Viðskipti innlent

Innbundið prent of dýrt hjá Odda

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Of dýrt er að prenta innbundnar bækur
Of dýrt er að prenta innbundnar bækur Vísir/Valli
„Framleiðsla innbundinna bóka á Íslandi hefur átt undir högg að sækja um langt skeið,“ segir í fréttatilkynningu frá Odda þar sem fram kemur að fyrirtækið hætti prentun og framleiðslu á innbundnum bókum eftir áramót.

„Oddi hefur um áratuga skeið prentað og framleitt innbundnar bækur fyrir íslenskan og erlendan markað en ytri aðstæður valda því nú að slík framleiðsla stendur ekki undir sér,“ segir í tilkynningunni. „Meðal þátta sem skert hafa samkeppnishæfni innlendrar bókaframleiðslu eru sterkt gengi krónu gagnvart erlendum gjaldmiðlum og að launahækkanir á íslenskum markaði undanfarin ár hafa verið langt umfram launaþróun í samkeppnislöndum.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×