Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Fyrri hluti Pálmi Gunnarsson skrifar 15. júní 2017 07:00 Splunkunýr framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva fór mikinn í Morgunblaðsgrein á dögunum og hjólaði í Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra vegna sjókvíaeldis við Íslandsstrendur. Eins og búast mátti við frá talsmanni sambandsins, er í greininni skautað létt fram hjá staðreyndum en um leið látið að því liggja að Björt Ólafsdóttir hafi ekki hundsvit á því sem hún er að gera og að allir sem vilji fara varlega í sakirnar séu með einum eða öðrum hætti með óhreint mjöl í pokahorninu. Ég veit að Björt er fullfær um að svara fyrir sig og þær ávirðingar sem á hana eru bornar, en það er samt full ástæða til að skoða nokkrar staðhæfingar formannsins.Er laxeldi í opnum sjókvíum umhverfisvænt? Framkvæmdastjórinn spyr hvort ráðherrann hafi kynnt sér reynslu annarra þjóða og hvort hún viti að fiskeldi sé með umhverfisvænstu leiðum sem fyrirfinnist í heiminum til að framleiða mat fyrir vaxandi fólksfjölda. Ekki ætla ég að tíunda stöðuna í Noregi eða Chile en 10 þúsund tonna fiskeldi í opnum sjókvíum eins og starfrækt er í Arnarfirði og fyrirhugað er og í leyfisferli víða á Vestfjörðum, Austfjörðum og í Eyjafirði skilar árlega í sjóinn 5 þúsund tonnum af saur og fóðurleifum sem samsvarar skolpfrárennsli frá 160 þúsund manna byggð. Sjókvíaeldi í opnum sjókvíum getur því varla kallast með umhverfisvænstu leiðum til að framleiða hollan mat. Svo er kannski ágætt að hafa í huga að til að framleiða kíló af eldislaxi þarf 1,35 kíló af fóðri, sem er að verulegu leyti unnið úr fiskimjöli og lýsi. Til að framleiða eitt kíló af fiskimjöli þarf svo 5-6 kíló af fiski; loðnu, kolmunna eða síld. Sjókvíaeldi er þess vegna matarsóun af verstu tegund og verður seint lausn fyrir hungraðan heim.Vel útbúnir til langferða Framkvæmdastjórinn spyr umhverfisráðherrann hvort hún viti að langstærsti hluti strandlengju Íslands sé lokaður fyrir fiskeldi af völdum manna og náttúru og heldur svo áfram og spyr hvort hún viti að um leyfisveitingar til starfseminnar og rekstrarins gildi ströng lög og reglugerðir gagnvart öryggi, heilbrigði og umhverfi. Fyrir það fyrsta sleppa laxar í miklu magni úr opnum sjókvíum. Enginn með lágmarksþekkingu á slíkri starfsemi mótmælir þeirri staðreynd. Í Noregi hafa rannsóknir sýnt farleiðir strokulaxa allt að 2000 kílómetra frá sleppistað að árvatni. Stórtjón á náttúru Íslands er yfirvofandi með strokulaxi norska eldislaxins og ljóst að norskir fjárfestar láta sér í léttu rúmi liggja afleiðingar af slíkum sleppingum. Þeir hafa nú þegar valdið óbætanlegu tjóni á stórum hluta norskra, skoskra og írskra veiðiáa svo ekki sé minnst á afleiðingar sjókvíaeldis í Chile sem ég hvet alla til að kynna sér. Það er sama hvernig talsmenn norsku fyrirtækjanna reyna að tala þennan iðnað upp, afleiðingarnar blasa við meðan púkinn á fjósbitanum fitnar á kostnað náttúrunnar og komandi kynslóða.Neyðaraðgerð með lúsaeitri Framkvæmdastjórinn hælir íslenskum sjókvíaeldisfyrirtækjum sem hann segir að noti ekki nein lyf og klykkir síðan út með möntrunni um að sjókvíaeldisfiskur innihaldi mun minna magn mengunarefna en sá villti. Lyf er fallegt orð yfir lúsaeitur sem hefur verið notað í miklum mæli með afdrifaríkum afleiðingum. Síðustu fréttir frá frændum okkar Norðmönnum eru þær að farið sé að sprengja lúsina af laxinum með vetnisperkosid þar sem flestöll eiturefni sem notuð hafa verið á lúsina séu að verða gagnslaus vegna þess að lúsin myndar mótefni gegn þeim. Stutt er síðan MAST sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem sagði meðal annars. „Staðreyndin er sú að laxalús hefur aldrei valdið vandræðum í íslensku sjókvíaeldi“ en þessari fréttatilkynningu var nokkrum dögum síðar fylgt eftir með annarri þar sem tilkynnt var um neyðaraðgerð með lúsaeitri til að vinna gegn lúsafári í Arnarfirði. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Splunkunýr framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva fór mikinn í Morgunblaðsgrein á dögunum og hjólaði í Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra vegna sjókvíaeldis við Íslandsstrendur. Eins og búast mátti við frá talsmanni sambandsins, er í greininni skautað létt fram hjá staðreyndum en um leið látið að því liggja að Björt Ólafsdóttir hafi ekki hundsvit á því sem hún er að gera og að allir sem vilji fara varlega í sakirnar séu með einum eða öðrum hætti með óhreint mjöl í pokahorninu. Ég veit að Björt er fullfær um að svara fyrir sig og þær ávirðingar sem á hana eru bornar, en það er samt full ástæða til að skoða nokkrar staðhæfingar formannsins.Er laxeldi í opnum sjókvíum umhverfisvænt? Framkvæmdastjórinn spyr hvort ráðherrann hafi kynnt sér reynslu annarra þjóða og hvort hún viti að fiskeldi sé með umhverfisvænstu leiðum sem fyrirfinnist í heiminum til að framleiða mat fyrir vaxandi fólksfjölda. Ekki ætla ég að tíunda stöðuna í Noregi eða Chile en 10 þúsund tonna fiskeldi í opnum sjókvíum eins og starfrækt er í Arnarfirði og fyrirhugað er og í leyfisferli víða á Vestfjörðum, Austfjörðum og í Eyjafirði skilar árlega í sjóinn 5 þúsund tonnum af saur og fóðurleifum sem samsvarar skolpfrárennsli frá 160 þúsund manna byggð. Sjókvíaeldi í opnum sjókvíum getur því varla kallast með umhverfisvænstu leiðum til að framleiða hollan mat. Svo er kannski ágætt að hafa í huga að til að framleiða kíló af eldislaxi þarf 1,35 kíló af fóðri, sem er að verulegu leyti unnið úr fiskimjöli og lýsi. Til að framleiða eitt kíló af fiskimjöli þarf svo 5-6 kíló af fiski; loðnu, kolmunna eða síld. Sjókvíaeldi er þess vegna matarsóun af verstu tegund og verður seint lausn fyrir hungraðan heim.Vel útbúnir til langferða Framkvæmdastjórinn spyr umhverfisráðherrann hvort hún viti að langstærsti hluti strandlengju Íslands sé lokaður fyrir fiskeldi af völdum manna og náttúru og heldur svo áfram og spyr hvort hún viti að um leyfisveitingar til starfseminnar og rekstrarins gildi ströng lög og reglugerðir gagnvart öryggi, heilbrigði og umhverfi. Fyrir það fyrsta sleppa laxar í miklu magni úr opnum sjókvíum. Enginn með lágmarksþekkingu á slíkri starfsemi mótmælir þeirri staðreynd. Í Noregi hafa rannsóknir sýnt farleiðir strokulaxa allt að 2000 kílómetra frá sleppistað að árvatni. Stórtjón á náttúru Íslands er yfirvofandi með strokulaxi norska eldislaxins og ljóst að norskir fjárfestar láta sér í léttu rúmi liggja afleiðingar af slíkum sleppingum. Þeir hafa nú þegar valdið óbætanlegu tjóni á stórum hluta norskra, skoskra og írskra veiðiáa svo ekki sé minnst á afleiðingar sjókvíaeldis í Chile sem ég hvet alla til að kynna sér. Það er sama hvernig talsmenn norsku fyrirtækjanna reyna að tala þennan iðnað upp, afleiðingarnar blasa við meðan púkinn á fjósbitanum fitnar á kostnað náttúrunnar og komandi kynslóða.Neyðaraðgerð með lúsaeitri Framkvæmdastjórinn hælir íslenskum sjókvíaeldisfyrirtækjum sem hann segir að noti ekki nein lyf og klykkir síðan út með möntrunni um að sjókvíaeldisfiskur innihaldi mun minna magn mengunarefna en sá villti. Lyf er fallegt orð yfir lúsaeitur sem hefur verið notað í miklum mæli með afdrifaríkum afleiðingum. Síðustu fréttir frá frændum okkar Norðmönnum eru þær að farið sé að sprengja lúsina af laxinum með vetnisperkosid þar sem flestöll eiturefni sem notuð hafa verið á lúsina séu að verða gagnslaus vegna þess að lúsin myndar mótefni gegn þeim. Stutt er síðan MAST sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem sagði meðal annars. „Staðreyndin er sú að laxalús hefur aldrei valdið vandræðum í íslensku sjókvíaeldi“ en þessari fréttatilkynningu var nokkrum dögum síðar fylgt eftir með annarri þar sem tilkynnt var um neyðaraðgerð með lúsaeitri til að vinna gegn lúsafári í Arnarfirði. Höfundur er tónlistarmaður.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar