Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Vilja betlaralausa borg

Yfirvöld í borginni Hyder­abad á Suður-Indlandi segjast ætla að bjóða borgurum 500 indverskar rúpíur, um átta hundruð íslenskar krónur, fyrir að benda þeim á betlara.

Erlent
Fréttamynd

Opnun Vaðlaheiðarganga gæti seinkað enn frekar

Svo gæti farið að opnun Vaðlaheiðarganga seinki um nokkra mánuði til viðbótar og fram á vetur 2018. Þá verða liðin tvö ár síðan klippa átti á borða. Verktakinn undir pressu um að klára á tilsettum tíma en vatnið er enn að tefja.

Innlent
Fréttamynd

Svefnvana íbúar ósáttir við rútur á Hverfisgötu

Formaður húsfélagsins Hverfisgötu 108 segir íbúa ósátta við að safnstæði fyrir hópferðabíla hafi verið komið fyrir beint fyrir utan svefnherbergisglugga þeirra. Samgöngustjóri Reykjavíkur segir stæðin komin til að vera.

Innlent
Fréttamynd

Sýni gát við Hverfisfljót

Umhverfis- og náttúrverndarnefnd Skaftárhrepps vísar til ákvæðis í náttúrverndarlögum um að Skaftáreldahraun skuli verndað sem hraun frá nútíma í umsögn til Skipulagsstofnunar vegna virkjunar í Hverfisfljóti.

Innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra í krumlum Sádi-Araba

Forsætisráðherra Líbanons hefur ekki skilað sér úr ferð til Sádi-Arabíu. Að sögn samstarfsmanna var Hariri þvingaður til að segja af sér. Hann sé í raun fangi Sáda.

Erlent
Fréttamynd

Katrín segir líkur á góðum samningi

Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Eins og annars flokks í hávaða frá Nýbýlavegi

Íbúi í götu við Nýbýlaveg leggur ekki í að leyfa sonunum að leika sér úti í garði vegna hættu á að þeir komist út á götuna. Hávaði frá götunni er einnig að æra þau. Nágrannar nota ekki garða sína af sömu sökum.

Innlent
Fréttamynd

Tæma skúffur á lokametrunum

Frá stjórnarslitum hafa ráðherrar nýtt átta milljónir af skúffufé sínu. Þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa ekki snert á fénu á þessum vikum. Dómsmálaráðherra hefur yfirhöfuð ekki nýtt skúffufé á kjörtímabilinu.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn segja starfskjaranefnd hjá OR vera peningasóun

"Miðað við þau verkefni sem stjórnarformaður og stjórn þurfa að sinna þá yrði ekki mikil viðbót að skoða laun þessara tveggja ágætu manna,“ segir borgarfulltrúinn Kjartan Magnússon sem á síðasta stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur ítrekaði þá skoðun sína að starfskjaranefnd fyrirtækisins væri óþörf og sóun á fjármunum.

Innlent
Fréttamynd

Úldnar leifar

Þjónkun almannavalds við sérhagsmuni í okkar heimshluta er hvergi augljósari en í Bandaríkjunum. Þar er lífi fólks teflt í tvísýnu á hverjum degi í nafni úreltrar byssumenningar, úldnum leifum frá tímum villta vestursins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Norðfjarðargöngin opnuð

"Íbúar hér eru himinlifandi yfir að fá þessi göng,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.

Innlent
Fréttamynd

Varðandi Robert Marshall

Einkenni á fallegu og góðu samfélagi finnst mér vera þetta: Allar manneskjur geta verið þær sjálfar, notið hæfileika sinna, dugnaðar og ástríðu. Fólk getur fundið sér sinn farveg og átt innihaldsríkt líf á sínum forsendum. Allar manneskjur eiga að fá tækifæri, helst fullt af tækifærum, til að gera það sem þær eru bestar í. Það er frábært samfélag.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jákvæðni, já takk!

Með aukinni færni þjóðarinnar á samfélagsmiðlum hefur neikvæðni aukist til muna. Menn hafa allt á hornum sér í kommentakerfunum og reglulega "logar netið“ af sameiginlegri hneykslun og reiði.

Bakþankar
Fréttamynd

Trump hafði fögur orð um Xi

Bandaríkjaforseti heimsótti forseta Kína í gær. Lofaði hann Kínverjann í bak og fyrir en hefur áður gagnrýnt Kínverja harðlega.

Erlent