Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Skátar valda minna álagi á Strætó en talið var

Strætó hefur einna helst þurft að bregðast við auknu álagi vegna heimsmóts skáta hér á landi á leið 57, sem fer upp að Esju. Óttast var að mótið myndi sprengja almenningssamgöngukerfi borgarinnar en það hefur ekki gerst.

Innlent
Fréttamynd

Breikkuðu veg yfir ræsi

Gröfumaður á vegum Vegagerðarinnar breikkaði í fyrradag veginn yfir umdeild ræsi sem komið var fyrir í Laugalæk í Landmannalaugum um þar síðustu helgi.

Innlent
Fréttamynd

Óvinnufær í hálft ár eftir handtökuna

Lögreglumennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku í maí voru varaðir við því að þeir myndu fótbrjóta manninn. Missti vinnuna og mun þurfa langa endurhæfingu.

Innlent
Fréttamynd

Eignir í stýringu lækkuðu um 27 milljarða

Eignir í stýringu Landsbréfa, dótturfélags Landsbankans, lækkuðu um 27 milljarða króna eða um fimmtán prósent á fyrstu sex mánuðum ársins. Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa, segir að skýringuna megi að langmestu leyti rekja til mikilla sveiflna í stærð lausafjársjóða í stýringu félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Palestínumenn sungu og dönsuðu af gleði í Jerúsalem

Palestínumenn flykktust aftur á Musterishæðina í Jerúsalem, sem múslimar kalla reyndar Haram al-Sharif, til þess að leggjast á bæn. Yfirvöld í Ísrael ákváðu að taka niður öryggishlið og öryggismyndavélar sem hafði verið komið þar upp til að fylgjast með Palestínumönnum í kjölfar þess að tveir ísraelskir lögreglumenn voru skotnir til bana á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Met í hvalaskoðun en útlit fyrir lægð í haust

Rúmlega 1.000 manns fóru í hvalaskoðun á vegum Norðursiglingar á mánudag sem er met hjá fyrirtækinu sem hefur starfað í 23 ár. Útlit er þó fyrir stöðnun og jafnvel samdrátt í haust þar sem ferðamenn stoppa nú skemur en áður á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu

Formenn Trans-Íslands og Samtakanna '78 segja ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna transfólki að starfa fyrir her landsins ekki koma á óvart. Ákvörðunin markar brotthvarf frá stefnu Obama, fyrrverandi forseta.

Innlent
Fréttamynd

Er gengið rétt?

Hvenær er gengið rétt og hvenær er gengið ekki rétt? Fari í helvíti sem gengið er rétt. Og þó.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hugrekkið og sannleikurinn

Þegar ég var lítill drengur var bókin um Gosa einhvern tímann lesin fyrir mig. Á þeim tíma hafði sagan ekki mikla þýðingu fyrir mér aðra en þá að ég lærði að maður skyldi aldrei segja ósatt.

Bakþankar
Fréttamynd

Leyfum samruna Haga og Lyfju

Eins og kunnugt er hafnaði Samkeppnisstofnun nýverið samruna Haga og Lyfju. Rökin voru að við samrunann yrðu Hagar helst til fyrirferðarmiklir á heilsu- og snyrtivörumarkaði. Þessi ótti er ástæðulaus. Þvert á móti, líklegt er að samruninn yrði til verulegra hagsbóta fyrir neytendur.

Skoðun
Fréttamynd

Gegn hnignun

Miðað við þá erfiðleika sem fyrstu kynslóðir Íslendinga bjuggu við og það vonleysi sem blasti við þeim vegna náttúruvár og ýmissa áfalla er merkilegt að hér á landi hafi byggst upp og þrifist samfélag.

Fastir pennar
Fréttamynd

Innkoma Costco er ekki úrslitaatriði

Sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins um að ógilda samruna Haga og Lyfju komi ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti. Félögin séu bæði í markaðsráðandi eða mjög sterkri stöðu á sínum mörkuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Pólverjar fá mánaðarfrest til að hlýða

Framkvæmdastjórn ESB gefur Pólverjum mánuð til að draga til baka umdeild áform um breytingar á dómskerfinu. Stjórnarandstæðingar segja ríkisstjórnarflokkinn reyna að taka sér meiri völd. Ríkisstjórnin segir dómskerfið spillt.

Erlent
Fréttamynd

Vígbúast fyrir Druslugönguna

Öryggisgæsla í Druslugöngunni á laugardag verður með sama hætti og á öðrum stærri viðburðum sem haldnir hafa verið í Reykjavík í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Hugmynd frá almenningi!

Ekki er liðið ár frá síðustu alþingiskosningum. Enn styttri tími frá stjórnarmyndun. Þau voru ófá sem þótti ámælisvert að Björt framtíð skyldi verða til þess að færa Sjálfstæðisflokknum stjórnartaumana í hendur, töldu að þar með væri Björt framtíð að ganga erinda fjármagnsins.

Skoðun