Myglan er skaðleg Steinn Kárason skrifar 28. september 2017 07:00 Veikindi og heilsutjón af völdum myglusveppa er vaxandi samfélagslegt böl sem nauðsynlegt er að koma í veg fyrir. Fjárhagslegt tjón er einnig verulegt. Fræðsla um orsakir og afleiðingar af völdum myglusveppa er nauðsyn. Þar til bærir aðilar þurfa að sýna ábyrgð. Hönnun húsa, byggingaraðferðir, ábyrgð og eftirlit með húsbyggingum er höfuðatriði til að koma í veg fyrir myglutjón, einnig viðhald og umgengni fólks í húsum og híbýlum. Löggjöf og viðurlögum í þessum efnum er ábótavant. Aðstandendur fólks sem veikst hefur af völdum myglusveppa, almenningur, heilbrigðisstéttir og yfirvöld þurfa á upplýsingu að halda til að skilja hve mikil martröð það er að lifa eða hafa lifað með myglusvepp. Skjótra viðbragða er þörf. Myglusveppir hafa fylgt mönnum frá öndverðu. Myglusveppir eru hvorki afmarkaðir við lönd né þjóðríki og finnast alls staðar. Fólk sem verður fyrir barðinu á myglusveppum verður oft flóttafólk í eigin landi. Myglusveppaflóttamaður er sá sem hvorki getur búið, dvalið né unnið í myglu- og rakaskemmdu húsnæði vegna einkenna og veikinda sem orsakast við innöndun. Í Finnlandi eins og hér á landi er fjöldi myglusýktra bygginga. Samkvæmt upplýsingum finnska umhverfisráðuneytisins (Moisture and Mould Programme) er áætlað að sex til átta hundruð þúsund Finnar af rúmum fimm milljónum landsmanna búi við það að anda að sér eiturefnum af völdum myglusveppa. Afleiðingarnar geta verið varanlegir og alvarlegir sjúkdómar. Fólki sem er orðið ofurnæmt af völdum myglu er lífsins ómögulegt að búa og starfa í raka og mygluskemmdum byggingum.Margar orsakir Undirrót myglusveppa er raki sem getur átt sér margar orsakir. Algengustu ofnæmisvaldandi myglutegundirnar eru Alternaria, Aspergillus, Cladosporium og Penicillium. Agnir eða brot losna úr myglusveppunum, menga inniloftið og valda veikindum fólks og gæludýra. Agnirnar eru brot af sveppþráðum, gróum og askhirslum sem eru minna en 0,1 µm upp í 2,5 µm en það er minna en gró eru. Ofursmáar sveppaagnirnar blandast ryki sem óhjákvæmilega er alls staðar í húsnæði. Agnirnar smjúga svo inn um öndunarfæri og slímhúð. Algeng byrjunareinkenni geta lýst sér eins og frjóofnæmi með stíflum og ertingu í nefi, nefrennsli, hósta og höfuðverk en einnig með augnkláða. Þreyta og útbrot gera vart við sig og önnur einkenni geta svo fylgt í kjölfarið, mismunandi eftir því hver á í hlut. Fram geta komið skemmdir á innri líffærum, taugasjúkdómar, alvarlegar minnisraskanir, lungnasjúkdómar, ofnæmi fyrir ilmefnum og rokgjörnum efnum sem og ýmsir sjálfsnæmissjúkdómar. Ónæmiskerfið veiklast og fólk fær umgangspestir. Eiturefnapróf og ofnæmispróf á fólki nema ekki þau áhrif sem myglusveppir hafa á heilsuna. Hafi fólk fengið ofnæmi fyrir myglusveppum einu sinni getur verið á brattann að sækja við að endurheimta heilsuna. Í því sambandi er heilbrigð þarmaflóra lykilþáttur. Niðurstöður rannsókna styðja í vaxandi mæli tengsl þarmaflóru við bólgur og sýkingar í líkamanum við langvinna sjúkdóma, við taugakerfið og samskipti þarma og heila. Sýnt hefur verið fram á að niðurbrot þarmaflóru tengist myglusveppum. Við fæðingu fáum við þarmaflóru í líkamann um fæðingarveg móður. Barn, sem fæðist um fæðingarveg móður, hefur betri þarmaflóru í veganesti en barn sem tekið er með keisaraskurði. Brjóstamjólk er rík af gerlum og góðum bakteríum. Þannig m.a. byggist þarmaflóra okkar upp. Við ráðum sjálf miklu um hvernig við förum með þarmaflóruna okkar. Heilbrigðir lífshættir og heilbrigð fæða er grunnurinn að endurheimt heilsunnar. Afeitrun líkamans undir leiðsögn næringarfræðinga, lækna eða grasalækna er þekkt bataleið sem gagnast mörgum. Þekking á bataleiðum vegna myglusveppaeitrunar er takmörkuð enn sem komið er. Læknar standa iðulega ráðþrota. Sterar og pensilín hafa gagnast sumum myglusveppaþolendum. Leiðir til bata geta ráðist af aðstæðum hvers og eins. Ráðlegt er að leita ráðgjafar vitrustu manna á bataleiðinni. Það er martröð að lifa með myglusveppum. Það vita þeir sem reynt hafa. Mygludraugurinn er staðreynd og sá draugur verður trauðla kveðinn niður. Höfundur er umhverfishagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Skoðun Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Veikindi og heilsutjón af völdum myglusveppa er vaxandi samfélagslegt böl sem nauðsynlegt er að koma í veg fyrir. Fjárhagslegt tjón er einnig verulegt. Fræðsla um orsakir og afleiðingar af völdum myglusveppa er nauðsyn. Þar til bærir aðilar þurfa að sýna ábyrgð. Hönnun húsa, byggingaraðferðir, ábyrgð og eftirlit með húsbyggingum er höfuðatriði til að koma í veg fyrir myglutjón, einnig viðhald og umgengni fólks í húsum og híbýlum. Löggjöf og viðurlögum í þessum efnum er ábótavant. Aðstandendur fólks sem veikst hefur af völdum myglusveppa, almenningur, heilbrigðisstéttir og yfirvöld þurfa á upplýsingu að halda til að skilja hve mikil martröð það er að lifa eða hafa lifað með myglusvepp. Skjótra viðbragða er þörf. Myglusveppir hafa fylgt mönnum frá öndverðu. Myglusveppir eru hvorki afmarkaðir við lönd né þjóðríki og finnast alls staðar. Fólk sem verður fyrir barðinu á myglusveppum verður oft flóttafólk í eigin landi. Myglusveppaflóttamaður er sá sem hvorki getur búið, dvalið né unnið í myglu- og rakaskemmdu húsnæði vegna einkenna og veikinda sem orsakast við innöndun. Í Finnlandi eins og hér á landi er fjöldi myglusýktra bygginga. Samkvæmt upplýsingum finnska umhverfisráðuneytisins (Moisture and Mould Programme) er áætlað að sex til átta hundruð þúsund Finnar af rúmum fimm milljónum landsmanna búi við það að anda að sér eiturefnum af völdum myglusveppa. Afleiðingarnar geta verið varanlegir og alvarlegir sjúkdómar. Fólki sem er orðið ofurnæmt af völdum myglu er lífsins ómögulegt að búa og starfa í raka og mygluskemmdum byggingum.Margar orsakir Undirrót myglusveppa er raki sem getur átt sér margar orsakir. Algengustu ofnæmisvaldandi myglutegundirnar eru Alternaria, Aspergillus, Cladosporium og Penicillium. Agnir eða brot losna úr myglusveppunum, menga inniloftið og valda veikindum fólks og gæludýra. Agnirnar eru brot af sveppþráðum, gróum og askhirslum sem eru minna en 0,1 µm upp í 2,5 µm en það er minna en gró eru. Ofursmáar sveppaagnirnar blandast ryki sem óhjákvæmilega er alls staðar í húsnæði. Agnirnar smjúga svo inn um öndunarfæri og slímhúð. Algeng byrjunareinkenni geta lýst sér eins og frjóofnæmi með stíflum og ertingu í nefi, nefrennsli, hósta og höfuðverk en einnig með augnkláða. Þreyta og útbrot gera vart við sig og önnur einkenni geta svo fylgt í kjölfarið, mismunandi eftir því hver á í hlut. Fram geta komið skemmdir á innri líffærum, taugasjúkdómar, alvarlegar minnisraskanir, lungnasjúkdómar, ofnæmi fyrir ilmefnum og rokgjörnum efnum sem og ýmsir sjálfsnæmissjúkdómar. Ónæmiskerfið veiklast og fólk fær umgangspestir. Eiturefnapróf og ofnæmispróf á fólki nema ekki þau áhrif sem myglusveppir hafa á heilsuna. Hafi fólk fengið ofnæmi fyrir myglusveppum einu sinni getur verið á brattann að sækja við að endurheimta heilsuna. Í því sambandi er heilbrigð þarmaflóra lykilþáttur. Niðurstöður rannsókna styðja í vaxandi mæli tengsl þarmaflóru við bólgur og sýkingar í líkamanum við langvinna sjúkdóma, við taugakerfið og samskipti þarma og heila. Sýnt hefur verið fram á að niðurbrot þarmaflóru tengist myglusveppum. Við fæðingu fáum við þarmaflóru í líkamann um fæðingarveg móður. Barn, sem fæðist um fæðingarveg móður, hefur betri þarmaflóru í veganesti en barn sem tekið er með keisaraskurði. Brjóstamjólk er rík af gerlum og góðum bakteríum. Þannig m.a. byggist þarmaflóra okkar upp. Við ráðum sjálf miklu um hvernig við förum með þarmaflóruna okkar. Heilbrigðir lífshættir og heilbrigð fæða er grunnurinn að endurheimt heilsunnar. Afeitrun líkamans undir leiðsögn næringarfræðinga, lækna eða grasalækna er þekkt bataleið sem gagnast mörgum. Þekking á bataleiðum vegna myglusveppaeitrunar er takmörkuð enn sem komið er. Læknar standa iðulega ráðþrota. Sterar og pensilín hafa gagnast sumum myglusveppaþolendum. Leiðir til bata geta ráðist af aðstæðum hvers og eins. Ráðlegt er að leita ráðgjafar vitrustu manna á bataleiðinni. Það er martröð að lifa með myglusveppum. Það vita þeir sem reynt hafa. Mygludraugurinn er staðreynd og sá draugur verður trauðla kveðinn niður. Höfundur er umhverfishagfræðingur.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun