Foreldra í fangelsi? Sæunn Kjartansdóttir skrifar 14. september 2017 07:15 Fyrir Alþingi liggur svohljóðandi frumvarp um breytingu á barnaverndarlögum: „Tálmi það foreldri sem barn býr hjá hinu foreldrinu eða öðrum sem eiga umgengnisrétt samkvæmt úrskurði, dómi, dómsátt foreldra eða samningi þeirra staðfestum af sýslumanni að neyta umgengnisréttar, eða takmarki hann, varðar það fangelsi allt að fimm árum.“ Í rökstuðningi er m.a. vitnað í barnalög og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um rétt barna til að þekkja og umgangast báða foreldra sína og skyldu foreldra til stuðla að því að barn njóti umgengni við hitt foreldrið nema hún sé andstæð hag og þörfum barnsins að mati dómara eða lögmælts stjórnvalds. Fram kemur að oft sé verulegur misbrestur á að þessi mikilvægi réttur barnsins sé virtur og að málsmeðferð vegna slíks hjá sýslumanni sé bæði tímafrek og kostnaðarsöm.Tálmun eða vernd? Því er ekki að neita að tálmunarmál eru tímafrek, kostnaðarsöm og sársaukafull. Vandséð er að gegn nokkru af fyrrnefndu verði spornað með því að setja foreldra í fangelsi. Mál sem í daglegu tali eru kölluð tálmunarmál eru af margvíslegum toga og mörgum reynist erfitt að greina á milli raunverulegrar tálmunar og viðleitni foreldris til að vernda barn sitt þegar það óttast velferð þess hjá hinu foreldrinu. Slíkt krefst oft tímafrekrar og kostnaðarsamrar vinnu sem stjórnvöld telja okkur ekki hafa efni á. Þess vegna fáum við svona groddalegt frumvarp. Ég hef í starfi mínu kynnst tálmunarmálum sem bera nafn með rentu. Í þeim tilvikum meinar annað foreldri hinu og fjölskyldu þess umgengni við barn án gildrar ástæðu. Slíkir foreldrar eru vanhæfir til að greina á milli eigin tilfinninga (t.d. höfnunar eða reiði í garð hins foreldrisins) og þarfa barnsins og því ófærir um að setja þarfir þess í forgang. Ekki leikur vafi á að slík hegðun skaðar börn bæði í bráð og lengd og því er mikilvægt að bregðast við á ábyrgan hátt. Það væri hins vegar að fara úr öskunni í eldinn að fangelsa foreldrið sem barn er háð. Við það myndi barnið ekki aðeins missa mikilvæg tengsl við pabba eða mömmu heldur er veruleg hætta á að það myndi kenna sjálfu sér um. Slík reynsla er til þess fallin að valda sektarkennd sem getur til dæmis brotist út sem kvíði, léleg sjálfsmynd, þunglyndi eða árásargirni. Ályktanir frumvarpsins um að fangelsun vanhæfs foreldris sé barni til góða bera ekki með sér djúpan skilning á sálarlífi barna. Það er stundum kallað tálmun þegar annað foreldrið tregðast við að senda barn til hins vegna gruns um vanrækslu eða ofbeldi. Skiptir þá litlu máli hvort ungt barn sýnir einkenni um ótta, kvíða og vanlíðan þegar það umgengst viðkomandi foreldri eða eldra barn tjáir vanlíðan með orðum. Að sama skapi er það viðtekin venja að senda barn til foreldris sem hitt foreldrið hefur flúið frá vegna ofbeldis. Svo virðist sem gengið sé út frá þeirri forsendu að ofbeldi hafi eingöngu beinst að makanum (sem var svo erfiður) en allt öðru máli gegni um barnið. Mýtan um að ofbeldi sé á ábyrgð þolandans lifir góðu lífi og hinn fullorðni fær að njóta vafans, ekki barnið. Reynslan hefur sýnt að þetta er nokkuð algengt vandamál enda eignast fólk sem beitir ofbeldi, fíkniefnaneytendur og aðrir sem skortir hæfni til að taka tillit til annarra börn ekki síður en aðrir. Verði umrætt frumvarp að lögum neyðir það foreldra sem óttast um öryggi barna sinna til að velja á milli tvenns konar lögbrota; að stefna velferð og öryggi barnsins í hættu með því að senda það í aðstæður sem þeir meta ótryggar eða vernda barnið og eiga á hættu fangelsisvist.Raunhæf viðbrögð við tálmun Á það er réttilega bent í rökstuðningi með frumvarpinu að þau úrræði sem eru til staðar hafa ekki virkað nægilega vel. Þar með er ekki sagt að þau geti það ekki. Til þess að svo verði þarf að gera fólki sem starfar í þessum málaflokki kleift að meta sérhvert mál fyrir sig og vinna með það á faglegum forsendum og skikkanlegum hraða. Sé stjórnvöldum alvara með yfirlýsingum um að ávallt skuli setja velferð barna í forgang þá senda þau ekki foreldra þeirra í fangelsi. Þau efla geðheilbrigðisþjónustu, barnaverndarúrræði og sáttameðferðir, hraða málsmeðferð hjá sýslumanni og innheimta dagsektir þegar við á. Allt kostar þetta tíma, fyrirhöfn og peninga en að halda því fram að fangelsun foreldra með tilheyrandi áföllum fyrir börn þeirra, sé ódýr, nútímalegur eða hagkvæmur kostur fyrir samfélagið er vægast sagt vanhugsaður málflutningur. Höfundur er sálgreinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur svohljóðandi frumvarp um breytingu á barnaverndarlögum: „Tálmi það foreldri sem barn býr hjá hinu foreldrinu eða öðrum sem eiga umgengnisrétt samkvæmt úrskurði, dómi, dómsátt foreldra eða samningi þeirra staðfestum af sýslumanni að neyta umgengnisréttar, eða takmarki hann, varðar það fangelsi allt að fimm árum.