Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Múrsteinar í sýndarveruleika

We don't need no education fluttu Pink Floyd hér um árið í sínu frábæra lagi Another brick in the wall. Það er ekki tilefni orða minna að rýna sérstaklega í textann að öðru leyti en því að nám hefur þróast mikið síðan lagið kom út fyrir nálægt 40 árum og kannski hafa höfundar skipt um skoðun?

Skoðun
Fréttamynd

Framlegð IKEA hefur snaraukist

Þrátt fyrir miklar verðlækkanir hefur hagnaður IKEA aukist um 222 prósent á síðustu sex árum. Framkvæmdastjórinn segir að hagnaður verslunarinnar hafi verið "fullmikill“.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Til hamingju Grunnskóli Seltjarnarness

Á meðan árangur íslenskra nemenda hefur í heild legið niður á við í PISA-könnunum undanfarinn áratug hefur árangur nemenda við Grunnskóla Seltjarnarness verið á uppleið og aldrei mælst betri en í nýjustu könnuninni, sem lögð var fyrir vorið 2015.

Skoðun
Fréttamynd

Listaverkin sem enginn hefur ánægju af lengur

Útilistaverk í Reykjavík eru mörg hver að grotna niður vegna skemmda og sum þeirra jafnvel farin að rifna af undirstöðunum og orðin hættuleg vegfarendum. Listasafn Reykjavíkur fær eina milljón á ári til að halda við 148 verkum.

Innlent
Fréttamynd

Heilbrigð skynsemi, ráðherra

Það er útbreiddur misskilningur að vandi heilbrigðisráðherrans okkar einskorðist við kerfið. Búið er að ganga svo nærri því með niðurskurði að líkja má stjórnendum við vélstjóra á rússneskum kjarnorkukafbát sem á fyrir löngu að vera kominn í brotajárnshöfn.

Skoðun
Fréttamynd

Útvíkkun valds

Yfirlýsing Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, hinn 8. júní síðastliðinn um sjálfstæða rannsókn hans á lögmæti ákvörðunar Alþingis um skipun dómara í Landsrétt var óvenjuleg.

Fastir pennar
Fréttamynd

Segir formlegan aðskilnað banka óþarfan

Jón Daníelsson hagfræðingur telur hugmyndir um að skilja að starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka ekki nógu vel ígrundaðar. Aðskilnaður myndi aðeins auka kostnað við bankaþjónustu. Ávinningurinn sé óljós.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Uber áfram til vandræða

Málefni leigubílaþjónustunnar hafa verið mikið til umræðu síðustu misseri eftir að Susan Fowler, fyrrverandi starfsmaður Uber, sakaði yfirmenn sína um kynferðislega áreitni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sextíu íbúðir fyrir eldri borgara

Samkvæmt viljayfirlýsingu sem undirrituð var í gær mun Byggingarsamvinnufélagið Samtök aldraðra byggja 60 íbúðir fyrir eldri borgara á reit Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð.

Innlent
Fréttamynd

Fimm hundruð milljón kíló

Þeir sem hella mjólk út á morgunmatinn sinn upplifa öðru hverju eitt kíló þegar þeir taka upp óopnaða mjólkurfernu. Margfaldaðu þá tilfinningu með 500 milljónum og þú skilur að um er að ræða mikið magn. Hér er verið að tala um útblástur gróðurhúsalofttegunda þ.e. koltvísýring.

Skoðun
Fréttamynd

Þúsundir allslausra í San Francisco

Heimilisleysingjar eru nú algengari sjón á götum San Francisco en í öðrum bandarískum borgum, t.d. New York, Los Angeles og Chicago. Um þetta er að vísu engum óyggjandi staðtölum til að dreifa þar eð hagstofur halda engin gögn um heimilisleysingja, en blaðamenn vestra hafa birt margar greinar um málið undangengin misseri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Íslenskt hugvit

Nýtt þjóðaröryggisráð kom saman á öruggum stað í vikunni. Efni fundarins var svo eldfimt að nauðsynlegt þótti að halda hann í gömlu loftvarnarbyrgi bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli.

Bakþankar
Fréttamynd

Hlutabréfaeign almennings aldrei minni

Bein hlutabréfaeign íslenskra heimila nemur aðeins um fjórum prósentum af markaðsvirði skráðra fyrirtækja. Hlutfallið ekki verið lægra í fimmtán ár. Forstjóri Kauphallarinnar segir þetta "áhyggjuefni“.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Efnavopnaárásin var beiðni um "mannúðaríhlutun“

Þann 4. apríl fórust um 100 manns af völdum efnavopna í bænum Khan Shaykhoun í Idlib, Sýrlandi. Daginn eftir fordæmdi Trump þessa „svívirðilegu aðgerð af hálfu Assadstjórnarinnar“ og sama gerðu allar vestrænar meginfréttastofur – án allrar rannsóknar á vettvangi.

Skoðun
Fréttamynd

Aukakílóin talin hættuleg

Nokkur aukakíló á líkamanum geta verið nóg til að hættan á ótímabærum dauða aukist, að því er ný rannsókn hefur leitt í ljós. Þeir sem yppta öxlum taka áhættu, segja vísindamenn sem stóðu að rannsókninni.

Erlent
Fréttamynd

Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Fyrri hluti

Splunkunýr framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva fór mikinn í Morgunblaðsgrein á dögunum og hjólaði í Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra vegna sjókvíaeldis við Íslandsstrendur. Eins og búast mátti við frá talsmanni sambandsins, er í greininni skautað létt fram hjá staðreyndum

Skoðun
Fréttamynd

Mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum

Fjölmennur hópur íbúa í Kópavogi hefur skrifað undir tvær áskoranir þess efnis að svæði sem afmarkast af Hávegi, Álftröð og Skólatröð verði skipulagt í samráði við íbúa í nærliggjandi götum.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýnd vegna vopnaburðar

Hvorki norsku öryggislögreglunni né forsætisráðuneytinu var kunnugt um að lögreglumenn í Ósló myndu bera hríðskotabyssur á barnahátíð á Miniøya um liðna helgi

Erlent