákvað í apríl síðastliðnum að hefja söluferli á Seachill. Félagið, sem var stofnað árið 1998, er leiðandi framleiðandi kældra fiskafurða inn á breska smásölumarkaðinn, en tekjur þess námu um 266 milljónum punda, sem jafngildir um 33,4 milljörðum króna, í fyrra.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur íslenska fjárfestahópnum, sem samanstendur meðal annars af Akri fjárfestingum, fagfjárfestasjóði í rekstri Íslandssjóða, og sjávarútvegsfélögunum Sæmarki-sjávarafurðum og Fishproducts Iceland, verið hleypt áfram í aðra umferð söluferlisins. Sami hópur keypti belgíska félagið Gadus af Icelandic fyrr á árinu, en við það tilefni sagði Herdís Dröfn Fjeldsted, stjórnarformaður Icelandic, að aðkoma Íslendinga í sjávarútvegi að Gadus væri mjög jákvætt skref og gæfi félaginu enn frekari tækifæri til að efla ímynd og verðmæti íslenskra sjávarafurða í Mið-Evrópu. Fréttavefurinn Undercurrent News greindi frá því í síðustu viku að kanadíska félagið Cooke Aquaculture og breska félagið Young’s Seafood hefðu einnig lagt fram óskuldbindandi tilboð í Seachill. Það sama ætti við um fjárfestingarsjóði í Evrópu og Bandaríkjunum. Ekki er talið að söluferlinu ljúki fyrr en síðar í sumar. Í frétt Undercurrent News segir að kaupverðið á Gadus hafi numið allt að fjörutíu milljónum evra, eða 4,4 milljörðum króna, sem er um áttfaldur rekstrarhagnaður félagsins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBIDTA). EBIDTA Seachill nam um 10,4 milljónum punda, sem jafngildir um 1,3 milljörðum króna, í fyrra þannig að ætla má að mögulegt kaupverð á félaginu geti numið yfir tíu milljörðum króna. Vöxtur Seachill frá stofnun hefur að miklu leyti byggst á nánu samstarfi við Tesco, stærstu smásölukeðju Bretlands, en félagið hefur lengi séð Tesco fyrir fjölbreyttu úrvali sjávarafurða. Í frétt Undercurrent News er fullyrt að Tesco verði að leggja blessun sína yfir kaupin á Seachill áður en þau geti orðið að veruleika. Finna megi ákvæði í langtímasamningi Tesco og Seachill þess efnis að Tesco geti sagt samningnum upp ef keðjunni líst illa á nýjan eiganda. Seachill á einnig fiskréttaframleiðandann The Saucy Fish Co sem notið hefur mikilla vinsælda í Bretlandi á síðustu árum. Starfsmenn Seachill eru um 750 talsins og eru höfuðstöðvar félagsins í Grimsby. Söluferlið er í höndum Íslandsbanka og Oghma Partners.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Sjá meira