Fréttir

Fréttamynd

Palestínumenn fagna á Gaza

Mikil kæti ríkti meðal Palestínumanna sem streymdu í gær inn í yfirgefnar byggðir ísraelskra landtökumanna á Gazasvæðinu. Síðasti ísraelski hermaðurinn fór þaðan í fyrrinótt en þar með lauk 38 ára hernaðarlegum yfirráðum Ísraela á Gaza.

Erlent
Fréttamynd

Bilið minnkar í Þýskalandi

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, mætti í gær áskorendum sínum í síðustu sjónvarpskappræðunum fyrir þingkosningarnar á sunnudaginn. Nú á lokaspretti kosningabaráttunnar benda skoðanakannanir til að Jafnaðarmannaflokkur Schröders sé að vinna aftur nokkurt fylgi.

Erlent
Fréttamynd

Hafi bjargað lífi for­eldra sinna

Svo virðist sem snarræði tíu ára drengs hafi bjargað lífi foreldra hans í sjóslysinu við Skarfaklett aðfaranótt laugardags. Björgunarsveitarmenn leita enn manns sem er saknað eftir slysið en sambýliskona hans fórst þegar báturinn sökk.

Innlent
Fréttamynd

Á­kveðið með frekari leit í dag

Maðurinn sem saknað er eftir að skemmtibátur steytti á Skarfaskeri er enn ófundinn. Ákveðið verður með frekari leit með morgninum. Í gær leitaði fjöldi fólks mannsins. Björgunarskip sigldu um sundin og björgunarsveitarmenn gengu fjörur, allt frá Gróttu að Kjalarnesi. Þá leitaði fjöldi fólks á tugum smábáta á sundunum fyrir utan Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Samið á Suðurnesjum

Starfsmannafélag Suðurnesja og Launanefnd sveitarfélaga undirrituðu á föstudaginn nýjan kjarasamning sem gildir til 30. nóvember 2008. Samningurinn nær til um 450 starfsmanna sveitarfélaga og stofnana á Suðurnesjum. Á heimasíðu BSRB kemur fram að fyrir utan beinar launahækkanir sé tekið upp allt að tveggja prósenta mótframlag launagreiðenda vegna séreignarlífeyrissparnaðar launþega.

Innlent
Fréttamynd

Öllu flugi aflýst vegna veðurs

Öllu flugi til og frá Reykjavíkurflugvelli var aflýst eftir hádegi í dag vegna veðurs. Búist er við mikilli ísingu í þeim hæðum sem flogið er í. Um klukkan átta má búast við upplýsingum um hvort flogið verði á Akureyrar og Egilsstaði síðar í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Tymosjenkó spáir sér sigri

Júlía Tymosjenko, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, sagði í gær að Viktor Jústsjenkó forseti hefði verið farinn að óttast vaxandi vinsældir hennar er hann tók í síðustu viku ákvörðun um að reka ríkisstjórnina sem hún fór fyrir. Hún spáir því að sú stjórnmálafylking sem hún fer fyrir í þingkosningum í mars muni vinna sannfærandi sigur.

Erlent
Fréttamynd

Norska stjórnin fallin

Verkamannaflokkurinn, Framfaraflokkurinn og Vinstriflokkurinn eru sigurvegarar í norsku þingkosningunum í gær. Í gærkvöldi benti allt til þess að vinstrabandalag Verkamannaflokksins, Sósíalíska vinstriflokksins og Miðflokksins næði meirihluta þingsæta og þyrfti ekki að treysta á stuðning þingmanna smáflokka.

Erlent
Fréttamynd

Landafræðin kom að góðum notum

Það getur komið sér vel að hafa athyglina í lagi í landafræðitímum. Það reyndist hinni ellefu ára gömlu Tilly Smith beinlínis lífsnauðsynlegt.

Erlent
Fréttamynd

Ráða í fyrsta sinn yfir landsvæði

Ísraelski herinn er farinn frá Gasaströndinni eftir 38 ára samfellda hersetu. Fimm þúsund hermenn hafa týnst burt frá svæðinu í nótt og síðasti bíllinn yfirgaf svæðið nú í morgunsárið. Þar með hafa Palestínumenn í fyrsta sinn full yfirráð yfir skilgreindu landsvæði.

Erlent
Fréttamynd

Leikskólabörn brögðuðu á dópi

Sjö dönsk leikskólabörn voru lögð inn á spítala eftir að þau höfðu bragðað á eiturlyfjum sem þau fundu í skógi við Frederikssund í Danmörku í dag. Börnin, sem eru á leikskóla í Farum, voru ásamt kennurum sínum í skógarferð þegar nokkur þeirra fundu nokkra poka með hvítu dufti í. Þau náðu að bragða á efninu, sem lögregla telur vera kókaín, áður en starfsmenn leikskólans komu að þeim og voru í kjölfarið flutt á sjúkrahús til rannsóknar.

Erlent
Fréttamynd

Una María úr leiðtogahlutverkinu

Una María Óskarsdóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til formennsku áfram. Framsóknarkonur hittast á Landsþingi á Ísafirði um næstu helgi.

Innlent
Fréttamynd

Sættir sig við takmarkað rými

Foreldraráð í Korpuskóla hefur sætt sig við að nýi skólinn rúmi ekki öll börnin í hverfinu en þrír efstu árgangarnir þurfa að vera í þar til gerðum skúrum sem komið hefur verið fyrir við skólann. Foreldraráðið treystir á að formaður fræðsluráðs og skólastjórinn muni sjá til þess að betri skúrar verði fengnir í stað þeirra sem nú eru.

Innlent
Fréttamynd

Bjóða út næsta áfanga í mánuðinum

Næsti áfangi tvöföldunar Reykjanesbrautar, kaflinn milli Strandarheiðar og Njarðvíkur, verður boðinn út síðar í þessum mánuði. Miðað er við að framkvæmdir hefjist í vetur.

Innlent
Fréttamynd

eBay kaupir Skype

Uppboðssíðan eBay hefur keypt netsímafyrirtækið Skype fyrir um 160 milljarða króna.

Erlent
Fréttamynd

Vísitala úthafsrækju hækkar aðeins

Lokið er árlegri stofnmælingu Hafrannsóknastofnunarinnar á úthafsrækju fyrir norðan og austan land. Vísitala stofnstærðar samkvæmt fyrstu útreikningum er aðeins hærri í ár miðað við árið 2004 ef litið er á svæðið í heild, en er þó enn þá 27 prósentum lægri en árið 1999 sem var lakasta árið á tíunda áratugnum.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólga ekki meiri í 40 mánuði

Verðbólga hefur ekki meiri í 40 mánuði að því er fram kemur í vef Alþýðusambands Íslands. Verðbólga mælist 4,8 prósent nú í september og er komin langt yfir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans. Við þessar aðstæður ber bankanum að gera ríkisstjórninni opinberlega grein fyrir ástæðum verðbólgunnar og leiðum til úrbóta.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í spennandi kosningar

Allt stefnir í æsispennandi þingkosningar í Noregi í dag. Samkvæmt skoðanakönnunum frá því í gær má vart á milli sjá hvort ríkisstjórn Kjells Magnes Bondeviks eða vinstriflokkarnir í stjórnarandstöðunni hafi betur og gætu úrslitin jafnvel ráðist á örfáum atkvæðum. Fari svo að hvorug fylkingin nái hreinum meirihluta gætu úrslitin ráðist á smáflokkunum, sem kæmust þá í oddaaðstöðu.

Erlent
Fréttamynd

Leita þar sem báturinn sökk

Leit að manninum sem saknað er eftir sjóslysið við Skarfaklett stendur enn yfir. Áherslan núna er á að leita neðansjávar þar sem báturinn sökk.

Innlent
Fréttamynd

Reynt að höfða til atvinnulausra

Reyna á að finna leið til að fá fólk sem er á atvinnuleysisskrá til að ráða sig í vinnu hjá leikskólum borgarinnar, að sögn Stefáns Jóns Hafstein, formanns menntaráðs borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Fellibylsleifar við suðurströndina

Leifar af fellibylnum Maríu eru nú við suðurströnd landsins. Veðrið mun ná hámarki nú í hádeginu. Fólki er ráðlagt að gera ráðstafanir og binda niður lausa hluti á svæðum sem eru opin fyrir vindi.

Innlent
Fréttamynd

Kosið um sameiningu eftir um mánuð

Þriðjungi kosningabærra manna í landinu býðst að kjósa um sameiningu sveitarfélaga eftir fjórar vikur. Kosið verður meðal annars um að gera Eyjafjarðarsvæðið að einu sveitarfélagi, Árnessýslu að tveimur og um sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandar.

Innlent
Fréttamynd

Má ekki dreifa Enska boltanum einn

Íslenska sjónvarpsfélagið braut gegn ákvörðun samkeppnisráðs frá því í vor með því að neita að afhenda Íslandsmiðli og Tengi hf. sjónvarpsmerki Enska boltans samkvæmt bráðabrigðaniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Landssíminn hefur því ekki einkarétt til þess að dreifa Enska boltanum í fjarskiptakerfum fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Palestínumaður skotinn til bana

Palestínumaður var skotinn til bana á landamærum Gasastrandarinnar og Egyptalands í dag, sama dag og Ísraelar drógu sig algerlega út af Gasaströndinni. <em>Reuters</em>-fréttastofan hefur eftir vitnum á staðnum að fjölmargir Palestínumenn og Egyptar hafi streymt í báðar áttir yfir landamærin til þess að fagna brotthvarfi Ísraelshers þaðan, en egypskum landamæravörðum var falið að gæta þess að vopnum yrði ekki smyglað frá Egyptalandi til Gasastrandarinnar eftir brottför Ísraelshers.

Erlent
Fréttamynd

Hyggst hrinda umbótum í framkvæmd

Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, hyggst nota stóraukinn þingmeirihluta sinn eftir þingkosningar um helgina til að hrinda umbótastefnu sinni í framkvæmd.

Erlent
Fréttamynd

Opnuðu Disneyland í Kína

Mikki mús hefur hafið innreið sína í Kína en Disneyland-skemmtigarður var opnaður í Hong Kong í morgun. Eigendurnir gera sér vonir um að íbúar þessa fjölmennasta ríkis heims streymi í garðinn. Það var Zeng Kinghong, varaforseti Kína, sem opnaði garðinn formlega ásamt Donald Tsang, leiðtoga Hong Kong, en viðstaddir voru bandarískir yfirmenn Disney-fyrirtækisins.

Erlent
Fréttamynd

Áframhaldandi óeirðir í Belfast

Óeirðir héldu áfram í Belfast á Norður-Írlandi í gærkvöldi, annan daginn í röð, þegar öfgasinnaðir mótmælendur réðust að lögreglu og kveiktu í bifreiðum. Þetta eru mestu átök í borginni í áratug. Yfirmaður norðurírsku lögreglunnar hefur skellt skuldinni á reglu Óraníumanna en hún neitar sök.

Erlent
Fréttamynd

Greiða kostnað vegna kynsjúkdóma

Veikist íslenskir sjómenn af klamidíu, sárasótt, lekanda, herpes eða öðrum kynsjúkdómum er það skráð í lög að sameiginlegir sjóðir landsmanna skuli greiða ferða- og sjúkrakostnað þeirra. Kynsjúkdómur sjómanns í útlöndum er þannig ekkert einkamál hans heldur mál allra skattborgara. Ekki er vitað til að aðrar stéttir njóti slíkra sérkjara.

Innlent
Fréttamynd

Bessi Bjarnason látinn

Bessi Bjarnason leikari lést í gær, 75 ára að aldri. Bessi fæddist 5. september árið 1930 í Reykjavík. Hann lauk prófi frá leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1952 og var hann lengst af sínum starfsferli fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið, þar sem hann lék vel yfir tvö hundruð hlutverk.

Innlent