Lítilsvirðing af hálfu Reykjavíkurborgar Hildur Bolladóttir skrifar 19. október 2017 07:00 Fréttablaðið átti viðtal við mig á dögunum, en svo háttaði til um miðjan ágúst síðastliðinn að ég veiktist skyndilega og þurfti á sjúkrabíl að halda. Við hjónin búum neðarlega á Skólavörðustíg og þar er okkar atvinnurekstur líka staðsettur. Undanfarin ár hafa borgaryfirvöld lokað neðsta hluta Skólavörðustígs fyrir bílaumferð í alls fimm mánuði á ári og gatan var lokuð umræddan dag í ágúst þegar fékk aðsvif þar sem ég var við vinnu. Skólavörðustíg er læst við Bergstaðastræti með hengilás en í ljós kom að í sjúkrabílnum var enginn lykill að lásnum. Bíllinn þurfti því að aka hring í öfuga akstursstefnu og snúa þar við með herkjum til að koma mér á sjúkrahús. Sjúkraflutningamaðurinn í bílnum taldi að blætt hefði inn á heila og við slíkar aðstæður skiptir hver mínúta máli. Það var mikil mildi að ekki reyndist um heilablæðingu að ræða, en för sjúkrabílsins tafðist heilmikið. Í framhaldinu hef ég eðlilega fyllst ótta yfir að vera lokuð inni við götuna og get með engu móti sætt mig við að búa við skert öryggi. Þess vegna var mér verulega misboðið er ég las viðtal Fréttablaðsins við Gunnar Hersvein, verkefnastjóra miðlunar hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann afgreiddi þessa alvarlegu vá með því einu að segja frásögn mína vera „einhliða“ og hélt síðan margtuggna ræðu fulltrúa Reykjavíkurborgar um það hversu vel hefði tekist til um lokanir gatna í miðbænum. Mér er verulega misboðið að horfa upp á þá fullkomnu lítilsvirðingu sem Gunnar Hersveinn sýnir mér og öðrum kaupmönnum og íbúum við Skólavörðustíg með málflutningi sínum. Við hjónin höfum stundað okkar atvinnurekstur á þessum stað frá árinu 1992 og hér er líka okkar heimili, en frá því að götunni var lokað hefur verslun okkar við Íslendinga hrunið. Viðskiptavinir mínir hafa einkum verið konur á besta aldri. Þær finna hvergi bílastæði og margar eru þannig settar að þeim þarf að aka upp að dyrum verslunarinnar. Þær koma því ekki í lokaða götu. Það er því ekki að undra að verslanir í miðbænum sem þjónusta Íslendinga leggi upp laupana ellegar flytji sig um set á svæði þar sem aðgengi er greitt og nóg af bílastæðum. Um leið og lokun götunnar var aflétt nú í haust lifnaði yfir versluninni. Ég leyfi mér að fullyrða að nálega allir kaupmenn hér í nágrenninu geta tekið undir þessi orð mín. Þá hefur hvers kyns ósómi færst í vöxt samhliða lokun götunnar, sala og neysla eiturlyfja, veggjakrot og önnur eignaspjöll og sóðaskapur. Þeir sem stunda slíka iðju eiga athvarf í lokaðri götu, því engin er löggæslan. Sér í lagi kveður rammt að þessu að næturlagi um helgar og það vekur hjá mér ótta. Þetta eru staðreyndir sem ég horfi því miður upp á, staðreyndir sem fulltrúar Reykjavíkurborgar kjósa að horfa fram hjá. Ég sem skattgreiðandi í Reykjavík á ekki að þurfa að sæta því að starfsmenn borgarinnar tali niður til mín, líkt og umræddur Gunnar Hersveinn gerði í viðtalinu við Fréttablaðið. Við fjölskyldan höfum lagt okkur fram um langt árabil til að efla mannlíf í miðbænum og staðið fyrir fjölmennum hátíðum og ber þar hæst að nefna Kjötsúpudaginn, Reykjavík Bacon Festival og Blúshátíðina. Þá höfum við viljað leggja fram okkar skerf til menningarstarfs og rekið gallerí á annarri hæð verslunarhúss okkar í aldarfjórðung. Þar er sett upp ný sýning í hverjum mánuði. Við teljum okkur því sannarlega hafa lagt fram okkar skerf til samfélagsins, auk þess að halda uppi atvinnurekstri í miðbænum um áratugaskeið og eiga því betra skilið en að öryggi okkar og heimila okkar sé skert og grafið sé undan atvinnurekstri sem við höfum byggt upp á löngum tíma. Höfundur er kjólameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Voru óvart lyklalausir í útkalli á Skólavörðustíg Lykil vantaði að götulokunarhliðum borgarinnar í útkalli sjúkrabíls með veika konu á Skólavörðustíg. Borgin hafnar fullyrðingum hennar um áhrif lokananna. 22. september 2017 06:00 Sjúkrabíll í öngstræti með innilokaðan kjólameistara á Skólavörðustíg Hildur Bolladóttir, kjólameistari á Skólavörðustíg, sem veiktist skyndilega fyrir stuttu, segir sjúkrabíl hafa átt erfitt með að komast að húsinu þar sem hún býr vegna lokana. Lögregla fari þar ekki um á nóttunni og óþjóðalýður 21. september 2017 06:00 Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið átti viðtal við mig á dögunum, en svo háttaði til um miðjan ágúst síðastliðinn að ég veiktist skyndilega og þurfti á sjúkrabíl að halda. Við hjónin búum neðarlega á Skólavörðustíg og þar er okkar atvinnurekstur líka staðsettur. Undanfarin ár hafa borgaryfirvöld lokað neðsta hluta Skólavörðustígs fyrir bílaumferð í alls fimm mánuði á ári og gatan var lokuð umræddan dag í ágúst þegar fékk aðsvif þar sem ég var við vinnu. Skólavörðustíg er læst við Bergstaðastræti með hengilás en í ljós kom að í sjúkrabílnum var enginn lykill að lásnum. Bíllinn þurfti því að aka hring í öfuga akstursstefnu og snúa þar við með herkjum til að koma mér á sjúkrahús. Sjúkraflutningamaðurinn í bílnum taldi að blætt hefði inn á heila og við slíkar aðstæður skiptir hver mínúta máli. Það var mikil mildi að ekki reyndist um heilablæðingu að ræða, en för sjúkrabílsins tafðist heilmikið. Í framhaldinu hef ég eðlilega fyllst ótta yfir að vera lokuð inni við götuna og get með engu móti sætt mig við að búa við skert öryggi. Þess vegna var mér verulega misboðið er ég las viðtal Fréttablaðsins við Gunnar Hersvein, verkefnastjóra miðlunar hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann afgreiddi þessa alvarlegu vá með því einu að segja frásögn mína vera „einhliða“ og hélt síðan margtuggna ræðu fulltrúa Reykjavíkurborgar um það hversu vel hefði tekist til um lokanir gatna í miðbænum. Mér er verulega misboðið að horfa upp á þá fullkomnu lítilsvirðingu sem Gunnar Hersveinn sýnir mér og öðrum kaupmönnum og íbúum við Skólavörðustíg með málflutningi sínum. Við hjónin höfum stundað okkar atvinnurekstur á þessum stað frá árinu 1992 og hér er líka okkar heimili, en frá því að götunni var lokað hefur verslun okkar við Íslendinga hrunið. Viðskiptavinir mínir hafa einkum verið konur á besta aldri. Þær finna hvergi bílastæði og margar eru þannig settar að þeim þarf að aka upp að dyrum verslunarinnar. Þær koma því ekki í lokaða götu. Það er því ekki að undra að verslanir í miðbænum sem þjónusta Íslendinga leggi upp laupana ellegar flytji sig um set á svæði þar sem aðgengi er greitt og nóg af bílastæðum. Um leið og lokun götunnar var aflétt nú í haust lifnaði yfir versluninni. Ég leyfi mér að fullyrða að nálega allir kaupmenn hér í nágrenninu geta tekið undir þessi orð mín. Þá hefur hvers kyns ósómi færst í vöxt samhliða lokun götunnar, sala og neysla eiturlyfja, veggjakrot og önnur eignaspjöll og sóðaskapur. Þeir sem stunda slíka iðju eiga athvarf í lokaðri götu, því engin er löggæslan. Sér í lagi kveður rammt að þessu að næturlagi um helgar og það vekur hjá mér ótta. Þetta eru staðreyndir sem ég horfi því miður upp á, staðreyndir sem fulltrúar Reykjavíkurborgar kjósa að horfa fram hjá. Ég sem skattgreiðandi í Reykjavík á ekki að þurfa að sæta því að starfsmenn borgarinnar tali niður til mín, líkt og umræddur Gunnar Hersveinn gerði í viðtalinu við Fréttablaðið. Við fjölskyldan höfum lagt okkur fram um langt árabil til að efla mannlíf í miðbænum og staðið fyrir fjölmennum hátíðum og ber þar hæst að nefna Kjötsúpudaginn, Reykjavík Bacon Festival og Blúshátíðina. Þá höfum við viljað leggja fram okkar skerf til menningarstarfs og rekið gallerí á annarri hæð verslunarhúss okkar í aldarfjórðung. Þar er sett upp ný sýning í hverjum mánuði. Við teljum okkur því sannarlega hafa lagt fram okkar skerf til samfélagsins, auk þess að halda uppi atvinnurekstri í miðbænum um áratugaskeið og eiga því betra skilið en að öryggi okkar og heimila okkar sé skert og grafið sé undan atvinnurekstri sem við höfum byggt upp á löngum tíma. Höfundur er kjólameistari.
Voru óvart lyklalausir í útkalli á Skólavörðustíg Lykil vantaði að götulokunarhliðum borgarinnar í útkalli sjúkrabíls með veika konu á Skólavörðustíg. Borgin hafnar fullyrðingum hennar um áhrif lokananna. 22. september 2017 06:00
Sjúkrabíll í öngstræti með innilokaðan kjólameistara á Skólavörðustíg Hildur Bolladóttir, kjólameistari á Skólavörðustíg, sem veiktist skyndilega fyrir stuttu, segir sjúkrabíl hafa átt erfitt með að komast að húsinu þar sem hún býr vegna lokana. Lögregla fari þar ekki um á nóttunni og óþjóðalýður 21. september 2017 06:00
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun