Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli

Einhugur er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að boða til nýrra kosninga. Formaðurinn leggur til að kosið verði í nóvember. Hann segir það áfall að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing.

Innlent
Fréttamynd

Kveðjukoss Cassini

Geimfarið Cassini hefur tekið sína síðustu dýfu milli hringa Satúrnusar. Næsta ferð þangað verður farin í leit að framandi lífi.

Erlent
Fréttamynd

Umfangsmikil leit að hryðjuverkamanni

Sprengjuárás á neðanjarðarlest í Lundúnum er rannsökuð sem hryðjuverk. Hundruð lögreglumanna leituðu árásarmannsins í gær en talið er að hann hafi flúið af vettvangi.

Erlent
Fréttamynd

Leirfinnur í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir

Hinn goðsagnakenndi Leirfinnur verður sýndur á sýningu ljósmyndarans Jacks Letham um Guðmundar- og Geirfinnsmál í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Styttan olli miklum usla á sínum tíma og hefur valdið mönnum heilabrotum alla tíð.

Innlent
Fréttamynd

Heillaðist af Guðmundar- og Geirfinnsmálum

Ljósmyndarinn Jack Letham opnar í dag í Ljósmyndasafni Reykjavíkur ljósmyndasýninguna Mál 214 en nafnið er skírskotun í máls-númer Guðmundar- og Geirfinnsmála í Hæstarétti – 214:1978.

Menning
Fréttamynd

Hlutverk Kínverja og Rússa að svara tilrauninni

Yfirvöld í Norður-Kóreu svöruðu nýjum viðskiptaþvingunum í fyrrinótt með sínu lengsta eldflaugaskoti til þessa. Eldflaugin flaug yfir norðurhluta Japans í um 770 kílómetra hæð. Flaug hún alls 3.700 kílómetra sem myndi duga til að hæfa eyjuna Gvam. Norður-Kórea hefur ítrekað hótað að ráðast á eyjuna.

Erlent
Fréttamynd

Ráðuneytið dregur að afhenda gögnin

Gögn um uppreist æru Hjalta Sigurjóns Haukssonar fengust ekki afhent í gær. Fyrr um daginn hafði dómsmálaráðuneytið talið líklegt að það tækist þann daginn. Ekki var unnt að afhenda hluta gagnanna.

Innlent
Fréttamynd

Sófalýðræði

Það er mikilvægt að almenningur veiti valdhöfum aðhald. Það þarf að mótmæla óréttlæti og kalla eftir breytingum þegar lög og reglur halda ekki í við samfélagið. Þetta eru algerir grundvallarþættir í lýðræðinu. Í nútímasamfélaginu gerum við þetta á netinu.

Bakþankar
Fréttamynd

Kemur í ljós hvort stjórn Hörpu skoðar mál Sigur Rósar

"Það kemur bara að því á næsta stjórnarfundi ef ástæða er til,“ segir Þórður Sverrisson, nýr stjórnarformaður Hörpu ohf., aðspurður hvort stjórnin muni óska eftir skýringum frá forstjóra um hvað leiddi til þess að tónleikahaldaranum Kára Sturlusyni voru greiddir út tugir milljóna af miðasölu tónleika Sigur Rósar sem fram eiga að fara í desember.

Innlent
Fréttamynd

Sérfræðingar vita oftast minna en foreldrarnir

Hin þriggja ára gamla Fjóla Röfn er eina barnið á Íslandi sem greinst hefur með Wiederman-Steiner heilkennið. Einungis tveir sérfræðingar í heiminum hafa þekkingu á því. Alþjóðadagur heilkennisins er haldinn í fyrsta sinn í dag.

Innlent
Fréttamynd

Tvöfalt fleiri afplána nú með ökklaband

Að meðaltali sautján manns afplána dóma sína dag hvern undir rafrænu eftirliti. Fjöldinn hefur tekið stórt stökk frá því í fyrra. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir úrræðið nauðsynlegan lið í aðlögun fanga að samfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Rafsígarettur leyfðar í farþegaþotum

Engar hömlur eru á því að hafa rafsígarettur meðferðis í handfarangri í farþegaþotum samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Notkun þeirra um borð er hins vegar bönnuð.

Innlent
Fréttamynd

Kókaín og gras áfram vinsælt

Mest er verslað með gras, amfetamín og kókaín á ólöglegum fíkniefnamarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÁÁ um mánaðarlega könnun á verðlagi á slíkum efnum sem gerð var á innrituðum sjúklingum á Vogi.

Innlent
Fréttamynd

Skúli í Subway til rannsóknar hjá saksóknara

Viðskiptagjörningar Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway, eru til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari en vill ekki segja til um hvert inntak rannsóknarinnar er eða hvar hún er á vegi stödd.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Foreldra í fangelsi?

Fyrir Alþingi liggur svohljóðandi frumvarp um breytingu á barnaverndarlögum: "Tálmi það foreldri sem barn býr hjá hinu foreldrinu eða öðrum sem eiga umgengnisrétt samkvæmt úrskurði, dómi, dómsátt foreldra eða samningi þeirra staðfestum af sýslumanni að neyta umgengnisréttar, eða takmarki hann, varðar það fangelsi allt að fimm árum.“

Skoðun
Fréttamynd

Færeysk stjórnarskrá, loksins?

Einn munurinn á Færeyjum og Grænlandi er að Færeyingar, bæði þing og þjóð, eru þverklofnir í afstöðu sinni til sjálfstæðis. Að þessu leyti eru Færeyingar eins og Katalónar og Skotar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Æsingsóráðið banvæna

Afar sjaldgæft er að æsingsóráðsheilkenni valdi dauða í kjölfar átaka milli tveggja óbreyttra borgara, segir réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz.

Innlent
Fréttamynd

Sagan af Jeltsín og Pútín

Svo segir í vísu nokkurri um tvo mektarmenn rússneska sem þóttu á sinn veg hvor: Þegar Jeltsín kjassaði kútinn og kyssti blautan stútinn, box sér tamdi og belgi lamdi blendinn og edrú Pútín.

Skoðun