Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Fyrri hluti Pálmi Gunnarsson skrifar 15. júní 2017 07:00 Splunkunýr framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva fór mikinn í Morgunblaðsgrein á dögunum og hjólaði í Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra vegna sjókvíaeldis við Íslandsstrendur. Eins og búast mátti við frá talsmanni sambandsins, er í greininni skautað létt fram hjá staðreyndum en um leið látið að því liggja að Björt Ólafsdóttir hafi ekki hundsvit á því sem hún er að gera og að allir sem vilji fara varlega í sakirnar séu með einum eða öðrum hætti með óhreint mjöl í pokahorninu. Ég veit að Björt er fullfær um að svara fyrir sig og þær ávirðingar sem á hana eru bornar, en það er samt full ástæða til að skoða nokkrar staðhæfingar formannsins.Er laxeldi í opnum sjókvíum umhverfisvænt? Framkvæmdastjórinn spyr hvort ráðherrann hafi kynnt sér reynslu annarra þjóða og hvort hún viti að fiskeldi sé með umhverfisvænstu leiðum sem fyrirfinnist í heiminum til að framleiða mat fyrir vaxandi fólksfjölda. Ekki ætla ég að tíunda stöðuna í Noregi eða Chile en 10 þúsund tonna fiskeldi í opnum sjókvíum eins og starfrækt er í Arnarfirði og fyrirhugað er og í leyfisferli víða á Vestfjörðum, Austfjörðum og í Eyjafirði skilar árlega í sjóinn 5 þúsund tonnum af saur og fóðurleifum sem samsvarar skolpfrárennsli frá 160 þúsund manna byggð. Sjókvíaeldi í opnum sjókvíum getur því varla kallast með umhverfisvænstu leiðum til að framleiða hollan mat. Svo er kannski ágætt að hafa í huga að til að framleiða kíló af eldislaxi þarf 1,35 kíló af fóðri, sem er að verulegu leyti unnið úr fiskimjöli og lýsi. Til að framleiða eitt kíló af fiskimjöli þarf svo 5-6 kíló af fiski; loðnu, kolmunna eða síld. Sjókvíaeldi er þess vegna matarsóun af verstu tegund og verður seint lausn fyrir hungraðan heim.Vel útbúnir til langferða Framkvæmdastjórinn spyr umhverfisráðherrann hvort hún viti að langstærsti hluti strandlengju Íslands sé lokaður fyrir fiskeldi af völdum manna og náttúru og heldur svo áfram og spyr hvort hún viti að um leyfisveitingar til starfseminnar og rekstrarins gildi ströng lög og reglugerðir gagnvart öryggi, heilbrigði og umhverfi. Fyrir það fyrsta sleppa laxar í miklu magni úr opnum sjókvíum. Enginn með lágmarksþekkingu á slíkri starfsemi mótmælir þeirri staðreynd. Í Noregi hafa rannsóknir sýnt farleiðir strokulaxa allt að 2000 kílómetra frá sleppistað að árvatni. Stórtjón á náttúru Íslands er yfirvofandi með strokulaxi norska eldislaxins og ljóst að norskir fjárfestar láta sér í léttu rúmi liggja afleiðingar af slíkum sleppingum. Þeir hafa nú þegar valdið óbætanlegu tjóni á stórum hluta norskra, skoskra og írskra veiðiáa svo ekki sé minnst á afleiðingar sjókvíaeldis í Chile sem ég hvet alla til að kynna sér. Það er sama hvernig talsmenn norsku fyrirtækjanna reyna að tala þennan iðnað upp, afleiðingarnar blasa við meðan púkinn á fjósbitanum fitnar á kostnað náttúrunnar og komandi kynslóða.Neyðaraðgerð með lúsaeitri Framkvæmdastjórinn hælir íslenskum sjókvíaeldisfyrirtækjum sem hann segir að noti ekki nein lyf og klykkir síðan út með möntrunni um að sjókvíaeldisfiskur innihaldi mun minna magn mengunarefna en sá villti. Lyf er fallegt orð yfir lúsaeitur sem hefur verið notað í miklum mæli með afdrifaríkum afleiðingum. Síðustu fréttir frá frændum okkar Norðmönnum eru þær að farið sé að sprengja lúsina af laxinum með vetnisperkosid þar sem flestöll eiturefni sem notuð hafa verið á lúsina séu að verða gagnslaus vegna þess að lúsin myndar mótefni gegn þeim. Stutt er síðan MAST sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem sagði meðal annars. „Staðreyndin er sú að laxalús hefur aldrei valdið vandræðum í íslensku sjókvíaeldi“ en þessari fréttatilkynningu var nokkrum dögum síðar fylgt eftir með annarri þar sem tilkynnt var um neyðaraðgerð með lúsaeitri til að vinna gegn lúsafári í Arnarfirði. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Sjá meira
Splunkunýr framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva fór mikinn í Morgunblaðsgrein á dögunum og hjólaði í Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra vegna sjókvíaeldis við Íslandsstrendur. Eins og búast mátti við frá talsmanni sambandsins, er í greininni skautað létt fram hjá staðreyndum en um leið látið að því liggja að Björt Ólafsdóttir hafi ekki hundsvit á því sem hún er að gera og að allir sem vilji fara varlega í sakirnar séu með einum eða öðrum hætti með óhreint mjöl í pokahorninu. Ég veit að Björt er fullfær um að svara fyrir sig og þær ávirðingar sem á hana eru bornar, en það er samt full ástæða til að skoða nokkrar staðhæfingar formannsins.Er laxeldi í opnum sjókvíum umhverfisvænt? Framkvæmdastjórinn spyr hvort ráðherrann hafi kynnt sér reynslu annarra þjóða og hvort hún viti að fiskeldi sé með umhverfisvænstu leiðum sem fyrirfinnist í heiminum til að framleiða mat fyrir vaxandi fólksfjölda. Ekki ætla ég að tíunda stöðuna í Noregi eða Chile en 10 þúsund tonna fiskeldi í opnum sjókvíum eins og starfrækt er í Arnarfirði og fyrirhugað er og í leyfisferli víða á Vestfjörðum, Austfjörðum og í Eyjafirði skilar árlega í sjóinn 5 þúsund tonnum af saur og fóðurleifum sem samsvarar skolpfrárennsli frá 160 þúsund manna byggð. Sjókvíaeldi í opnum sjókvíum getur því varla kallast með umhverfisvænstu leiðum til að framleiða hollan mat. Svo er kannski ágætt að hafa í huga að til að framleiða kíló af eldislaxi þarf 1,35 kíló af fóðri, sem er að verulegu leyti unnið úr fiskimjöli og lýsi. Til að framleiða eitt kíló af fiskimjöli þarf svo 5-6 kíló af fiski; loðnu, kolmunna eða síld. Sjókvíaeldi er þess vegna matarsóun af verstu tegund og verður seint lausn fyrir hungraðan heim.Vel útbúnir til langferða Framkvæmdastjórinn spyr umhverfisráðherrann hvort hún viti að langstærsti hluti strandlengju Íslands sé lokaður fyrir fiskeldi af völdum manna og náttúru og heldur svo áfram og spyr hvort hún viti að um leyfisveitingar til starfseminnar og rekstrarins gildi ströng lög og reglugerðir gagnvart öryggi, heilbrigði og umhverfi. Fyrir það fyrsta sleppa laxar í miklu magni úr opnum sjókvíum. Enginn með lágmarksþekkingu á slíkri starfsemi mótmælir þeirri staðreynd. Í Noregi hafa rannsóknir sýnt farleiðir strokulaxa allt að 2000 kílómetra frá sleppistað að árvatni. Stórtjón á náttúru Íslands er yfirvofandi með strokulaxi norska eldislaxins og ljóst að norskir fjárfestar láta sér í léttu rúmi liggja afleiðingar af slíkum sleppingum. Þeir hafa nú þegar valdið óbætanlegu tjóni á stórum hluta norskra, skoskra og írskra veiðiáa svo ekki sé minnst á afleiðingar sjókvíaeldis í Chile sem ég hvet alla til að kynna sér. Það er sama hvernig talsmenn norsku fyrirtækjanna reyna að tala þennan iðnað upp, afleiðingarnar blasa við meðan púkinn á fjósbitanum fitnar á kostnað náttúrunnar og komandi kynslóða.Neyðaraðgerð með lúsaeitri Framkvæmdastjórinn hælir íslenskum sjókvíaeldisfyrirtækjum sem hann segir að noti ekki nein lyf og klykkir síðan út með möntrunni um að sjókvíaeldisfiskur innihaldi mun minna magn mengunarefna en sá villti. Lyf er fallegt orð yfir lúsaeitur sem hefur verið notað í miklum mæli með afdrifaríkum afleiðingum. Síðustu fréttir frá frændum okkar Norðmönnum eru þær að farið sé að sprengja lúsina af laxinum með vetnisperkosid þar sem flestöll eiturefni sem notuð hafa verið á lúsina séu að verða gagnslaus vegna þess að lúsin myndar mótefni gegn þeim. Stutt er síðan MAST sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem sagði meðal annars. „Staðreyndin er sú að laxalús hefur aldrei valdið vandræðum í íslensku sjókvíaeldi“ en þessari fréttatilkynningu var nokkrum dögum síðar fylgt eftir með annarri þar sem tilkynnt var um neyðaraðgerð með lúsaeitri til að vinna gegn lúsafári í Arnarfirði. Höfundur er tónlistarmaður.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar