Einkavæðum innviði víðar Guðmundur Edgarsson skrifar 19. október 2017 07:00 Samtök iðnaðarins birtu nýverið skýrslu þar sem fram kom að um 400 milljarða vantaði í uppbyggingu innviða hér á landi. Nefnd voru dæmi eins og vegakerfið, hitaveitur og sorphirða auk ýmissa fasteigna á vegum hins opinbera. Tvennt vekur athygli í tengslum við umrædda skýrslu frá sjónarmiði frjálshyggju.Markaðurinn byggir líka upp innviði Annað er að orðið innviðir er á engan hátt bundið við opinbera geirann. Frjálsi markaðurinn gegnir nefnilega lykilhlutverki í uppbyggingu innviða og ýmiss konar grunnþjónustu fyrir almenning. Margvíslegir mikilvægir innviðir koma í hugann í þessu samhengi eins og matvöruverslanir, bensínstöðvar, netþjónusta, bílasölur, tölvuverkstæði, fatabúðir, flugfélög, farsímaþjónusta, líkamsræktarstöðvar og skóverslanir svo fáein dæmi séu nefnd. Það er því langur vegur frá að orðið innviðir sé bundið við opinbera geirann eingöngu.Innviðir á markaði í góðu standi Hitt er hin athyglisverða niðurstaða skýrslunnar að einungis opinberir innviðir hafa verið vanræktir, svo rækilega að þeir hafa verið látnir grotna niður um hundruð milljarða króna árum og áratugum saman. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins eru nefnilega hvergi nefnd dæmi um að innviðir á markaði hafi drabbast niður, t.d. að verulega hafi skort á viðhald og uppbyggingu í matvörugeiranum eða á sviði farsímaþjónustu. Það kemur heldur ekki á óvart því innviðir einkageirans hafa aldrei staðið með jafnmiklum blóma og einmitt nú. Ástand innviða í einkageiranum er til mikillar fyrirmyndar. Það er vegna þess að eignarhald þeirra er skýrt auk þess sem þeir þróast í samkeppnisumhverfi. Því er hvati til staðar að huga reglulega að viðhaldi og uppbyggingu. Á hinn bóginn hefur innviðum á vegum hins opinbera verið illa sinnt. Ástæðan er sú að eignarhald undir ríkinu er óskýrt auk þess sem neytendur hafa ekkert val því engin er samkeppnin. Fleyg orð eins ástsælasta frjálshyggjumanns þessarar þjóðar koma því upp í hugann: Það sem allir eiga, hirðir enginn um. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Samtök iðnaðarins birtu nýverið skýrslu þar sem fram kom að um 400 milljarða vantaði í uppbyggingu innviða hér á landi. Nefnd voru dæmi eins og vegakerfið, hitaveitur og sorphirða auk ýmissa fasteigna á vegum hins opinbera. Tvennt vekur athygli í tengslum við umrædda skýrslu frá sjónarmiði frjálshyggju.Markaðurinn byggir líka upp innviði Annað er að orðið innviðir er á engan hátt bundið við opinbera geirann. Frjálsi markaðurinn gegnir nefnilega lykilhlutverki í uppbyggingu innviða og ýmiss konar grunnþjónustu fyrir almenning. Margvíslegir mikilvægir innviðir koma í hugann í þessu samhengi eins og matvöruverslanir, bensínstöðvar, netþjónusta, bílasölur, tölvuverkstæði, fatabúðir, flugfélög, farsímaþjónusta, líkamsræktarstöðvar og skóverslanir svo fáein dæmi séu nefnd. Það er því langur vegur frá að orðið innviðir sé bundið við opinbera geirann eingöngu.Innviðir á markaði í góðu standi Hitt er hin athyglisverða niðurstaða skýrslunnar að einungis opinberir innviðir hafa verið vanræktir, svo rækilega að þeir hafa verið látnir grotna niður um hundruð milljarða króna árum og áratugum saman. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins eru nefnilega hvergi nefnd dæmi um að innviðir á markaði hafi drabbast niður, t.d. að verulega hafi skort á viðhald og uppbyggingu í matvörugeiranum eða á sviði farsímaþjónustu. Það kemur heldur ekki á óvart því innviðir einkageirans hafa aldrei staðið með jafnmiklum blóma og einmitt nú. Ástand innviða í einkageiranum er til mikillar fyrirmyndar. Það er vegna þess að eignarhald þeirra er skýrt auk þess sem þeir þróast í samkeppnisumhverfi. Því er hvati til staðar að huga reglulega að viðhaldi og uppbyggingu. Á hinn bóginn hefur innviðum á vegum hins opinbera verið illa sinnt. Ástæðan er sú að eignarhald undir ríkinu er óskýrt auk þess sem neytendur hafa ekkert val því engin er samkeppnin. Fleyg orð eins ástsælasta frjálshyggjumanns þessarar þjóðar koma því upp í hugann: Það sem allir eiga, hirðir enginn um. Höfundur er kennari.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar