Seðlabanki vinnur á móti styrkingu krónunnar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. júní 2017 07:00 Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Vísir/GVA Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, telur að ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um að lækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentustig sé afar jákvætt skref. Með lækkuninni dragi nefndin úr muninum á innlendum og erlendum vöxtum og vinni þannig á móti mikilli styrkingu krónunnar. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, eru því orðnir 4,5%. Þrátt fyrir lækkunina segir Ingólfur að munurinn á nafnvöxtum til skamms tíma, innanlands og erlendis, sé enn mikill eða ríflega fjögur prósentustig en skammtímavextir eru enn mjög lágir í helstu viðskiptalöndum Íslands. Ingólfur segir að raunvaxtamunur sé einnig mikill og hafi ekki lækkað að sama skapi og nafnvaxtamunurinn. „Mikill munur innlendra og erlendra vaxta er því enn talsverður hvati fyrir fjárfesta til að halda fjármunaeignum sínum í krónum sem eykur styrk gjaldmiðilsins. Er þetta umhugsunarefni fyrir næstu skref peningastefnunefndar,“ segir hann. Ingólfur nefnir auk þess að verðbólga sé mjög hófleg, eða 1,7%, og undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Þá séu verðbólguhorfur góðar og verðbólguvæntingar lágar. Því virðist vera svigrúm fyrir nefndina til þess að stíga frekari skref til lækkunar vaxta. Í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar kemur einmitt fram að verðbólguvæntingar til bæði skamms og langs tíma hafi lækkað áfram frá síðasta fundi nefndarinnar. Þá hafi raunvextir bankans hækkað. Gagnstæðir kraftar hafi sem fyrr áhrif á verðbólguhorfur, þar sem hækkun gengis krónunnar og lítil alþjóðleg verðbólga vegi á móti verðbólguþrýstingi af innlendum rótum. Í yfirlýsingunni er jafnframt bent á að skýr merki um spennu í þjóðarbúskapnum kalli á peningalegt aðhald svo að tryggja megi verðstöðugleika. Hækkun raunvaxta bankans feli hins vegar í sér nokkru meira aðhald en nefndin hafði stefnt að og telur nægilegt til þess að stuðla að verðstöðugleika. Peningastefnunefndin ákveður næst vexti 23. ágúst. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, telur að ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um að lækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentustig sé afar jákvætt skref. Með lækkuninni dragi nefndin úr muninum á innlendum og erlendum vöxtum og vinni þannig á móti mikilli styrkingu krónunnar. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, eru því orðnir 4,5%. Þrátt fyrir lækkunina segir Ingólfur að munurinn á nafnvöxtum til skamms tíma, innanlands og erlendis, sé enn mikill eða ríflega fjögur prósentustig en skammtímavextir eru enn mjög lágir í helstu viðskiptalöndum Íslands. Ingólfur segir að raunvaxtamunur sé einnig mikill og hafi ekki lækkað að sama skapi og nafnvaxtamunurinn. „Mikill munur innlendra og erlendra vaxta er því enn talsverður hvati fyrir fjárfesta til að halda fjármunaeignum sínum í krónum sem eykur styrk gjaldmiðilsins. Er þetta umhugsunarefni fyrir næstu skref peningastefnunefndar,“ segir hann. Ingólfur nefnir auk þess að verðbólga sé mjög hófleg, eða 1,7%, og undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Þá séu verðbólguhorfur góðar og verðbólguvæntingar lágar. Því virðist vera svigrúm fyrir nefndina til þess að stíga frekari skref til lækkunar vaxta. Í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar kemur einmitt fram að verðbólguvæntingar til bæði skamms og langs tíma hafi lækkað áfram frá síðasta fundi nefndarinnar. Þá hafi raunvextir bankans hækkað. Gagnstæðir kraftar hafi sem fyrr áhrif á verðbólguhorfur, þar sem hækkun gengis krónunnar og lítil alþjóðleg verðbólga vegi á móti verðbólguþrýstingi af innlendum rótum. Í yfirlýsingunni er jafnframt bent á að skýr merki um spennu í þjóðarbúskapnum kalli á peningalegt aðhald svo að tryggja megi verðstöðugleika. Hækkun raunvaxta bankans feli hins vegar í sér nokkru meira aðhald en nefndin hafði stefnt að og telur nægilegt til þess að stuðla að verðstöðugleika. Peningastefnunefndin ákveður næst vexti 23. ágúst.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira