Brexit gæti leitt til greiðari markaðsaðgangs fyrir Ísland Sæunn Gísladóttir skrifar 15. júní 2017 07:00 Brexit gæti haft í för tækifæri fyrir íslenskan sjávarútveg. Vísir/Vilhelm „Í þeim skilaboðum sem ég hef séð frá breskum stjórnvöldum og af þeim fundum sem ég hef setið þá er ríkur vilji af hálfu Breta að halda áfram að vinna að traustu viðskiptasambandi við Ísland. Við höfum séð jákvæð merki um það og finnum ekki fyrir öðru,“ segir Ingólfur Friðriksson, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu. Ingólfur heldur erindi á morgunverðarfundi sem fer fram á Grand Hóteli í dag undir yfirskriftinni Brexit – tækifæri og áskoranir til sjós og lands. „Þetta er stórt og mikið hagsmunamál, þetta er nágrannaríki okkar og 11 prósent af þjónustu- og vöruviðskiptum fara þangað, það er mikilvægt að tryggja íslenska hagsmuni,“ segir Ingólfur.Ingólfur Friðriksson, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu. Mynd/AðsendFram kemur í hagsmunagreiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins frá því í lok maí að tryggja megi áframhaldandi greiðan markaðsaðgang fyrir íslenskar sjávarafurðir til Bretlands með gerð hagfellds fríverslunarsamnings, tvíhliða eða með hinum EFTA-ríkjunum. Slíkur samningur gæti skapað tækifæri fyrir enn greiðari aðgang en nú er með því að tollar féllu einnig niður af afurðum sem í dag bera toll inn til ESB. Ingólfur bendir á að margar af okkar helstu útflutningsvörum til Bretlands njóti fríverslunar í dag. Ef ekki væri fyrir EES-samninginn myndu vörur okkar mæta allt að 18 prósenta tollum. Ingólfur telur þó tækifæri í að endursemja við Breta. „Það sem við þurfum að horfast í augu við er að EES-samningurinn og þeir samningar sem við höfum verið að styðjast við eru orðnir dálítið gamlir. Við erum enn að byggja ákveðin viðskiptakjör á samningum frá 1972 og 1992, þó að þessir samningar gefi okkur mikinn aðgang inn á Evrópu þá taka þeir mið af viðskiptamynstri sem var þá. Í dag er til dæmis meiri eftirspurn eftir ferskum fiski sem þetta endurspeglar ekki. Þarna eru vissulega sóknartækifæri í samningum við Bretana og hina á Evrópumarkaði,“ segir Ingólfur. Að hans mati munu nýliðnar kosningar í Bretlandi koma til með að hafa áhrif á samninga. „Óvissan er núna um hvort stefnubreytingu verði, um hvað Brexit muni þýða og hvað muni taka við, hvort það verði „hart“ eða „mjúkt“ Brexit.“ Verið er að vinna hagsmunagreiningu með þátttöku allra ráðuneyta. Þegar hún liggur fyrir verður farið í viðtækt samráð við hagsmunaaðila til að undirbúa Ísland áfram fyrir viðræðurnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Í þeim skilaboðum sem ég hef séð frá breskum stjórnvöldum og af þeim fundum sem ég hef setið þá er ríkur vilji af hálfu Breta að halda áfram að vinna að traustu viðskiptasambandi við Ísland. Við höfum séð jákvæð merki um það og finnum ekki fyrir öðru,“ segir Ingólfur Friðriksson, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu. Ingólfur heldur erindi á morgunverðarfundi sem fer fram á Grand Hóteli í dag undir yfirskriftinni Brexit – tækifæri og áskoranir til sjós og lands. „Þetta er stórt og mikið hagsmunamál, þetta er nágrannaríki okkar og 11 prósent af þjónustu- og vöruviðskiptum fara þangað, það er mikilvægt að tryggja íslenska hagsmuni,“ segir Ingólfur.Ingólfur Friðriksson, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu. Mynd/AðsendFram kemur í hagsmunagreiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins frá því í lok maí að tryggja megi áframhaldandi greiðan markaðsaðgang fyrir íslenskar sjávarafurðir til Bretlands með gerð hagfellds fríverslunarsamnings, tvíhliða eða með hinum EFTA-ríkjunum. Slíkur samningur gæti skapað tækifæri fyrir enn greiðari aðgang en nú er með því að tollar féllu einnig niður af afurðum sem í dag bera toll inn til ESB. Ingólfur bendir á að margar af okkar helstu útflutningsvörum til Bretlands njóti fríverslunar í dag. Ef ekki væri fyrir EES-samninginn myndu vörur okkar mæta allt að 18 prósenta tollum. Ingólfur telur þó tækifæri í að endursemja við Breta. „Það sem við þurfum að horfast í augu við er að EES-samningurinn og þeir samningar sem við höfum verið að styðjast við eru orðnir dálítið gamlir. Við erum enn að byggja ákveðin viðskiptakjör á samningum frá 1972 og 1992, þó að þessir samningar gefi okkur mikinn aðgang inn á Evrópu þá taka þeir mið af viðskiptamynstri sem var þá. Í dag er til dæmis meiri eftirspurn eftir ferskum fiski sem þetta endurspeglar ekki. Þarna eru vissulega sóknartækifæri í samningum við Bretana og hina á Evrópumarkaði,“ segir Ingólfur. Að hans mati munu nýliðnar kosningar í Bretlandi koma til með að hafa áhrif á samninga. „Óvissan er núna um hvort stefnubreytingu verði, um hvað Brexit muni þýða og hvað muni taka við, hvort það verði „hart“ eða „mjúkt“ Brexit.“ Verið er að vinna hagsmunagreiningu með þátttöku allra ráðuneyta. Þegar hún liggur fyrir verður farið í viðtækt samráð við hagsmunaaðila til að undirbúa Ísland áfram fyrir viðræðurnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira