Safnað upp í tuttugu milljóna króna gat eftir Eistnaflug 2017 Benedikt Bóas skrifar 10. nóvember 2017 08:00 Stefán Jakobsson úr Dimmu þenur leðurbarkann á Eistnaflugi þar sem gleðin hefur alltaf verið við völd. Nú er þó þungt yfir og blikur á lofti enda vantar þrjár milljónir til að koma út á núlli. Mynd/Freyja Gylfadóttir „Hátíðin fór á hliðina í sumar og við höfum verið að vinna í því að koma henni á réttan kjöl,“ segir Karl Óttar Pétursson, framkvæmdastjóri þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs. Hátíðin er rómuð fyrir einstaka stemningu og andrúmsloft en í sumar kom færra fólk en vanalega og ákveðin atriði reyndust dýrari en gert var ráð fyrir. Alls nam tapið 20 milljónum og hafa eigendur róið lífróður til að bjarga hátíðinni. Hafa safnað 17 milljónum, meðal annars með hlutabréfasölu en hægt er að kaupa eitt prósent í hátíðinni á 200 þúsund krónur. „Við höfum verið að selja hlutabréfin til að fjármagna tapið. Það eru sjö prósent eftir. En salan dugar ekki alveg því að enn er þriggja milljóna króna bil sem við þurfum að brúa,“ segir Karl Óttar.Karl Óttar PéturssonAð að sögn Karls Óttars vantar hátíðina einn stóran styrktaraðila en töluvert hefur verið fjallað um áhugaleysi bæjaryfirvalda fyrir austan gagnvart hátíðinni. Tónlistarhátíðin hefur verið haldin árlega, aðra helgina í júlí, í Neskaupstað síðan sumarið 2005. Þar spila bæði innlendar og erlendar hljómsveitir yfir alls fjóra daga og hefur íbúafjöldi bæjarins tvöfaldast meðan hátíðin stendur yfir. Er miðasala á Eistnaflug 2018 hafin. „Okkur vantar þrjár milljónir og við þurfum að finna einhvern til að styrkja okkur. Okkur vantar stóran styrktaraðila til að vinna með okkur. Einhvern sem sér sér hag í því að tengjast því sem við stöndum fyrir. Við erum að bóka bönd fyrir komandi hátíð og við trúum að við náum að fylla upp í þetta gat. Við ætlum að standa við okkar skuldbindingar. Við skiljum engan eftir enda bannað að vera fáviti,“ segir Karl Óttar en það eru einmitt einkunnarorð hátíðarinnar. Í þau tólf skipti sem hátíðin hefur verið haldin hafa þessi orð fengið sífellt meiri hljómgrunn enda sönn og góð. „Við keyrum á þeirri sérstöðu að allir séu vinir og þarna komi fólk til að upplifa stemningu. Þetta er ekki fyllerí til að lemja og vera vondur við náungann. Þarna er menningin að vera góður og allir hjálpast að. Allir tala við alla og við viljum efla þá menningu. Við höfum reynt að axla samfélagslega ábyrgð og leggjum áherslu á að við stöndum fyrir ábyrgð,“ segir Karl Óttar. Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
„Hátíðin fór á hliðina í sumar og við höfum verið að vinna í því að koma henni á réttan kjöl,“ segir Karl Óttar Pétursson, framkvæmdastjóri þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs. Hátíðin er rómuð fyrir einstaka stemningu og andrúmsloft en í sumar kom færra fólk en vanalega og ákveðin atriði reyndust dýrari en gert var ráð fyrir. Alls nam tapið 20 milljónum og hafa eigendur róið lífróður til að bjarga hátíðinni. Hafa safnað 17 milljónum, meðal annars með hlutabréfasölu en hægt er að kaupa eitt prósent í hátíðinni á 200 þúsund krónur. „Við höfum verið að selja hlutabréfin til að fjármagna tapið. Það eru sjö prósent eftir. En salan dugar ekki alveg því að enn er þriggja milljóna króna bil sem við þurfum að brúa,“ segir Karl Óttar.Karl Óttar PéturssonAð að sögn Karls Óttars vantar hátíðina einn stóran styrktaraðila en töluvert hefur verið fjallað um áhugaleysi bæjaryfirvalda fyrir austan gagnvart hátíðinni. Tónlistarhátíðin hefur verið haldin árlega, aðra helgina í júlí, í Neskaupstað síðan sumarið 2005. Þar spila bæði innlendar og erlendar hljómsveitir yfir alls fjóra daga og hefur íbúafjöldi bæjarins tvöfaldast meðan hátíðin stendur yfir. Er miðasala á Eistnaflug 2018 hafin. „Okkur vantar þrjár milljónir og við þurfum að finna einhvern til að styrkja okkur. Okkur vantar stóran styrktaraðila til að vinna með okkur. Einhvern sem sér sér hag í því að tengjast því sem við stöndum fyrir. Við erum að bóka bönd fyrir komandi hátíð og við trúum að við náum að fylla upp í þetta gat. Við ætlum að standa við okkar skuldbindingar. Við skiljum engan eftir enda bannað að vera fáviti,“ segir Karl Óttar en það eru einmitt einkunnarorð hátíðarinnar. Í þau tólf skipti sem hátíðin hefur verið haldin hafa þessi orð fengið sífellt meiri hljómgrunn enda sönn og góð. „Við keyrum á þeirri sérstöðu að allir séu vinir og þarna komi fólk til að upplifa stemningu. Þetta er ekki fyllerí til að lemja og vera vondur við náungann. Þarna er menningin að vera góður og allir hjálpast að. Allir tala við alla og við viljum efla þá menningu. Við höfum reynt að axla samfélagslega ábyrgð og leggjum áherslu á að við stöndum fyrir ábyrgð,“ segir Karl Óttar.
Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira