Grætur gests auga Phil Nuttridge skrifar 19. október 2017 07:00 Það breytti lífi mínu að koma í fyrsta sinn til Íslands frá Oxford árið 2013. Síðan þá hef ég heimsótt Ísland þrettán sinnum en í ferðum mínum sinni ég ástríðu minni sem er náttúruljósmyndun. Fleiri Íslandsferðir eru á prjónunum en eftirlætisstaðir mínir á Íslandi eru á Vestfjörðum og þar standa Strandir upp úr. Það gerir einstök náttúrufegurð svæðisins en líka vinalegt fólkið sem þarna býr. Þyngst vegur þó sú staðreynd að á Ströndum eru mun færri ferðamenn en í nágrenni Reykjavíkur þar sem mér finnst votta fyrir eins konar gullgrafaraæði í ferðaþjónustu. Þegar ég var staddur á Kaffi Norðurfirði síðastliðið sumar í minni sjöttu ferð á Strandir, var mér bent á að skoða fallega fossa í Ófeigsfirði, Hvalárfossa. Ég ók að þessum tignarlegu fossum, en lengra náði vegurinn ekki. Þar rakst ég á íslensk hjón sem höfðu gengið um svæðið í nokkra daga. Þau spurðu mig hvort ég væri kominn til að skoða „Fossinn“. Ég svaraði því játandi. Þá útskýrði maðurinn að enn stórkostlegri foss en Hvalárfoss væri að finna í rösklega klukkustundar göngu upp með gljúfrunum. Hann sýndi mér myndir á símanum sínum af fossinum sem hann kallaði Rjúkanda. Mér varð strax ljóst að hér væri um sérstakan foss að ræða og sannkallaðan gimstein. Hjónin sögðu mér jafnframt frá fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum og hver örlögum þessa foss og fossanna í kring yrðu. Þetta jók bara á forvitni mína og ég lagði því af stað með myndavélar mínar upp með tignarlegum gljúfrunum. Mikilfengleiki Rjúkanda kom mér í opna skjöldu. Hann er vissulega tröllaukinn að stærð en úr fjarlægð sá ég aðeins úðamökkinn sem mér skilst að hann dragi nafn sitt af. Þegar nær dró titraði jörðin undan krafti fossins. Í samanburði eru Seljalandsfoss og Skógarfoss, sem ég hef oftsinnis myndað, hálfgerðir lækir. Auk þess er umhverfi Rjúkanda ósnortið, fjarri mannabyggð, sem eykur á stórfengleik hans. Þarna sá ég engin skilti, engar öryggisgirðingar og engin mannvirki eða vegi. Ég þurfti heldur ekki að greiða aðgangseyri til að njóta fossins. Mér leið næstum eins og óboðnum gesti í veislu sjálfrar náttúrunnar.Verðmæti sem ekki á að spilla Rjúkandi hefur verið þarna í þúsundir ára, eða frá því löngu áður en nokkur steig fyrst fæti á landið ykkar. Hann tilheyrir óspilltri íslenskri náttúru, en slík svæði eru ekki á hverju strái og mikil verðmæti fólgin í þeim. Það var áhrifamikil stund að standa við brún fossins – enda leið mér eins og fossinn hefði kýlt mig utanundir, svo mikill var krafturinn. Þrátt fyrir margra ára reynslu sem náttúruljósmyndari leið mér eins og hæfileikar mínir dygðu ekki til að festa fossinn á filmu. Að endingu tókst mér þó að ná ljósmynd þar sem vel sést í bæði fossinn og gljúfrin neðan hans. Rjúkandi er einhver fallegasti foss sem ég hef nokkru sinni séð og örlög hans hryggja mig ósegjanlega. Svæðið í heild sinni með fjölda fossa, gljúfrum og heiðum eru verðmæti sem ekki ætti að spilla. Ég vil því skora á sem flesta sem vilja reisa þarna vatnsaflsvirkjun að ganga með mér upp að Rjúkanda, standa við fossbrúnina og segja mér augliti til auglitis að þeir hafi rétt til að skemma hann - náttúruperlu sem komandi kynslóðir Íslendinga, en ekki síður erlendir ferðamenn, eiga rétt á að fá að njóta um ókomin ár. Í gamalli íslenskri bók segir að glöggt sé gests augað. Gests augað getur einnig tárfellt. Þið Íslendingar ættuð að hugsa ykkur um tvisvar áður en þið skemmið náttúruperlur ykkar á Ströndum. Höfundur er ljósmyndari og Íslandsvinur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það breytti lífi mínu að koma í fyrsta sinn til Íslands frá Oxford árið 2013. Síðan þá hef ég heimsótt Ísland þrettán sinnum en í ferðum mínum sinni ég ástríðu minni sem er náttúruljósmyndun. Fleiri Íslandsferðir eru á prjónunum en eftirlætisstaðir mínir á Íslandi eru á Vestfjörðum og þar standa Strandir upp úr. Það gerir einstök náttúrufegurð svæðisins en líka vinalegt fólkið sem þarna býr. Þyngst vegur þó sú staðreynd að á Ströndum eru mun færri ferðamenn en í nágrenni Reykjavíkur þar sem mér finnst votta fyrir eins konar gullgrafaraæði í ferðaþjónustu. Þegar ég var staddur á Kaffi Norðurfirði síðastliðið sumar í minni sjöttu ferð á Strandir, var mér bent á að skoða fallega fossa í Ófeigsfirði, Hvalárfossa. Ég ók að þessum tignarlegu fossum, en lengra náði vegurinn ekki. Þar rakst ég á íslensk hjón sem höfðu gengið um svæðið í nokkra daga. Þau spurðu mig hvort ég væri kominn til að skoða „Fossinn“. Ég svaraði því játandi. Þá útskýrði maðurinn að enn stórkostlegri foss en Hvalárfoss væri að finna í rösklega klukkustundar göngu upp með gljúfrunum. Hann sýndi mér myndir á símanum sínum af fossinum sem hann kallaði Rjúkanda. Mér varð strax ljóst að hér væri um sérstakan foss að ræða og sannkallaðan gimstein. Hjónin sögðu mér jafnframt frá fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum og hver örlögum þessa foss og fossanna í kring yrðu. Þetta jók bara á forvitni mína og ég lagði því af stað með myndavélar mínar upp með tignarlegum gljúfrunum. Mikilfengleiki Rjúkanda kom mér í opna skjöldu. Hann er vissulega tröllaukinn að stærð en úr fjarlægð sá ég aðeins úðamökkinn sem mér skilst að hann dragi nafn sitt af. Þegar nær dró titraði jörðin undan krafti fossins. Í samanburði eru Seljalandsfoss og Skógarfoss, sem ég hef oftsinnis myndað, hálfgerðir lækir. Auk þess er umhverfi Rjúkanda ósnortið, fjarri mannabyggð, sem eykur á stórfengleik hans. Þarna sá ég engin skilti, engar öryggisgirðingar og engin mannvirki eða vegi. Ég þurfti heldur ekki að greiða aðgangseyri til að njóta fossins. Mér leið næstum eins og óboðnum gesti í veislu sjálfrar náttúrunnar.Verðmæti sem ekki á að spilla Rjúkandi hefur verið þarna í þúsundir ára, eða frá því löngu áður en nokkur steig fyrst fæti á landið ykkar. Hann tilheyrir óspilltri íslenskri náttúru, en slík svæði eru ekki á hverju strái og mikil verðmæti fólgin í þeim. Það var áhrifamikil stund að standa við brún fossins – enda leið mér eins og fossinn hefði kýlt mig utanundir, svo mikill var krafturinn. Þrátt fyrir margra ára reynslu sem náttúruljósmyndari leið mér eins og hæfileikar mínir dygðu ekki til að festa fossinn á filmu. Að endingu tókst mér þó að ná ljósmynd þar sem vel sést í bæði fossinn og gljúfrin neðan hans. Rjúkandi er einhver fallegasti foss sem ég hef nokkru sinni séð og örlög hans hryggja mig ósegjanlega. Svæðið í heild sinni með fjölda fossa, gljúfrum og heiðum eru verðmæti sem ekki ætti að spilla. Ég vil því skora á sem flesta sem vilja reisa þarna vatnsaflsvirkjun að ganga með mér upp að Rjúkanda, standa við fossbrúnina og segja mér augliti til auglitis að þeir hafi rétt til að skemma hann - náttúruperlu sem komandi kynslóðir Íslendinga, en ekki síður erlendir ferðamenn, eiga rétt á að fá að njóta um ókomin ár. Í gamalli íslenskri bók segir að glöggt sé gests augað. Gests augað getur einnig tárfellt. Þið Íslendingar ættuð að hugsa ykkur um tvisvar áður en þið skemmið náttúruperlur ykkar á Ströndum. Höfundur er ljósmyndari og Íslandsvinur.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar