Fimm hundruð milljón kíló Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 15. júní 2017 07:00 Þeir sem hella mjólk út á morgunmatinn sinn upplifa öðru hverju eitt kíló þegar þeir taka upp óopnaða mjólkurfernu. Margfaldaðu þá tilfinningu með 500 milljónum og þú skilur að um er að ræða mikið magn. Hér er verið að tala um útblástur gróðurhúsalofttegunda þ.e. koltvísýring. 500 milljón kíló er magnið sem við Íslendingar þurfum að minnka, bara í samgöngum, til að ná skuldbindingum okkar í loftslagsmálum fyrir árið 2030. Þetta er ekki markmið heldur skuldbinding sem er, að mínu mati eitthvað, sem þarf að gera en ekki eitthvað sem okkur langar að gera. Samkvæmt skuldbindingum eigum við að minnka útblástur um 40% frá viðmiðunarárinu 1990. En hvað með stóriðjuna og sjávarútveginn? Stóriðjan er í öðru kerfi, ETS-kerfi, sem hefur líka skuldbindingar og er óháð sérbókhaldi Íslands. Það má líkja þessu við bikar- og deildarkeppni í knattspyrnu. Bæði bikar og deild snúast um sama hlutinn þ.e. fótbolta. Fólk vill sjá árangur, og helst verðlaun, í báðum keppnum. Árangur í bikarkeppni gefur þér hins vegar engin stig í deildarkeppninni eða öfugt. Ef t.d. öll álver á Íslandi myndu loka á morgun, þá værum við samt sem áður ekkert nær því að ná skuldbindingum Íslands í loftlagsmálum. Hvað sjávarútveginn varðar, þá er það nú einfaldlega þannig að hann er nú þegar búinn að ná 40% minnkun frá viðmiðunarárinu 1990 með skynsamlegri sóknarstýringu og betri skipum. Bruni jarðefnaeldsneytis er lykilþáttur í útstreymi koltvísýrings og um 70% af útblæstri heims koma til vegna orkunotkunar. Að meðaltali byggjast 80% af frumorkunotkun í heiminum á brennslu jarðefnaeldsneytis. Á Íslandi er þessu öfugt farið þar sem yfir 80% af frumorkunotkun koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Þessi góða staða Íslendinga þrengir mjög aðgerðamöguleika okkar til að draga úr útblæstri. Á meðan aðrar Evrópuþjóðir geta náð 40% samdrætti með blöndu aðgerða sem snúa að raforkuframleiðslu, húshitun og samgöngum þá höfum við einungis samgönguflokkinn til að vinna með.Samgöngur eru lykilatriði Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að þegar kemur að fólksbílum þá eru lausnirnar tilbúnar og ekkert nema innleiðing eftir. Allir sem vilja endurnýja fólksbílinn sinn geta nú keypt nýjan eða notaðan bíl sem gengur að hluta eða öllu leyti fyrir rafmagni eða metani. Ef við setjum þetta magn í samhengi þá samsvara 500 milljón kg útblæstri um 200 þúsund fólksbíla. Það vill svo skemmtilega til að það eru einmitt um 200 þúsund virkir fólksbílar á vegum landsins. Þetta þýðir að til að ná 40% minnkun á útblæstri í samgöngum, miðað við árið 1990, þá þurfum við einfaldlega að skipta út öllum fólksbílum landsins yfir í nýorkubíla fyrir árið 2030. Það er óþarfi að örvænta því allir ættu að geta fundið fólksbíl við hæfi, á næstu árum, sem gengur fyrir öðru en jarðefnaeldsneyti. Í síðasta mánuði voru t.d. rafbílar um 50% af nýskráðum bílum í Noregi. Ef þeir virka í Noregi þá virka þeir hér og það eina sem þarf er neyslustýring með innflutningsgjöldum. Trappa þarf upp innflutningsgjöld á bensín- og dísilbíla og endurmeta þau svo reglulega út frá því hversu hratt orkuskiptin ganga. Ef það stefnir í að við náum ekki Parísarmarkmiðum þá þarf að hækka gjöldin enn frekar og ef það stefnir í óefni þá þarf að íhuga bann við innflutningi á nýjum bensín- og dísilbílum eins og nokkrar hyggjast gera í náinni framtíð. En hvaða forræðishyggja er þetta og aðför að einstaklingsfrelsinu? Mega neytendur ekki bara kaupa eldsneytisfreka fáka í friði? Að mínu mati á neyslustýring rétt á sér í þessu tilfelli þar sem eldsneytisnotkun er því miður ekki einkamál hvers og eins, því að ef við náum ekki markmiðum okkar þá mun kostnaðurinn lenda á okkur öllum. Er sanngjarnt að þurfa að borga fyrir losunarkvóta sem tilkominn er vegna óskynsamlegra bifreiðakaupa nágranna þinna í framtíðinni? Næsti bíll sem þú kaupir verður hreinlega að nota nútímalegri orku en sá gamli. Flóknara er það nú ekki. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Þeir sem hella mjólk út á morgunmatinn sinn upplifa öðru hverju eitt kíló þegar þeir taka upp óopnaða mjólkurfernu. Margfaldaðu þá tilfinningu með 500 milljónum og þú skilur að um er að ræða mikið magn. Hér er verið að tala um útblástur gróðurhúsalofttegunda þ.e. koltvísýring. 500 milljón kíló er magnið sem við Íslendingar þurfum að minnka, bara í samgöngum, til að ná skuldbindingum okkar í loftslagsmálum fyrir árið 2030. Þetta er ekki markmið heldur skuldbinding sem er, að mínu mati eitthvað, sem þarf að gera en ekki eitthvað sem okkur langar að gera. Samkvæmt skuldbindingum eigum við að minnka útblástur um 40% frá viðmiðunarárinu 1990. En hvað með stóriðjuna og sjávarútveginn? Stóriðjan er í öðru kerfi, ETS-kerfi, sem hefur líka skuldbindingar og er óháð sérbókhaldi Íslands. Það má líkja þessu við bikar- og deildarkeppni í knattspyrnu. Bæði bikar og deild snúast um sama hlutinn þ.e. fótbolta. Fólk vill sjá árangur, og helst verðlaun, í báðum keppnum. Árangur í bikarkeppni gefur þér hins vegar engin stig í deildarkeppninni eða öfugt. Ef t.d. öll álver á Íslandi myndu loka á morgun, þá værum við samt sem áður ekkert nær því að ná skuldbindingum Íslands í loftlagsmálum. Hvað sjávarútveginn varðar, þá er það nú einfaldlega þannig að hann er nú þegar búinn að ná 40% minnkun frá viðmiðunarárinu 1990 með skynsamlegri sóknarstýringu og betri skipum. Bruni jarðefnaeldsneytis er lykilþáttur í útstreymi koltvísýrings og um 70% af útblæstri heims koma til vegna orkunotkunar. Að meðaltali byggjast 80% af frumorkunotkun í heiminum á brennslu jarðefnaeldsneytis. Á Íslandi er þessu öfugt farið þar sem yfir 80% af frumorkunotkun koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Þessi góða staða Íslendinga þrengir mjög aðgerðamöguleika okkar til að draga úr útblæstri. Á meðan aðrar Evrópuþjóðir geta náð 40% samdrætti með blöndu aðgerða sem snúa að raforkuframleiðslu, húshitun og samgöngum þá höfum við einungis samgönguflokkinn til að vinna með.Samgöngur eru lykilatriði Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að þegar kemur að fólksbílum þá eru lausnirnar tilbúnar og ekkert nema innleiðing eftir. Allir sem vilja endurnýja fólksbílinn sinn geta nú keypt nýjan eða notaðan bíl sem gengur að hluta eða öllu leyti fyrir rafmagni eða metani. Ef við setjum þetta magn í samhengi þá samsvara 500 milljón kg útblæstri um 200 þúsund fólksbíla. Það vill svo skemmtilega til að það eru einmitt um 200 þúsund virkir fólksbílar á vegum landsins. Þetta þýðir að til að ná 40% minnkun á útblæstri í samgöngum, miðað við árið 1990, þá þurfum við einfaldlega að skipta út öllum fólksbílum landsins yfir í nýorkubíla fyrir árið 2030. Það er óþarfi að örvænta því allir ættu að geta fundið fólksbíl við hæfi, á næstu árum, sem gengur fyrir öðru en jarðefnaeldsneyti. Í síðasta mánuði voru t.d. rafbílar um 50% af nýskráðum bílum í Noregi. Ef þeir virka í Noregi þá virka þeir hér og það eina sem þarf er neyslustýring með innflutningsgjöldum. Trappa þarf upp innflutningsgjöld á bensín- og dísilbíla og endurmeta þau svo reglulega út frá því hversu hratt orkuskiptin ganga. Ef það stefnir í að við náum ekki Parísarmarkmiðum þá þarf að hækka gjöldin enn frekar og ef það stefnir í óefni þá þarf að íhuga bann við innflutningi á nýjum bensín- og dísilbílum eins og nokkrar hyggjast gera í náinni framtíð. En hvaða forræðishyggja er þetta og aðför að einstaklingsfrelsinu? Mega neytendur ekki bara kaupa eldsneytisfreka fáka í friði? Að mínu mati á neyslustýring rétt á sér í þessu tilfelli þar sem eldsneytisnotkun er því miður ekki einkamál hvers og eins, því að ef við náum ekki markmiðum okkar þá mun kostnaðurinn lenda á okkur öllum. Er sanngjarnt að þurfa að borga fyrir losunarkvóta sem tilkominn er vegna óskynsamlegra bifreiðakaupa nágranna þinna í framtíðinni? Næsti bíll sem þú kaupir verður hreinlega að nota nútímalegri orku en sá gamli. Flóknara er það nú ekki. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun