Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Formaður Sjálfsbjargar hvetur Freyju áfram í baráttunni

Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir mál Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu gríðarlega mikil­vægt fyrir réttindi fatlaðs fólks. Hann hefur rætt málið við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og telur enn nokkurra fordóma gæta í íslenskri stjórnsýslu gagnvart fötluðu fólki.

Innlent
Fréttamynd

Öryrkjar eiga að vera sýnilegri og sterkari

Einar Þór Jónsson vill verða formaður Öryrkjabandalags Íslands en kosið verður um formann um helgina. Tveir verða í framboði en Þuríður Harpa Sigurðardóttir gefur einnig kost á sér. Einar hefur mikla reynslu af starfi ÖBÍ.

Innlent
Fréttamynd

Áfengisgjaldið þungur baggi fyrir lítil frumkvöðlabrugghús

Brugghúsið Lady Brew­ery segir álagningu áfengisgjalds afar erfiða fyrir frumkvöðla sem bruggi gæðabjór í litlu magni. Þar sem bruggunin sé smá í sniðum og áfengisstyrkur bjórsins um 6,1 prósent, þurfi fyrirtækið að greiða 452 krónur á hvern lítra til hins opinbera í formi áfengisgjalds.

Innlent
Fréttamynd

Katalónar missa stjórn á sér

Katalónía mun að öllu óbreyttu missa öll sjálfsstjórnarréttindi sín eða hluta þeirra. Til stendur að ferlið hefjist formlega á morgun. Ekki er ljóst hvað mun breytast í stjórnarfari Katalóníu.

Erlent
Fréttamynd

Vildu sér verðskrá fyrir aðkomufólk á Akureyri

Bæjarlögmaður Akureyrar segir brot á lögum að bjóða heimamönnum sérkjör sem aðrir fá ekki. Vestmannaeyjar og Árborg bjóða íbúum þó slík kjör. Íbúar í Vestmannaeyjum greiða þessi mannvirki með skattpeningum segir bæjarstjóri.

Innlent
Fréttamynd

Methagnaður í fyrra hjá Kúkú Campers

Húsbílaleigan Kúkú Campers skilaði 154 milljóna króna hagnaði í fyrra og stækkaði mikið milli ár. Eigandi segir íslenska ferðaþjónustu í fjötrum vegna krónunnar í ár og fyrirtækið ætli að setja aukinn fókus á Ameríkuútrás þar sem tækifærin eru mikil.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að funda aftur um kjörgengi Kristínar

Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar færði lögheimili sitt til Danmerkur fyrir töku fæðingarorlofs. Tók þátt í stjórnarfundum Strætó bs. í gegnum síma. Forseti borgarstjórnar segir upplýsingarnar nýjar og ætlar að boða fund vegna þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Áhrifavaldar á Íslandi safna fyrir Róhingja

Íslenskir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum standa um þessar mundir að söfnun á vegum UNICEF. Safnað er fyrir börn þjóðflokks Róhingja en hundruð þúsunda úr þjóðflokknum hafa flúið ofsóknir í Mjanmar undanfarna mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Tryggingagjaldið hækkað um þrjátíu milljarða

Þrátt fyrir að hafa lækkað um 0,94 prósentustig hefur tryggingagjaldið hækkað um allt að þriðjung í krónum talið á undanförnum fjórum árum. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs verða tekjur ríkissjóðs af tryggingagjaldinu liðlega 99 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuöldinni fer senn að ljúka

Það var ekki skortur á steinum sem leiddi til þess að steinöldinni lauk eins og Sjeik Ahmed Zaki Yamani, olíuráðherra Sádi-Arabíu 1962-1986, segir stundum þegar hann slær á létta strengi. Og það er ekki heldur skortur á olíu sem veldur því að nú er útlit fyrir að olíuöldinni fari senn að ljúka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lítilsvirðing af hálfu Reykjavíkurborgar

Fréttablaðið átti viðtal við mig á dögunum, en svo háttaði til um miðjan ágúst síðastliðinn að ég veiktist skyndilega og þurfti á sjúkrabíl að halda. Við hjónin búum neðarlega á Skólavörðustíg og þar er okkar atvinnurekstur líka staðsettur.

Skoðun
Fréttamynd

Meira hugrekki

"Það er ekkert til sem heitir samfélag. Aðeins einstaklingar, karlar og konur og fjölskyldur þeirra.“ Þessi fleygu orð Margrétar Thatcher vöktu gríðarlega athygli og umtal árið 1987 og sundruðu nær bresku samfélagi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vinstri loforðin, um hvað snúast þau?

Nú er hafin skörp og snörp kosningabarátta. Vinstri flokkarnir lofa öllu fögru í ýmsum málum, allt skal vera betra og fegurra undir þeirra stjórn. En hvernig birtist þessi stjórn okkur þar sem vinstri meirihluti er við völd?

Skoðun
Fréttamynd

Mínútur um myndlist

Þessi brot eru hlutar af minningum um myndlistarverk sem ég hef séð, öll bara einu sinni og á frekar hraðri yfirferð um sýningar þar sem ég reyndi að ná inn sem mestu á sem skemmstum tíma, á sýningum með hundruðum verka eftir óteljandi listamenn. Samt sem áður hugsa ég um þessi verk daglega.

Skoðun
Fréttamynd

Grætur gests auga

Það breytti lífi mínu að koma í fyrsta sinn til Íslands frá Oxford árið 2013. Síðan þá hef ég heimsótt Ísland þrettán sinnum en í ferðum mínum sinni ég ástríðu minni sem er náttúruljósmyndun. Fleiri Íslandsferðir eru á prjónunum en eftirlætisstaðir mínir á Íslandi eru á Vestfjörðum og þar standa Strandir upp úr.

Skoðun
Fréttamynd

Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram

Kynbundið ofbeldi hefur verið mikið á dagskrá nú í sumar og haust og ekki síst í tengslum við mál það sem varð ríkisstjórninni að falli. Þung undiralda kvenfrelsissjónarmiða og femínískra byltinga fangaði kröfuna um að uppreist æra kynferðisbrotamanns yrði endurskoðuð og ekki síst að starfsréttindi hans yrðu ekki afhent án fyrirstöðu.

Skoðun
Fréttamynd

Bananalýðveldi

Já, lesandi góður. Það er orðið staðfest. Við búum í bananalýðveldi. Samkvæmt skilgreiningu alfræðivefsins Wikipedia er hugtakið nýyrði um lýðveldi sem hafa haft tíð ríkisstjórnarskipti og er í dag notað frjálslega um lönd þar sem stjórnmál eru í reiðuleysi.

Bakþankar
Fréttamynd

Framtíð fyrir alla

Framtíðin er óljós og tækifærin eru óendanleg. Sem betur fer vil ég segja. Fram undan eru ótrúleg tækifæri og áskoranir þegar kemur að þeim tækniframförum sem eru handan við hornið. Aukin sjálfvirkni og róbótavæðing kallar á viðbrögð stjórnmálamanna og atvinnulífs.

Skoðun
Fréttamynd

Einkavæðum innviði víðar

Samtök iðnaðarins birtu nýverið skýrslu þar sem fram kom að um 400 milljarða vantaði í uppbyggingu innviða hér á landi. Nefnd voru dæmi eins og vegakerfið, hitaveitur og sorphirða auk ýmissa fasteigna á vegum hins opinbera. Tvennt vekur athygli í tengslum við umrædda skýrslu frá sjónarmiði frjálshyggju.

Skoðun
Fréttamynd

Dýrkeypt þróun í heilbrigðismálum

Undanfarið hefur verið gagnrýnt á opinberum vettvangi, m.a. af Kára Stefánssyni og undirrituðum, að íslensk stjórnvöld verji minna til heilbrigðismála en önnur lönd, sérstaklega Norðurlönd.

Skoðun
Fréttamynd

Við leitum svara með þér og Bleiku slaufunni

Til að að efla stuðning og ráðgjöf við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra hefur Krabbameinsfélagið ákveðið að helga Bleiku slaufuna 2017 Ráðgjafarþjónustu félagsins. Mikil fjölgun hefur orðið á tíðni krabbameina undanfarin ár meðal annars vegna aukins mannfjölda og hærri meðalaldurs.

Skoðun
Fréttamynd

Þörf á kerfisbreytingu skýri töluleysi VG

Nauðsynlegt er að hverfa frá einhliða skattahækkunum, segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG. Flokkurinn ætli ekki að negla niður prósentubreytingar í kosningabaráttu sinni. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir tillögur flokksins hófstilltar.

Innlent
Fréttamynd

Möndlumjólk skilin frá dýramjólk í verslunum

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði segja Möndlumjólk villandi heiti á vörutegund. Neytendastofa tekur undir kvörtun SAM og beinir til verslana að laga hillumerkingar. Maður mjólkar ekki möndlur, segir framkvæmdastjóri SAM.

Innlent