Framtíð fyrir alla Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 19. október 2017 07:00 Framtíðin er óljós og tækifærin eru óendanleg. Sem betur fer vil ég segja. Fram undan eru ótrúleg tækifæri og áskoranir þegar kemur að þeim tækniframförum sem eru handan við hornið. Aukin sjálfvirkni og róbótavæðing kallar á viðbrögð stjórnmálamanna og atvinnulífs. Stjórnmálamenn eiga ekki að óttast þessar breytingar heldur fagna þeim og gæta þess að allir fái að njóta ávinnings þeirra. Aukin misskipting eftir menntun og störfum mun án efa aukast og þarf að huga sérstaklega að því að menntakerfi samtímans og framtíðarinnar taki mið af þessum breytingum. Núverandi fjársvelti á framhalds- og háskólum verður okkur dýrkeypt til framtíðar. Við þurfum því sókn í menntamálum og nýsköpun. Verðmætasköpunin verður til í gegnum frumkvöðla, öfluga skóla og samtal ólíkra hópa og einstaklinga. Þessi sókn er ekki hafin og mun ekki hefjast fyrr en við fáum nýja ríkisstjórn. Önnur samfélagsleg áskorun er breytt aldursamsetning þjóðarinnar. Fjöldi eldri borgara mun tvöfaldast á næstu 25 árum. Heilbrigðiskostnaður mun því aukast til muna ásamt kröfunum um góða þjónustu. Í því sambandi þurfum við öflugt opinbert heilbrigðiskerfi þar sem aðgengi að því er tryggt óháð efnahag. Forsvarsmenn Landspítalans hafa ítrekað bent á að þeir fjármunir sem settir hafa verið í þennan málaflokk ná ekki einu sinni að halda í fólksfjölgunina, hvað þá að um sé að ræða einhverja sókn í þessum málaflokki sem öll þjóðin hefur verið að kalla eftir. Þriðja áskorun framtíðarinnar eru umhverfismálin. Allar þjóðir eru á sama báti hvað þau varðar. Það er augljóst að Ísland þarf að vera í fararbroddi í þessum málaflokki. Framtíðarsýn Samfylkingarinnar byggist á stórsókn í skólum landsins og nýsköpun og jákvæðri afstöðu til tæknibreytinga þar sem tryggt er að allir landsmenn njóti þeirra. Stjórnmálamenn eiga ekki að skipuleggja framtíðina í þaula en þeir verða að vera tilbúnir að mæta henni með lausnum sem henta öllum, en ekki bara sumum. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Sjá meira
Framtíðin er óljós og tækifærin eru óendanleg. Sem betur fer vil ég segja. Fram undan eru ótrúleg tækifæri og áskoranir þegar kemur að þeim tækniframförum sem eru handan við hornið. Aukin sjálfvirkni og róbótavæðing kallar á viðbrögð stjórnmálamanna og atvinnulífs. Stjórnmálamenn eiga ekki að óttast þessar breytingar heldur fagna þeim og gæta þess að allir fái að njóta ávinnings þeirra. Aukin misskipting eftir menntun og störfum mun án efa aukast og þarf að huga sérstaklega að því að menntakerfi samtímans og framtíðarinnar taki mið af þessum breytingum. Núverandi fjársvelti á framhalds- og háskólum verður okkur dýrkeypt til framtíðar. Við þurfum því sókn í menntamálum og nýsköpun. Verðmætasköpunin verður til í gegnum frumkvöðla, öfluga skóla og samtal ólíkra hópa og einstaklinga. Þessi sókn er ekki hafin og mun ekki hefjast fyrr en við fáum nýja ríkisstjórn. Önnur samfélagsleg áskorun er breytt aldursamsetning þjóðarinnar. Fjöldi eldri borgara mun tvöfaldast á næstu 25 árum. Heilbrigðiskostnaður mun því aukast til muna ásamt kröfunum um góða þjónustu. Í því sambandi þurfum við öflugt opinbert heilbrigðiskerfi þar sem aðgengi að því er tryggt óháð efnahag. Forsvarsmenn Landspítalans hafa ítrekað bent á að þeir fjármunir sem settir hafa verið í þennan málaflokk ná ekki einu sinni að halda í fólksfjölgunina, hvað þá að um sé að ræða einhverja sókn í þessum málaflokki sem öll þjóðin hefur verið að kalla eftir. Þriðja áskorun framtíðarinnar eru umhverfismálin. Allar þjóðir eru á sama báti hvað þau varðar. Það er augljóst að Ísland þarf að vera í fararbroddi í þessum málaflokki. Framtíðarsýn Samfylkingarinnar byggist á stórsókn í skólum landsins og nýsköpun og jákvæðri afstöðu til tæknibreytinga þar sem tryggt er að allir landsmenn njóti þeirra. Stjórnmálamenn eiga ekki að skipuleggja framtíðina í þaula en þeir verða að vera tilbúnir að mæta henni með lausnum sem henta öllum, en ekki bara sumum. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar