Nú er það Svart(á) Óli Halldórsson skrifar 28. september 2017 07:00 Á Alþingi síðastliðið vor lagði ég fyrir fjármála- og efnahagsráðherra, Benedikt Jóhannesson, og umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttur, nokkrar spurningar. Þær snérust um lítið mál norður í landi, en stórt þó. Um það hvernig einkafjárfestar bera sig að við að sækja sér virkjunarheimildir á ríkisjörð, Stóru-Tungu í Bárðardal, til 10 MW vatnsaflsvirkjunar í eigin þágu. Markmiðið með bröltinu er ekki að lýsa upp rafmagnslausar sveitir, eða knýja hjól atvinnulífs afskekktra byggða, heldur einfaldlega að finna arðbæra leið til að ávaxta fé nokkurra einstaklinga á markaði.Að sækja sér virkjunarrétt Svör fjármála- og efnahagsráðherra eru athyglisverð. Þau draga fram mjög veigamikil atriði um náttúruvernd á Íslandi almennt: „Lagaheimildir til gerðar nýtingarsamninga um orkuauðlindir á landi í eigu ríkisins eru ekki einskorðaðar við félög í eigu ríkisins. Áður hefur verið gengið til samninga um nýtingu orkuauðlinda á landsvæðum í eigu ríkisins við einkaaðila.“ „Samkvæmt lögum er það Orkustofnun sem gefur út rannsóknarleyfi sem er grundvöllur fyrir virkjunarleyfi ef rannsóknir sýna að hagkvæmt getur verið að virkja tiltekna auðlind. Slík rannsóknarleyfi eru gefin út til umsækjanda um slík leyfi án sérstaks samþykkis landeiganda. Meginhugsun laganna er að eigandi jarðeigna geti ekki staðið í vegi fyrir nýtingu á auðlindum landsins að þessu leyti ef virkjunarkosturinn er metinn hagkvæmur.“ Þetta skýrir sig sjálft. Svo virðist sem ráðuneytið líti svo á að hér geti nokkurn veginn hver sem er gengið á fund ríkisstofnunar og sótt sér heimildir til „rannsókna“ á virkjunarkostum. Og það sé hægt að gera fyrir luktum dyrum án nokkurra opinberra upplýsinga eða auglýsinga. Hagkvæmni er svo forsendan fyrir „virkjunarleyfi“ sem ráðherrann gefur út og sennilega notuð reglan „fyrstur kemur fyrstur fær“. Sérstakt samþykki landeigenda er óþarft. Í tilviki Svartárvirkjunar, og þeirra einstaklinga sem ásælast þá auðlind, myndi samningur tryggja 90-97% af rentum í vasa einkafjárfestanna til framtíðar. Ríkið/almenningur fengi hlutdeild í 3-10%. Húsöndin og urriðinn ekkert.Umhverfisráðherra mótfallinn? Víkjum þá að umhverfis- og auðlindaráðherra. Svar hennar um virkjun einkafjárfestanna í Svartánni er vissulega loðið eins og við var að búast. Það verður þó seint túlkað í þá veru að það lýsi jákvæðni gagnvart áformum garpanna sem vilja fórna Svartá fyrir ávöxtun aura sinna. Ráðherra segir m.a.: „Almennt er það afstaða ráðherra að leggja þurfi aukna áherslu á friðlýsingar og náttúruvernd og það er stefna hennar að vinna að fjölgun og stækkun á friðlýstum svæðum á landinu. Í því geta falist mikil tækifæri.“ „Almennt er afstaða ráðherra sú að ekki dugi að líta eingöngu til þeirra verðmæta sem felast í orkuauðlindum svæða, heldur eru jafnframt mikil verðmæti fólgin í lífríki, víðerni og náttúru sem ekki hefur verið raskað.“ „[...] ef til þess kæmi að vatnasvið Svartár og Suðurár yrði friðlýst, væri rökrétt að það yrði gert með því að svæðið yrði fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð og yrði hluti af stjórnkerfi hans.“„Svartárdeilan“ næsta Laxárdeila? Þetta er Svartárdeilan. Og hún er hafin. Það vekur óhug að í henni birtast að nokkru leyti áþekk öfl og í frægustu náttúruverndardeilu á Íslandi, Laxárdeilunni, sem átti sér stað í þarnæsta dal fyrir fáeinum áratugum. Þarna eru í aðalhlutverki nokkrir gráðugir einstaklingar sem áforma vatnaflutninga með virkjun einstæðrar náttúruperlu á landi ríkisins, í eigin þágu. Og reyna að nýta til þess máttlaust viðbragðskerfi opinberrar stjórnsýslu náttúruverndar. Skalinn er annar en forsendurnar svipaðar. Það sem gerir Svartárdeiluna verri er þó hvernig hún afhjúpar hversu berskjaldað landið okkar virðist vera fyrir áformum einstaklinga og einkafyrirtækja í virkjunarhug. Einn hópinn í þessu leikriti öllu skulum við þó ekki vanmeta. Það er fólkið í landinu. Sama fólk í sama landi og stöðvaði galnar hugmyndir gráðugu aflanna í Laxárdeilunni. Svartárvirkjun verður stöðvuð, á því leikur lítill vafi. Því fyrr sem allir átta sig á því, því betra. En hitt þarf að stöðva líka, að skotleyfi sé opið fyrir einkaaðila á náttúru Íslands í gegnum eitthvert ógegnsætt stjórnsýslupukur við leyfisútgáfu til hvers sem eftir því sækist. Svör umhverfis- og auðlindaráðherra: https://www.althingi.is/altext/146/s/1159.html Svör fjármála- og efnahagsráðherra: https://www.althingi.is/altext/146/s/1160.html Höfundur er umhverfisfræðingur og sveitarstjórnarmaður Vinstri grænna í Norðurþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi síðastliðið vor lagði ég fyrir fjármála- og efnahagsráðherra, Benedikt Jóhannesson, og umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttur, nokkrar spurningar. Þær snérust um lítið mál norður í landi, en stórt þó. Um það hvernig einkafjárfestar bera sig að við að sækja sér virkjunarheimildir á ríkisjörð, Stóru-Tungu í Bárðardal, til 10 MW vatnsaflsvirkjunar í eigin þágu. Markmiðið með bröltinu er ekki að lýsa upp rafmagnslausar sveitir, eða knýja hjól atvinnulífs afskekktra byggða, heldur einfaldlega að finna arðbæra leið til að ávaxta fé nokkurra einstaklinga á markaði.Að sækja sér virkjunarrétt Svör fjármála- og efnahagsráðherra eru athyglisverð. Þau draga fram mjög veigamikil atriði um náttúruvernd á Íslandi almennt: „Lagaheimildir til gerðar nýtingarsamninga um orkuauðlindir á landi í eigu ríkisins eru ekki einskorðaðar við félög í eigu ríkisins. Áður hefur verið gengið til samninga um nýtingu orkuauðlinda á landsvæðum í eigu ríkisins við einkaaðila.“ „Samkvæmt lögum er það Orkustofnun sem gefur út rannsóknarleyfi sem er grundvöllur fyrir virkjunarleyfi ef rannsóknir sýna að hagkvæmt getur verið að virkja tiltekna auðlind. Slík rannsóknarleyfi eru gefin út til umsækjanda um slík leyfi án sérstaks samþykkis landeiganda. Meginhugsun laganna er að eigandi jarðeigna geti ekki staðið í vegi fyrir nýtingu á auðlindum landsins að þessu leyti ef virkjunarkosturinn er metinn hagkvæmur.“ Þetta skýrir sig sjálft. Svo virðist sem ráðuneytið líti svo á að hér geti nokkurn veginn hver sem er gengið á fund ríkisstofnunar og sótt sér heimildir til „rannsókna“ á virkjunarkostum. Og það sé hægt að gera fyrir luktum dyrum án nokkurra opinberra upplýsinga eða auglýsinga. Hagkvæmni er svo forsendan fyrir „virkjunarleyfi“ sem ráðherrann gefur út og sennilega notuð reglan „fyrstur kemur fyrstur fær“. Sérstakt samþykki landeigenda er óþarft. Í tilviki Svartárvirkjunar, og þeirra einstaklinga sem ásælast þá auðlind, myndi samningur tryggja 90-97% af rentum í vasa einkafjárfestanna til framtíðar. Ríkið/almenningur fengi hlutdeild í 3-10%. Húsöndin og urriðinn ekkert.Umhverfisráðherra mótfallinn? Víkjum þá að umhverfis- og auðlindaráðherra. Svar hennar um virkjun einkafjárfestanna í Svartánni er vissulega loðið eins og við var að búast. Það verður þó seint túlkað í þá veru að það lýsi jákvæðni gagnvart áformum garpanna sem vilja fórna Svartá fyrir ávöxtun aura sinna. Ráðherra segir m.a.: „Almennt er það afstaða ráðherra að leggja þurfi aukna áherslu á friðlýsingar og náttúruvernd og það er stefna hennar að vinna að fjölgun og stækkun á friðlýstum svæðum á landinu. Í því geta falist mikil tækifæri.“ „Almennt er afstaða ráðherra sú að ekki dugi að líta eingöngu til þeirra verðmæta sem felast í orkuauðlindum svæða, heldur eru jafnframt mikil verðmæti fólgin í lífríki, víðerni og náttúru sem ekki hefur verið raskað.“ „[...] ef til þess kæmi að vatnasvið Svartár og Suðurár yrði friðlýst, væri rökrétt að það yrði gert með því að svæðið yrði fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð og yrði hluti af stjórnkerfi hans.“„Svartárdeilan“ næsta Laxárdeila? Þetta er Svartárdeilan. Og hún er hafin. Það vekur óhug að í henni birtast að nokkru leyti áþekk öfl og í frægustu náttúruverndardeilu á Íslandi, Laxárdeilunni, sem átti sér stað í þarnæsta dal fyrir fáeinum áratugum. Þarna eru í aðalhlutverki nokkrir gráðugir einstaklingar sem áforma vatnaflutninga með virkjun einstæðrar náttúruperlu á landi ríkisins, í eigin þágu. Og reyna að nýta til þess máttlaust viðbragðskerfi opinberrar stjórnsýslu náttúruverndar. Skalinn er annar en forsendurnar svipaðar. Það sem gerir Svartárdeiluna verri er þó hvernig hún afhjúpar hversu berskjaldað landið okkar virðist vera fyrir áformum einstaklinga og einkafyrirtækja í virkjunarhug. Einn hópinn í þessu leikriti öllu skulum við þó ekki vanmeta. Það er fólkið í landinu. Sama fólk í sama landi og stöðvaði galnar hugmyndir gráðugu aflanna í Laxárdeilunni. Svartárvirkjun verður stöðvuð, á því leikur lítill vafi. Því fyrr sem allir átta sig á því, því betra. En hitt þarf að stöðva líka, að skotleyfi sé opið fyrir einkaaðila á náttúru Íslands í gegnum eitthvert ógegnsætt stjórnsýslupukur við leyfisútgáfu til hvers sem eftir því sækist. Svör umhverfis- og auðlindaráðherra: https://www.althingi.is/altext/146/s/1159.html Svör fjármála- og efnahagsráðherra: https://www.althingi.is/altext/146/s/1160.html Höfundur er umhverfisfræðingur og sveitarstjórnarmaður Vinstri grænna í Norðurþingi.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar