Einkavæðum innviði víðar Guðmundur Edgarsson skrifar 19. október 2017 07:00 Samtök iðnaðarins birtu nýverið skýrslu þar sem fram kom að um 400 milljarða vantaði í uppbyggingu innviða hér á landi. Nefnd voru dæmi eins og vegakerfið, hitaveitur og sorphirða auk ýmissa fasteigna á vegum hins opinbera. Tvennt vekur athygli í tengslum við umrædda skýrslu frá sjónarmiði frjálshyggju.Markaðurinn byggir líka upp innviði Annað er að orðið innviðir er á engan hátt bundið við opinbera geirann. Frjálsi markaðurinn gegnir nefnilega lykilhlutverki í uppbyggingu innviða og ýmiss konar grunnþjónustu fyrir almenning. Margvíslegir mikilvægir innviðir koma í hugann í þessu samhengi eins og matvöruverslanir, bensínstöðvar, netþjónusta, bílasölur, tölvuverkstæði, fatabúðir, flugfélög, farsímaþjónusta, líkamsræktarstöðvar og skóverslanir svo fáein dæmi séu nefnd. Það er því langur vegur frá að orðið innviðir sé bundið við opinbera geirann eingöngu.Innviðir á markaði í góðu standi Hitt er hin athyglisverða niðurstaða skýrslunnar að einungis opinberir innviðir hafa verið vanræktir, svo rækilega að þeir hafa verið látnir grotna niður um hundruð milljarða króna árum og áratugum saman. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins eru nefnilega hvergi nefnd dæmi um að innviðir á markaði hafi drabbast niður, t.d. að verulega hafi skort á viðhald og uppbyggingu í matvörugeiranum eða á sviði farsímaþjónustu. Það kemur heldur ekki á óvart því innviðir einkageirans hafa aldrei staðið með jafnmiklum blóma og einmitt nú. Ástand innviða í einkageiranum er til mikillar fyrirmyndar. Það er vegna þess að eignarhald þeirra er skýrt auk þess sem þeir þróast í samkeppnisumhverfi. Því er hvati til staðar að huga reglulega að viðhaldi og uppbyggingu. Á hinn bóginn hefur innviðum á vegum hins opinbera verið illa sinnt. Ástæðan er sú að eignarhald undir ríkinu er óskýrt auk þess sem neytendur hafa ekkert val því engin er samkeppnin. Fleyg orð eins ástsælasta frjálshyggjumanns þessarar þjóðar koma því upp í hugann: Það sem allir eiga, hirðir enginn um. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök iðnaðarins birtu nýverið skýrslu þar sem fram kom að um 400 milljarða vantaði í uppbyggingu innviða hér á landi. Nefnd voru dæmi eins og vegakerfið, hitaveitur og sorphirða auk ýmissa fasteigna á vegum hins opinbera. Tvennt vekur athygli í tengslum við umrædda skýrslu frá sjónarmiði frjálshyggju.Markaðurinn byggir líka upp innviði Annað er að orðið innviðir er á engan hátt bundið við opinbera geirann. Frjálsi markaðurinn gegnir nefnilega lykilhlutverki í uppbyggingu innviða og ýmiss konar grunnþjónustu fyrir almenning. Margvíslegir mikilvægir innviðir koma í hugann í þessu samhengi eins og matvöruverslanir, bensínstöðvar, netþjónusta, bílasölur, tölvuverkstæði, fatabúðir, flugfélög, farsímaþjónusta, líkamsræktarstöðvar og skóverslanir svo fáein dæmi séu nefnd. Það er því langur vegur frá að orðið innviðir sé bundið við opinbera geirann eingöngu.Innviðir á markaði í góðu standi Hitt er hin athyglisverða niðurstaða skýrslunnar að einungis opinberir innviðir hafa verið vanræktir, svo rækilega að þeir hafa verið látnir grotna niður um hundruð milljarða króna árum og áratugum saman. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins eru nefnilega hvergi nefnd dæmi um að innviðir á markaði hafi drabbast niður, t.d. að verulega hafi skort á viðhald og uppbyggingu í matvörugeiranum eða á sviði farsímaþjónustu. Það kemur heldur ekki á óvart því innviðir einkageirans hafa aldrei staðið með jafnmiklum blóma og einmitt nú. Ástand innviða í einkageiranum er til mikillar fyrirmyndar. Það er vegna þess að eignarhald þeirra er skýrt auk þess sem þeir þróast í samkeppnisumhverfi. Því er hvati til staðar að huga reglulega að viðhaldi og uppbyggingu. Á hinn bóginn hefur innviðum á vegum hins opinbera verið illa sinnt. Ástæðan er sú að eignarhald undir ríkinu er óskýrt auk þess sem neytendur hafa ekkert val því engin er samkeppnin. Fleyg orð eins ástsælasta frjálshyggjumanns þessarar þjóðar koma því upp í hugann: Það sem allir eiga, hirðir enginn um. Höfundur er kennari.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar