Grunnsáttmáli þjóðarinnar Ragnar Aðalsteinsson skrifar 28. september 2017 07:00 Í þingsetningarræðu sinni nýverið taldi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að minnast ætti aldarafmælis sambandslagasamningsins 1918 og stjórnarskrárinnar 1920 „með því að vinna af einurð að breytingum á grunnsáttmála þjóðarinnar, breytingum sem vitna um sameiginlega sýn sem flestra á umhverfi og auðlindir, samfélag og stjórnskipun, ábyrgð og vald“. Vert er að vekja athygli á því að forsetinn nefnir stjórnarskrána grunnsáttmála þjóðarinnar, en ekki sáttmála þings og þjóðar eins og stundum er sagt. Í þessum orðum forsetans felst sú skoðun hans að það sé hlutverk þjóðarinnar að setja landinu stjórnarskrá. Það getur hún gert t.d. með milligöngu stjórnlagaþings, sem til þess og þess eingöngu er kjörið. Vissulega þarf að breyta stjórnarskránni til að unnt sé að fela stjórnlagaþingi að setja okkur nýja stjórnarskrá eða breyta gildandi stjórnarskrá. Jafnframt verður að ákveða að skylt sé að bera niðurstöður stjórnlagaþings undir þjóðaratkvæði og þá fyrst er þjóðin hefur staðfest hana taki hún gildi. Hugsjónin um stjórnlagaþing eða þjóðfund sem setji landinu stjórnarskrá hefur lifað með þjóðinni frá miðri nítjándu öld, en sjaldan hefur þessi lífsandi verið jafn almennur og nú. Forsætisráðherra brást við hugmynd forsetans um grunnsáttmála þjóðar með því að tefla fram hugmyndum um að stjórnarskráin yrði endurskoðuð í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum og „allir flokkarnir vinni sameiginlega að því“. (RUV 200917) Enn og aftur er afstaðan sú að stjórnarskráin tilheyri eða sé eign stjórnmálaflokkanna og er þá átt við þingflokka á Alþingi. Kenningin um fullveldi fólksins og um að allt vald komi frá þjóðinni er óumdeild. Í henni felst að það er hlutverk þjóðarinnar að ákveða hvaða vald hún framselur stjórnvöldum og hvernig hún skiptir því milli þeirra. Einnig mælir hún fyrir um takmarkanir á því valdi en þær birtast einkum i ákvæðum stjórnarskrár um mannréttindi. Stjórnmálamenn geta ekki ákveðið sínar eigin leikreglur. Þeir eru fyrir fólkið en fólkið ekki fyrir þá. Ákvæðið um að Alþingi fari með valdið til að auka við eða breyta stjórnarskránni setti konungur í stjórnarskrána 1874, sem Íslendingar hvorki samþykktu né staðfestu. Vandinn er sá hvernig við komum valdinu til að setja landinu stjórnarskrá í réttar hendur. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í þingsetningarræðu sinni nýverið taldi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að minnast ætti aldarafmælis sambandslagasamningsins 1918 og stjórnarskrárinnar 1920 „með því að vinna af einurð að breytingum á grunnsáttmála þjóðarinnar, breytingum sem vitna um sameiginlega sýn sem flestra á umhverfi og auðlindir, samfélag og stjórnskipun, ábyrgð og vald“. Vert er að vekja athygli á því að forsetinn nefnir stjórnarskrána grunnsáttmála þjóðarinnar, en ekki sáttmála þings og þjóðar eins og stundum er sagt. Í þessum orðum forsetans felst sú skoðun hans að það sé hlutverk þjóðarinnar að setja landinu stjórnarskrá. Það getur hún gert t.d. með milligöngu stjórnlagaþings, sem til þess og þess eingöngu er kjörið. Vissulega þarf að breyta stjórnarskránni til að unnt sé að fela stjórnlagaþingi að setja okkur nýja stjórnarskrá eða breyta gildandi stjórnarskrá. Jafnframt verður að ákveða að skylt sé að bera niðurstöður stjórnlagaþings undir þjóðaratkvæði og þá fyrst er þjóðin hefur staðfest hana taki hún gildi. Hugsjónin um stjórnlagaþing eða þjóðfund sem setji landinu stjórnarskrá hefur lifað með þjóðinni frá miðri nítjándu öld, en sjaldan hefur þessi lífsandi verið jafn almennur og nú. Forsætisráðherra brást við hugmynd forsetans um grunnsáttmála þjóðar með því að tefla fram hugmyndum um að stjórnarskráin yrði endurskoðuð í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum og „allir flokkarnir vinni sameiginlega að því“. (RUV 200917) Enn og aftur er afstaðan sú að stjórnarskráin tilheyri eða sé eign stjórnmálaflokkanna og er þá átt við þingflokka á Alþingi. Kenningin um fullveldi fólksins og um að allt vald komi frá þjóðinni er óumdeild. Í henni felst að það er hlutverk þjóðarinnar að ákveða hvaða vald hún framselur stjórnvöldum og hvernig hún skiptir því milli þeirra. Einnig mælir hún fyrir um takmarkanir á því valdi en þær birtast einkum i ákvæðum stjórnarskrár um mannréttindi. Stjórnmálamenn geta ekki ákveðið sínar eigin leikreglur. Þeir eru fyrir fólkið en fólkið ekki fyrir þá. Ákvæðið um að Alþingi fari með valdið til að auka við eða breyta stjórnarskránni setti konungur í stjórnarskrána 1874, sem Íslendingar hvorki samþykktu né staðfestu. Vandinn er sá hvernig við komum valdinu til að setja landinu stjórnarskrá í réttar hendur. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun