Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Innbundið prent of dýrt hjá Odda

"Framleiðsla innbundinna bóka á Íslandi hefur átt undir högg að sækja um langt skeið,“ segir í fréttatilkynningu frá Odda þar sem fram kemur að fyrirtækið hætti prentun og framleiðslu á innbundnum bókum eftir áramót.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki megi nýta sér villu til kynmaka

Með frumvarpinu er tekinn af allur vafi um að sú háttsemi að hafa samfarir eða önnur kynferðismök við einstakling sem ekki tekur virkan þátt í hinni kynferðislegu athöfn eða sýnir algjört athafnaleysi, falli undir skilgreiningu nauðgunar.

Innlent
Fréttamynd

Fresta heimsókn til Mjanmar um viku

Yfirvöld í Mjanmar hafa frestað heimsókn diplómata Sameinuðu þjóðanna til Rakhine-héraðs. Frá þessu greindi talsmaður SÞ í Mjanmar í samtali við BBC í gær.

Erlent
Fréttamynd

Kosningar og kartöfluskortur

Maður tekur alls konar ákvarðanir í þessu lífi. Sumar eru góðar, sumar eru slæmar og sumar eru hvort tveggja. Fyrir mánuði síðan missti ég eiginlega út úr mér við konuna að ég ætlaði ekki að borða kolvetni fram að jólum. Í einhverri þrjósku ákvað ég svo að viðhalda því og hef ég því ekki látið mér til munns neitt sem inniheldur þann draum sem kolvetni eru.

Bakþankar
Fréttamynd

Nú er það Svart(á)

Á Alþingi síðastliðið vor lagði ég fyrir fjármála- og efnahagsráðherra, Benedikt Jóhannesson, og umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttur, nokkrar spurningar. Þær snérust um lítið mál norður í landi, en stórt þó. Um það hvernig einkafjárfestar bera sig að við að sækja sér virkjunarheimildir á ríkisjörð, Stóru-Tungu í Bárðardal, til 10 MW vatnsaflsvirkjunar í eigin þágu.

Skoðun
Fréttamynd

Eftirdrunur nasismans

Eitt helzta vígorð Donalds Trump í kosningabaráttu hans í fyrra var "America first“. Áður höfðu menn ekki heyrt bandarískan forsetaframbjóðanda tala eins og ofvaxinn þjóðrembill í smáríki sem á undir högg að sækja.

Fastir pennar
Fréttamynd

Myglan er skaðleg

Veikindi og heilsutjón af völdum myglusveppa er vaxandi samfélagslegt böl sem nauðsynlegt er að koma í veg fyrir. Fjárhagslegt tjón er einnig verulegt.

Skoðun
Fréttamynd

Grunnsáttmáli þjóðarinnar

Í þingsetningarræðu sinni nýverið taldi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að minnast ætti aldarafmælis sambandslagasamningsins 1918 og stjórnarskrárinnar 1920 "með því að vinna af einurð að breytingum á grunnsáttmála þjóðarinnar, breytingum sem vitna um sameiginlega sýn sem flestra á umhverfi og auðlindir, samfélag og stjórnskipun, ábyrgð og vald“.

Skoðun
Fréttamynd

Eignaupptaka ríkisins á eftirlaun aldraðra er óásættanleg!

Nýlega hefur velferðar- og jafnréttismálráðherra Þorsteinn Víglundsson tjáð opinberlega afstöðu sína til núverandi kerfisbreytinga á almannatryggingum sem tóku gildi í upphafi árs 2017. Ráðherra er fylgjandi núverandi fyrirkomulagi ellilífeyrisgreiðslna. Að hans mati var þessi breyting vel heppnuð og með henni tókst að styrkja nokkuð stöðu tekjulægri ellilífeyrisþega.

Skoðun
Fréttamynd

Ársreikningaskil flokka á elleftu stundu

Viðreisn er eini flokkurinn á Alþingi sem skilað hefur ársreikningi fyrir árið 2016 til Ríkisendurskoðunar. Stjórnmálaflokkar hafa til 1. október næstkomandi til að skila inn ársreikningum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Konur fagna afléttingu akstursbanns

Gleði ríkti á meðal sádiarabískra kvenna í gær eftir að konungur leyfði þeim að keyra. Sádi-Arabía er síðasta ríkið til að heimila konum að aka bifreið. Baráttan fyrir akstursréttindum hefur verið löng.

Erlent
Fréttamynd

Ólíkar skoðanir á breytingum hjá Twitter

Samfélagsmiðillinn Twitter hefur ákveðið að prófa að auka hámarksslagafjölda tísta úr 140 í 280. Einungis nokkrir útvaldir geta nú tíst 280 slögum og hafa breytingarnar lagst misvel í fólk.

Erlent
Fréttamynd

Niðurstöður kosninga um sjálfstæði verði gerðar ógildar

Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, fór í gær fram á að yfirvöld í Íraska Kúrdistan ógiltu niðurstöður nýafstaðinna kosninga um sjálfstæði svæðisins. Kosið var á mánudag og greiddu 92 prósent kjósenda með því að lýsa yfir sjálfstæði en kjörsókn var rúm sjötíu prósent.

Erlent
Fréttamynd

Eitt staðfest tilvik um smygl á fólki

Eitt staðfest tilvik hefur komið upp um smygl á fólki hér á landi í tengslum við umsókn um alþjóðlega vernd. Þar var fjórtán ára barn á ferð með sér ótengdum einstaklingi.

Innlent
Fréttamynd

Rafbílavæðing í furstadæmi

Yfirvöld í Dúbaí, sem er eitt Sameinuðu arabísku furstadæmanna þar sem er gnótt olíu, hyggjast nú hvetja landsmenn til að kaupa rafbíla. Stefnt er að því að tvö prósent bílaflotans verði rafknúin árið 2020 og tíu prósent árið 2030.

Erlent
Fréttamynd

Enn óskipað í 15 skólanefndir

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, á eftir að skipa í skólanefndir fimmtán skóla af 27. En frá því að nýr ráðherra tók við í byrjun árs hefur verið skipað í tólf nefndir. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu er ástæða þess að ekki hefur verið skipað í fleiri nefndir sú að tilnefningaferlið hefur dregist á langinn enda sé um umfangsmikið verk að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Ásökun um ofbeldi með fundartækni

Tillögu um lýðræðisumbætur í bæjarstjórn er hér vísað frá með fundartæknilegu ofbeldi, segir í bókun fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn Kópavogs.

Innlent
Fréttamynd

Brýnt að ná góðum tengslum við breska ráðamenn

Utanríkisráðherra hélt ávarp í gær við opnun breskrar hugveitu sem ber heitið Stofnun frjálsra viðskipta. Hann átti við það tækifæri tvíhliða fund með Liam Fox, sem er ráðherra yfir málum milliríkjaviðskipta í bresku ríkisstjórninni.

Innlent