Ekki talið tilefni til þess að setja lög um aðskilnað Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. júní 2017 07:00 Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á fundi í fjármálaráðuneytinu í gær mikilvægt að svara spurningunni um hvernig samspili fjárfestingarbanka- og viðskiptabankastarfsemi verði háttað til framtíðar. vísir/eyþór Þeirri gagnrýni sem færð hefur verið fram gegn samspili viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi hér á landi hefur að verulegu leyti verið svarað með lagabreytingum á undanförnum árum. Umgjörð fjármálafyrirtækja hefur tekið stakkaskiptum frá hruni bankanna haustið 2008 og eru fleiri umbætur væntanlegar sem miða að því að draga enn frekar úr áhættu almennings og ríkissjóðs af öðru bankahruni. Er ekki tilefni að svo stöddu til þess að skilja að með formlegum hætti starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skýrslu starfshóps Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, sem falið var að skoða kosti og galla þess að skilja að viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi, en skýrslan var afhent ráðherra í gær. Var starfshópurinn skipaður sérfræðingum frá ráðuneytinu, Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka Íslands. Fram kemur í skýrslunni að umfang fjárfestingarbankastarfsemi íslenskra banka sé minna nú en áður. Starfsemin sé jafnframt ekki stór hluti af heildarstarfsemi bankanna. Samkvæmt þeirri nálgun sem starfshópurinn beitir var umfangið að meðaltali um 5% af heildareignum bankanna í fyrra. Þegar litið er til heildartekna bankanna var hlutfallið aðeins hærra, um 13%, sem telst þó verulega lágt. Athygli vekur að minnsti viðskiptabankinn, Kvika, sker sig úr hópnum en þar reyndist hlutdeild fjárfestingarbankastarfsemi vera á bilinu 32-49 prósent af heildarstarfsemi bankans. Í skýrslunni er fjallað um þá grundvallarspurningu hvort þörf sé á frekari kerfisbreytingum til þess að takmarka áhættu af fjárfestingarbankastarfsemi alhliða banka og nefnir starfshópurinn þrjár leiðir sem gætu komið til greina. Fyrsta leiðin snýr að því að byggja starfsumhverfi fjármálafyrirtækja á þeim kerfisumbótum sem nú þegar hafa átt sér stað eftir bankahrunið 2008 eða eru enn í undirbúningi. Er sérstaklega tekið fram að stjórnvöld hafi þegar tekið á áhættu vegna fjárfestingarbankastarfsemi gömlu viðskiptabankanna þriggja og hert reglur um slíka starfsemi verulega. Önnur leiðin gengur lengst og snýr að því að aðskilja starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka með formlegum hætti, í samræmi við erlendar fyrirmyndir, svo sem í Þýskalandi og Frakklandi. Starfshópurinn telur ekki tilefni að svo stöddu til þess að setja lög um formlegan aðskilnað og bendir á að ekkert hinna Norðurlandanna hafi sett slík lög, þótt umfang fjárfestingarbanka þar sé umtalsvert meira en hér á landi. Aðstæður gætu þó breyst hratt. Þannig gæti verið tilefni til að skilgreina í reglum frekari varnarlínur gagnvart áhættu sem tengist fjárfestingarbankastarfsemi án þess þó að íþyngja um of starfsemi banka sem stunda einungis „hóflega fjárfestingarbankastarfsemi“, eins og það er orðað í skýrslunni. Út á það gengur þriðja leiðin: að heimila áfram fjárfestingarbankastarfsemi innan alhliða banka, að því gefnu að hún verði innan skilgreindra hlutfalla og að áhættu sem af henni stafar verði mætt með fullnægjandi hætti. Fari starfsemin yfir tilgreint hlutfall yrði Fjármálaeftirlitinu heimilt að krefjast þess að dregið yrði úr starfseminni eða hún skýrt aðskilin frá annarri kjarnastarfsemi. Rétt er að taka fram að starfshópurinn tekur ekki afstöðu til þess hvort eða hver af þessum leiðum gæti verið ákjósanlegust hér á landi, heldur er skýrslunni ætlað að vera innlegg í frekari umræðu um þessi mál. Meta verði gaumgæfilega kostnað og ábata af aðskilnaði með tilliti til áhrifa á hagkerfið og kerfisáhættu bankakerfisins áður en ráðist verði í lagabreytingar.Skipar nefnd sem kannar lagabreytingar Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir mikilvægt að hafa í huga þær miklu breytingar sem hafa orðið á fjármálakerfinu frá hruni. „Mér heyrist á pólitískum umræðum að samhljómur sé um að við eigum að leiða til lykta spurningar um hvernig samspili fjárfestingarbanka- og viðskiptabankastarfsemi verði háttað og í kjölfar þessarar vinnu mun ég skipa nefnd sem mun kanna hvort þörf er á breytingum á lagaumhverfinu og eftir atvikum gera þá tillögu um slíkar breytingar,“ segir hann. Ráðherra mun óska eftir tilnefningum frá Alþingi í nefndina sem á að skila af sér tillögum fyrir 1. nóvember. Hann segist mjög ánægður með vinnu starfshópsins. Skýrslan dragi fram mikilvægt efni um flókið málefni og muni dýpka umræðuna um þessi mál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Sjá meira
Þeirri gagnrýni sem færð hefur verið fram gegn samspili viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi hér á landi hefur að verulegu leyti verið svarað með lagabreytingum á undanförnum árum. Umgjörð fjármálafyrirtækja hefur tekið stakkaskiptum frá hruni bankanna haustið 2008 og eru fleiri umbætur væntanlegar sem miða að því að draga enn frekar úr áhættu almennings og ríkissjóðs af öðru bankahruni. Er ekki tilefni að svo stöddu til þess að skilja að með formlegum hætti starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skýrslu starfshóps Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, sem falið var að skoða kosti og galla þess að skilja að viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi, en skýrslan var afhent ráðherra í gær. Var starfshópurinn skipaður sérfræðingum frá ráðuneytinu, Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka Íslands. Fram kemur í skýrslunni að umfang fjárfestingarbankastarfsemi íslenskra banka sé minna nú en áður. Starfsemin sé jafnframt ekki stór hluti af heildarstarfsemi bankanna. Samkvæmt þeirri nálgun sem starfshópurinn beitir var umfangið að meðaltali um 5% af heildareignum bankanna í fyrra. Þegar litið er til heildartekna bankanna var hlutfallið aðeins hærra, um 13%, sem telst þó verulega lágt. Athygli vekur að minnsti viðskiptabankinn, Kvika, sker sig úr hópnum en þar reyndist hlutdeild fjárfestingarbankastarfsemi vera á bilinu 32-49 prósent af heildarstarfsemi bankans. Í skýrslunni er fjallað um þá grundvallarspurningu hvort þörf sé á frekari kerfisbreytingum til þess að takmarka áhættu af fjárfestingarbankastarfsemi alhliða banka og nefnir starfshópurinn þrjár leiðir sem gætu komið til greina. Fyrsta leiðin snýr að því að byggja starfsumhverfi fjármálafyrirtækja á þeim kerfisumbótum sem nú þegar hafa átt sér stað eftir bankahrunið 2008 eða eru enn í undirbúningi. Er sérstaklega tekið fram að stjórnvöld hafi þegar tekið á áhættu vegna fjárfestingarbankastarfsemi gömlu viðskiptabankanna þriggja og hert reglur um slíka starfsemi verulega. Önnur leiðin gengur lengst og snýr að því að aðskilja starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka með formlegum hætti, í samræmi við erlendar fyrirmyndir, svo sem í Þýskalandi og Frakklandi. Starfshópurinn telur ekki tilefni að svo stöddu til þess að setja lög um formlegan aðskilnað og bendir á að ekkert hinna Norðurlandanna hafi sett slík lög, þótt umfang fjárfestingarbanka þar sé umtalsvert meira en hér á landi. Aðstæður gætu þó breyst hratt. Þannig gæti verið tilefni til að skilgreina í reglum frekari varnarlínur gagnvart áhættu sem tengist fjárfestingarbankastarfsemi án þess þó að íþyngja um of starfsemi banka sem stunda einungis „hóflega fjárfestingarbankastarfsemi“, eins og það er orðað í skýrslunni. Út á það gengur þriðja leiðin: að heimila áfram fjárfestingarbankastarfsemi innan alhliða banka, að því gefnu að hún verði innan skilgreindra hlutfalla og að áhættu sem af henni stafar verði mætt með fullnægjandi hætti. Fari starfsemin yfir tilgreint hlutfall yrði Fjármálaeftirlitinu heimilt að krefjast þess að dregið yrði úr starfseminni eða hún skýrt aðskilin frá annarri kjarnastarfsemi. Rétt er að taka fram að starfshópurinn tekur ekki afstöðu til þess hvort eða hver af þessum leiðum gæti verið ákjósanlegust hér á landi, heldur er skýrslunni ætlað að vera innlegg í frekari umræðu um þessi mál. Meta verði gaumgæfilega kostnað og ábata af aðskilnaði með tilliti til áhrifa á hagkerfið og kerfisáhættu bankakerfisins áður en ráðist verði í lagabreytingar.Skipar nefnd sem kannar lagabreytingar Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir mikilvægt að hafa í huga þær miklu breytingar sem hafa orðið á fjármálakerfinu frá hruni. „Mér heyrist á pólitískum umræðum að samhljómur sé um að við eigum að leiða til lykta spurningar um hvernig samspili fjárfestingarbanka- og viðskiptabankastarfsemi verði háttað og í kjölfar þessarar vinnu mun ég skipa nefnd sem mun kanna hvort þörf er á breytingum á lagaumhverfinu og eftir atvikum gera þá tillögu um slíkar breytingar,“ segir hann. Ráðherra mun óska eftir tilnefningum frá Alþingi í nefndina sem á að skila af sér tillögum fyrir 1. nóvember. Hann segist mjög ánægður með vinnu starfshópsins. Skýrslan dragi fram mikilvægt efni um flókið málefni og muni dýpka umræðuna um þessi mál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Sjá meira