“ Í rökstuðningi er m.a. vitnað í barnalög og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um rétt barna til að þekkja og umgangast báða foreldra sína og skyldu foreldra til stuðla að því að barn njóti umgengni við hitt foreldrið nema hún sé andstæð hag og þörfum barnsins að mati dómara eða lögmælts stjórnvalds. Fram kemur að oft sé verulegur misbrestur á að þessi mikilvægi réttur barnsins sé virtur og að málsmeðferð vegna slíks hjá sýslumanni sé bæði tímafrek og kostnaðarsöm.Tálmun eða vernd? Því er ekki að neita að tálmunarmál eru tímafrek, kostnaðarsöm og sársaukafull. Vandséð er að gegn nokkru af fyrrnefndu verði spornað með því að setja foreldra í fangelsi. Mál sem í daglegu tali eru kölluð tálmunarmál eru af margvíslegum toga og mörgum reynist erfitt að greina á milli raunverulegrar tálmunar og viðleitni foreldris til að vernda barn sitt þegar það óttast velferð þess hjá hinu foreldrinu. Slíkt krefst oft tímafrekrar og kostnaðarsamrar vinnu sem stjórnvöld telja okkur ekki hafa efni á. Þess vegna fáum við svona groddalegt frumvarp. Ég hef í starfi mínu kynnst tálmunarmálum sem bera nafn með rentu. Í þeim tilvikum meinar annað foreldri hinu og fjölskyldu þess umgengni við barn án gildrar ástæðu. Slíkir foreldrar eru vanhæfir til að greina á milli eigin tilfinninga (t.d. höfnunar eða reiði í garð hins foreldrisins) og þarfa barnsins og því ófærir um að setja þarfir þess í forgang. Ekki leikur vafi á að slík hegðun skaðar börn bæði í bráð og lengd og því er mikilvægt að bregðast við á ábyrgan hátt. Það væri hins vegar að fara úr öskunni í eldinn að fangelsa foreldrið sem barn er háð. Við það myndi barnið ekki aðeins missa mikilvæg tengsl við pabba eða mömmu heldur er veruleg hætta á að það myndi kenna sjálfu sér um. Slík reynsla er til þess fallin að valda sektarkennd sem getur til dæmis brotist út sem kvíði, léleg sjálfsmynd, þunglyndi eða árásargirni. Ályktanir frumvarpsins um að fangelsun vanhæfs foreldris sé barni til góða bera ekki með sér djúpan skilning á sálarlífi barna. Það er stundum kallað tálmun þegar annað foreldrið tregðast við að senda barn til hins vegna gruns um vanrækslu eða ofbeldi. Skiptir þá litlu máli hvort ungt barn sýnir einkenni um ótta, kvíða og vanlíðan þegar það umgengst viðkomandi foreldri eða eldra barn tjáir vanlíðan með orðum. Að sama skapi er það viðtekin venja að senda barn til foreldris sem hitt foreldrið hefur flúið frá vegna ofbeldis. Svo virðist sem gengið sé út frá þeirri forsendu að ofbeldi hafi eingöngu beinst að makanum (sem var svo erfiður) en allt öðru máli gegni um barnið. Mýtan um að ofbeldi sé á ábyrgð þolandans lifir góðu lífi og hinn fullorðni fær að njóta vafans, ekki barnið. Reynslan hefur sýnt að þetta er nokkuð algengt vandamál enda eignast fólk sem beitir ofbeldi, fíkniefnaneytendur og aðrir sem skortir hæfni til að taka tillit til annarra börn ekki síður en aðrir. Verði umrætt frumvarp að lögum neyðir það foreldra sem óttast um öryggi barna sinna til að velja á milli tvenns konar lögbrota; að stefna velferð og öryggi barnsins í hættu með því að senda það í aðstæður sem þeir meta ótryggar eða vernda barnið og eiga á hættu fangelsisvist.Raunhæf viðbrögð við tálmun Á það er réttilega bent í rökstuðningi með frumvarpinu að þau úrræði sem eru til staðar hafa ekki virkað nægilega vel. Þar með er ekki sagt að þau geti það ekki. Til þess að svo verði þarf að gera fólki sem starfar í þessum málaflokki kleift að meta sérhvert mál fyrir sig og vinna með það á faglegum forsendum og skikkanlegum hraða. Sé stjórnvöldum alvara með yfirlýsingum um að ávallt skuli setja velferð barna í forgang þá senda þau ekki foreldra þeirra í fangelsi. Þau efla geðheilbrigðisþjónustu, barnaverndarúrræði og sáttameðferðir, hraða málsmeðferð hjá sýslumanni og innheimta dagsektir þegar við á. Allt kostar þetta tíma, fyrirhöfn og peninga en að halda því fram að fangelsun foreldra með tilheyrandi áföllum fyrir börn þeirra, sé ódýr, nútímalegur eða hagkvæmur kostur fyrir samfélagið er vægast sagt vanhugsaður málflutningur. Höfundur er sálgreinir.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun