Grunnsáttmáli þjóðarinnar Ragnar Aðalsteinsson skrifar 28. september 2017 07:00 Í þingsetningarræðu sinni nýverið taldi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að minnast ætti aldarafmælis sambandslagasamningsins 1918 og stjórnarskrárinnar 1920 „með því að vinna af einurð að breytingum á grunnsáttmála þjóðarinnar, breytingum sem vitna um sameiginlega sýn sem flestra á umhverfi og auðlindir, samfélag og stjórnskipun, ábyrgð og vald“. Vert er að vekja athygli á því að forsetinn nefnir stjórnarskrána grunnsáttmála þjóðarinnar, en ekki sáttmála þings og þjóðar eins og stundum er sagt. Í þessum orðum forsetans felst sú skoðun hans að það sé hlutverk þjóðarinnar að setja landinu stjórnarskrá. Það getur hún gert t.d. með milligöngu stjórnlagaþings, sem til þess og þess eingöngu er kjörið. Vissulega þarf að breyta stjórnarskránni til að unnt sé að fela stjórnlagaþingi að setja okkur nýja stjórnarskrá eða breyta gildandi stjórnarskrá. Jafnframt verður að ákveða að skylt sé að bera niðurstöður stjórnlagaþings undir þjóðaratkvæði og þá fyrst er þjóðin hefur staðfest hana taki hún gildi. Hugsjónin um stjórnlagaþing eða þjóðfund sem setji landinu stjórnarskrá hefur lifað með þjóðinni frá miðri nítjándu öld, en sjaldan hefur þessi lífsandi verið jafn almennur og nú. Forsætisráðherra brást við hugmynd forsetans um grunnsáttmála þjóðar með því að tefla fram hugmyndum um að stjórnarskráin yrði endurskoðuð í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum og „allir flokkarnir vinni sameiginlega að því“. (RUV 200917) Enn og aftur er afstaðan sú að stjórnarskráin tilheyri eða sé eign stjórnmálaflokkanna og er þá átt við þingflokka á Alþingi. Kenningin um fullveldi fólksins og um að allt vald komi frá þjóðinni er óumdeild. Í henni felst að það er hlutverk þjóðarinnar að ákveða hvaða vald hún framselur stjórnvöldum og hvernig hún skiptir því milli þeirra. Einnig mælir hún fyrir um takmarkanir á því valdi en þær birtast einkum i ákvæðum stjórnarskrár um mannréttindi. Stjórnmálamenn geta ekki ákveðið sínar eigin leikreglur. Þeir eru fyrir fólkið en fólkið ekki fyrir þá. Ákvæðið um að Alþingi fari með valdið til að auka við eða breyta stjórnarskránni setti konungur í stjórnarskrána 1874, sem Íslendingar hvorki samþykktu né staðfestu. Vandinn er sá hvernig við komum valdinu til að setja landinu stjórnarskrá í réttar hendur. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Í þingsetningarræðu sinni nýverið taldi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að minnast ætti aldarafmælis sambandslagasamningsins 1918 og stjórnarskrárinnar 1920 „með því að vinna af einurð að breytingum á grunnsáttmála þjóðarinnar, breytingum sem vitna um sameiginlega sýn sem flestra á umhverfi og auðlindir, samfélag og stjórnskipun, ábyrgð og vald“. Vert er að vekja athygli á því að forsetinn nefnir stjórnarskrána grunnsáttmála þjóðarinnar, en ekki sáttmála þings og þjóðar eins og stundum er sagt. Í þessum orðum forsetans felst sú skoðun hans að það sé hlutverk þjóðarinnar að setja landinu stjórnarskrá. Það getur hún gert t.d. með milligöngu stjórnlagaþings, sem til þess og þess eingöngu er kjörið. Vissulega þarf að breyta stjórnarskránni til að unnt sé að fela stjórnlagaþingi að setja okkur nýja stjórnarskrá eða breyta gildandi stjórnarskrá. Jafnframt verður að ákveða að skylt sé að bera niðurstöður stjórnlagaþings undir þjóðaratkvæði og þá fyrst er þjóðin hefur staðfest hana taki hún gildi. Hugsjónin um stjórnlagaþing eða þjóðfund sem setji landinu stjórnarskrá hefur lifað með þjóðinni frá miðri nítjándu öld, en sjaldan hefur þessi lífsandi verið jafn almennur og nú. Forsætisráðherra brást við hugmynd forsetans um grunnsáttmála þjóðar með því að tefla fram hugmyndum um að stjórnarskráin yrði endurskoðuð í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum og „allir flokkarnir vinni sameiginlega að því“. (RUV 200917) Enn og aftur er afstaðan sú að stjórnarskráin tilheyri eða sé eign stjórnmálaflokkanna og er þá átt við þingflokka á Alþingi. Kenningin um fullveldi fólksins og um að allt vald komi frá þjóðinni er óumdeild. Í henni felst að það er hlutverk þjóðarinnar að ákveða hvaða vald hún framselur stjórnvöldum og hvernig hún skiptir því milli þeirra. Einnig mælir hún fyrir um takmarkanir á því valdi en þær birtast einkum i ákvæðum stjórnarskrár um mannréttindi. Stjórnmálamenn geta ekki ákveðið sínar eigin leikreglur. Þeir eru fyrir fólkið en fólkið ekki fyrir þá. Ákvæðið um að Alþingi fari með valdið til að auka við eða breyta stjórnarskránni setti konungur í stjórnarskrána 1874, sem Íslendingar hvorki samþykktu né staðfestu. Vandinn er sá hvernig við komum valdinu til að setja landinu stjórnarskrá í réttar hendur. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar