Seðlabanki vinnur á móti styrkingu krónunnar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. júní 2017 07:00 Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Vísir/GVA Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, telur að ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um að lækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentustig sé afar jákvætt skref. Með lækkuninni dragi nefndin úr muninum á innlendum og erlendum vöxtum og vinni þannig á móti mikilli styrkingu krónunnar. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, eru því orðnir 4,5%. Þrátt fyrir lækkunina segir Ingólfur að munurinn á nafnvöxtum til skamms tíma, innanlands og erlendis, sé enn mikill eða ríflega fjögur prósentustig en skammtímavextir eru enn mjög lágir í helstu viðskiptalöndum Íslands. Ingólfur segir að raunvaxtamunur sé einnig mikill og hafi ekki lækkað að sama skapi og nafnvaxtamunurinn. „Mikill munur innlendra og erlendra vaxta er því enn talsverður hvati fyrir fjárfesta til að halda fjármunaeignum sínum í krónum sem eykur styrk gjaldmiðilsins. Er þetta umhugsunarefni fyrir næstu skref peningastefnunefndar,“ segir hann. Ingólfur nefnir auk þess að verðbólga sé mjög hófleg, eða 1,7%, og undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Þá séu verðbólguhorfur góðar og verðbólguvæntingar lágar. Því virðist vera svigrúm fyrir nefndina til þess að stíga frekari skref til lækkunar vaxta. Í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar kemur einmitt fram að verðbólguvæntingar til bæði skamms og langs tíma hafi lækkað áfram frá síðasta fundi nefndarinnar. Þá hafi raunvextir bankans hækkað. Gagnstæðir kraftar hafi sem fyrr áhrif á verðbólguhorfur, þar sem hækkun gengis krónunnar og lítil alþjóðleg verðbólga vegi á móti verðbólguþrýstingi af innlendum rótum. Í yfirlýsingunni er jafnframt bent á að skýr merki um spennu í þjóðarbúskapnum kalli á peningalegt aðhald svo að tryggja megi verðstöðugleika. Hækkun raunvaxta bankans feli hins vegar í sér nokkru meira aðhald en nefndin hafði stefnt að og telur nægilegt til þess að stuðla að verðstöðugleika. Peningastefnunefndin ákveður næst vexti 23. ágúst. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, telur að ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um að lækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentustig sé afar jákvætt skref. Með lækkuninni dragi nefndin úr muninum á innlendum og erlendum vöxtum og vinni þannig á móti mikilli styrkingu krónunnar. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, eru því orðnir 4,5%. Þrátt fyrir lækkunina segir Ingólfur að munurinn á nafnvöxtum til skamms tíma, innanlands og erlendis, sé enn mikill eða ríflega fjögur prósentustig en skammtímavextir eru enn mjög lágir í helstu viðskiptalöndum Íslands. Ingólfur segir að raunvaxtamunur sé einnig mikill og hafi ekki lækkað að sama skapi og nafnvaxtamunurinn. „Mikill munur innlendra og erlendra vaxta er því enn talsverður hvati fyrir fjárfesta til að halda fjármunaeignum sínum í krónum sem eykur styrk gjaldmiðilsins. Er þetta umhugsunarefni fyrir næstu skref peningastefnunefndar,“ segir hann. Ingólfur nefnir auk þess að verðbólga sé mjög hófleg, eða 1,7%, og undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Þá séu verðbólguhorfur góðar og verðbólguvæntingar lágar. Því virðist vera svigrúm fyrir nefndina til þess að stíga frekari skref til lækkunar vaxta. Í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar kemur einmitt fram að verðbólguvæntingar til bæði skamms og langs tíma hafi lækkað áfram frá síðasta fundi nefndarinnar. Þá hafi raunvextir bankans hækkað. Gagnstæðir kraftar hafi sem fyrr áhrif á verðbólguhorfur, þar sem hækkun gengis krónunnar og lítil alþjóðleg verðbólga vegi á móti verðbólguþrýstingi af innlendum rótum. Í yfirlýsingunni er jafnframt bent á að skýr merki um spennu í þjóðarbúskapnum kalli á peningalegt aðhald svo að tryggja megi verðstöðugleika. Hækkun raunvaxta bankans feli hins vegar í sér nokkru meira aðhald en nefndin hafði stefnt að og telur nægilegt til þess að stuðla að verðstöðugleika. Peningastefnunefndin ákveður næst vexti 23. ágúst.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira