Fréttir

Fréttamynd

Vilja ekki unglingafangelsi

Ungur piltur sem ásamt fjórum öðrum rændi starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi, hefur komið við sögu fjölda afbrotamála. Einungis fimmtán ára sat hann í gæsluvarðhaldi í fjörutíu daga. Þá var hann einnig úrskurðaður í gæsluvarðhald nokkrum dögum fyrir sextán ára afmælið sitt í mars.

Innlent
Fréttamynd

Hótanir á japönskum sjúkrahúsum

Fjölda háskólasjúkrahúsa í Tókýó í Japan hafa borist sprengjuhótanir frá tveimur mönnum sem krefjast þess að tvöfalt fleiri læknanemum verði hleypt í námsstöður við sjúkrahúsin. Að öðrum kosti verði þau fyrir sprengjuárás.

Erlent
Fréttamynd

Flóttamenn á gúmmíbátum

Spænska lögreglan handsamaði þrjú hundruð afríska flóttamenn sem höfðu gert tilraun til að komast til Spánar á gúmmíbátum um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Tveir slösuðust við Kárahnjúka

Tveir starfsmenn ítalska verktakarisans Impregilo slösuðust við vinnu sína við Kárahnjúkastíflu um kvöldmatarleytið í gær og sagði lögregla meiðsl beggja manna alvarleg.

Innlent
Fréttamynd

Kanslarinn hafði betur

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Angela Merkel, kanslaraefni Kristilega demókrataflokksins (CDU), mættust í sjónvarpseinvígi í gærkvöld, eina slíka einvíginu sem fram fer í kosningabaráttunni fyrir þýsku þingkosningarnar hinn 18. þessa mánaðar.

Erlent
Fréttamynd

Byrjað að safna saman líkum

Brottflutningi íbúa frá New Orleans er að mestu lokið. Bæði íþróttahöllin SuperDome og ráðstefnumiðstöð borgarinnar hafa verið tæmdar af fólki og byrjað er að safna saman líkum af götunum.

Erlent
Fréttamynd

Minntust komu Andersens til Köben

Kaupmannahöfn breyttist í sannkallað ævintýraland þegar borgarbúar héldu 4. september hátíðlegan, en þann dag árið 1819 kom H.C. Andersen fyrst til höfuðborgarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Eldur í húsnæði við Fiskislóð

Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan hálfsjö í morgun vegna bruna í atvinnuhúsnæði við Fiskislóð í Reykjavík. Var útlit fyrir að um stórbruna væri að ræða. Þykkan, svartan reykjarmökk lagði út um allar dyr og glugga en húsnæðið er einungis einn geimur, að hluta til á tveimur hæðum.

Innlent
Fréttamynd

Búa þjóðina undir hið versta

Michael Leavitt, ráðherra heilbrigðis- og mannúðarmála í ríkisstjórn Bandaríkjanna, sagði í gær að nú væri reiknað með að þúsundir manna hefðu látið lífið af völdum fellibylsins Katrínar. Þetta var í fyrsta sinn sem talsmaður alríkisstjórnarinnar viðurkenndi opinberlega að manntjónið væri svona mikið.

Erlent
Fréttamynd

Norðurlandameistari kvenna í skák

Lenka Ptacnikova, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í skák, varð í dag Norðurlandameistari kvenna í skák þegar hún gerði jafntefli við eistnesku skákkonuna Tuli Lasson í síðustu umferð Norðurlandamótsins í Vammala í Finnlandi. Á mótinu voru sterkustu skákkonur Norðurlanda auk sterkra fulltrúa frá Eystrasaltsríkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Réttarhöld hefjast 19. október

Ríkisstjórn Íraks hefur staðfest að réttarhöldin yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta landsins, hefjist 19. október næstkomandi. Þar verður réttað yfir honum vegna fjöldamorðanna í bænum Dujail árið 1982, en 143 voru myrtir í bænum eftir misheppnað banatilræði við forsetan fyrrverandi.

Erlent
Fréttamynd

Langur biðlisti í Hólabrekkuskóla

Í Reykjavík hafa tugir barna ekki enn fengið inni á frístundaheimilum. Ástandið er sérstaklega slæmt í Hólabrekkuskóla, þar sem allir nemendur í fyrsta bekk eru á biðlista og ganga um hverfið með lykil um hálsinn.

Innlent
Fréttamynd

Baugur fjárfestir í Bretlandi

Breska dagblaðið Sunday Telegraph greindi í gær frá því að Baugur ásamt skoska frumkvöðlinum Tom Hunter og breska stórbankanum HBOS hefðu stofnað með sér fasteignafélag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segja hamfarir reiði guðs

Hryðjuverkasamtökin al-Qaida fögnuðu í dag mannfallinu í hamförunum í Bandaríkjunum og sögðu þær hefnd guðs. Í yfirlýsingu á heimasíðu sem samtökin nota segja þau að bænum hinna kúguðu hafi verið svarað og kúgunarþjóðin Bandaríkin hefði fengið að kenna á reiði guðs. Ekki er búið að staðfesta hvort yfirlýsingin er ekta en al-Qaida samtökin eru sem kunnugt er í hópi hörðustu andstæðinga Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi.

Erlent
Fréttamynd

Slasaðist þegar fjórhjól valt

Maður slasaðist þegar fjórhjólið hans valt í Svínahrauni í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til að flytja hann á sjúkrahús.

Innlent
Fréttamynd

Forseti Hæstaréttar BNA látinn

William H. Rehnquist, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna, lést í gær eftir erfiða baráttu við skjaldskirtilskrabbamein. Rehnquist, sem var áttræður, tók sæti í Hæstarétti árið 1972 í tíð Richards Nixons en það var Ronald Reagen sem skipaði hann forseta réttarins árið 1986.

Erlent
Fréttamynd

Íslenskrar konu enn saknað

Ekkert hefur enn spurst til Lilju Aðalbjargar Ólafsdóttur Hansch, sem búsett er í Mississippi. Fjölskylda hennar heyrði síðast í henni á mánudag í þann mund er fellibylurinn Katrín skall á borginni Gulfport þar sem hún býr. Utanríkisráðuneytið leitar nú allra leiða til að hafa uppi á henni. Ekki er vitað til þess að fleiri Íslendinga sé saknað.

Erlent
Fréttamynd

Drápu eftirlýstan uppreisnarmann

Lögregla í Sádi-Arabíu skaut í dag eftirlýstan uppreisnarmann til bana og særði annan í skotbardaga í olíuborginni Dammam. Þá mun hún vera á hælunum á þriðja manninum og hefur umkringt hús þar sem talið er að hann feli sig, eftir því sem Reuters-fréttastofan greinir frá.

Erlent
Fréttamynd

Dagsetning ákveðin

Verjendur Saddams Husseins hafa áhyggjur af tímaskorti við að undirbúa sig fyrir réttarhöldin yfir Hussein en yfirvöld hafa ákveðið að þau muni hefjast 19. október.

Erlent
Fréttamynd

Hefur ekki lokið BA-prófi

Gísli Marteinn Baldursson, sem sækist eftir að verða borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, er ekki með BA próf í stjórnmálafræði, eins og hann heldur fram í bókinni Samtíðarmenn. Gísli Marteinn segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar.

Innlent
Fréttamynd

Ræddu um ofbeldi á Norðurlöndum

Eru Norðurlöndin griðastaður fyrir ofbeldismenn? Um þetta var spurt á tveggja daga norrænni ráðstefnu sem regnhlífarsamtökin Norrænar konur gegn ofbeldi héldu í Reykjavík um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Fagnar vilja fjölskyldunefndar

Stefán Jón Hafstein, formaður menntasviðs Reykjavíkurborgar, fagnar því að fjölskyldunefnd ríkisstjórnarinnar skuli vilja skoða hag barnafólks frá því að fæðingarorlof lýkur við níu mánaða aldur þar til börnin fái pláss á leikskóla við átján mánaða aldur.

Innlent
Fréttamynd

Framkvæmdastjóri ráðinn á næstunni

Á næstunni ræðst hver verður nýr kaupfélagsstjóri á Akureyri. Stjórn KEA mun koma saman síðdegis á morgun til þess að fjalla um ráðningu nýs framkvæmdastjóra. Umsækjendur um starfið eru á milli 70 og 80 en umsóknarfrestur rann út 27. ágúst.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Schröder og Merkel mætast í kvöld

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands og leiðtogi jafnaðarmannaflokksins og Angela Merkel, kanslaraefni Kristilegra demókrata mætast í kvöld í kappræðum í sjónvarpi. Þetta verða þeirra einu kappræður fyrir kosningarnar sem fram fara 18. september og eru taldar geta haft þó nokkur áhrif á hvor flokkurinn beri sigur úr býtum.

Erlent
Fréttamynd

Uppbygging í Reykholti

Íbúum í Reykholti gæti fjölgað úr þrjátíu í tvö hundruð á næstu árum. Þar er verið að reisa tólf nýjar íbúðir og fimmtíu og sjö einbýlishús eru á teikniborðinu. Einnig er gert ráð fyrir minjagarði.

Innlent
Fréttamynd

Fellibylur veldur usla í Kína

Að minnsta kosti 54 hafa látist í Kína í flóðum og aurskriðum af völdum fellibylsins Talim sem gekk á land á fimmtudaginn var. Fellibylurinn hefur valdið miklu tjóni Anhui-héraði og borginni Wenzhou en alls hafa hundrað þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín vegna hans. Talim olli einnig usla á Taívan um miðja síðustu en þar létust að minnsta kosti tveir og tugir slösuðust.

Erlent
Fréttamynd

Pútín rekur yfirmann flotans

Vladímír Pútín, forseti Rússlans, rak í dag Vladímír Kúrojodov, yfirmann rússneska flotans, úr starfi. Forsetinn gaf ekki upp ástæðu fyrir brottvikningunni en rússneskir fjölmiðlar leiða að því líkur að hann hafi verið látinn fara vegna vandræðagangs innan sjóhersins.

Erlent
Fréttamynd

Bíða dauðans eða björgunar

Þótt nú hafi loks tekist að koma þeim tugþúsundum til hjálpar sem leitað höfðu skjóls í ráðstefnumiðstöð og íþróttahöll New Orleans-borgar er enn mikill fjöldi fólks innlyksa víða um borgina og annars staðar á hamfarasvæðunum við Mexíkóflóann. Sumir bíða eftir að að eitt af þessu tvennu berist: dauðinn eða björgun.

Erlent