Fréttir

Fréttamynd

Skipin búin með aflaheimildir

Fjölveiðiskip Samherja, Baldvin Þorsteinsson EA 10 og Vilhelm Þorsteinsson EA 11, komu með fullfermi til Akureyrar í dag að lokinni vel heppnaðri síldarvertíð en bæði skipin eru nú búin með aflaheimildir sínar úr norsk-íslenska síldarstofninum. Frá því síldarvertíðin hófst þann 10. maí sl. hafa skipin veitt samanlagt um 39.000 tonn af síld.

Innlent
Fréttamynd

Roberts samþykktur í nefnd

Nefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings samþykkti í gær John Roberts sem nýjan forseta hæstaréttar Bandaríkjanna.Þrettán nefndarmanna greiddu Róberts atkvæði sitt, en fimm voru andsnúnir skipun hans.

Erlent
Fréttamynd

Breyta þarf nauðgunarskilgreiningu

Breyta þarf skilgreiningu á nauðgun í íslenskum lögum í takt við alþjóðlega þróun, að mati Sifjar Konráðsdóttur hæstaréttarlögmanns. Hún telur að það leiddi til þess að frekar yrði hægt að ákæra í kynferðisbrotamálum.

Innlent
Fréttamynd

Rúta með Houston-búum sprakk

Að minnsta kosti tuttugu eru látnir eftir að rúta sprakk sem í voru ellilífeyriþegar sem voru að flýja frá Houston til Dallas vegna fellibylsins Rítu. Hátt í fimmtíu manns voru í rútunni og stöðvaðist umferð um hríð vegna slyssins.

Erlent
Fréttamynd

Metanpóstbíll brann á gatnamótum

Lítil póstflutningabifreið brann á gatnamótum Laugavegs og Nóatúns um klukkan hálf tvö í gær og er ónýt eftir. Ökumaður bifreiðarinnar slapp, en vegfarandi lét hann vita af reyk undir bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Refsimál ekki höfðað

Þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi dæmt þrjá nauðgara til að greiða fórnarlambi sínu bætur þykir saksóknara ekki efni til að höfða refsimál á hendur þeim.

Innlent
Fréttamynd

Handtekinn á Manchester-flugvelli

Breska lögreglan handtók mann á flugvellinum í Manchester í morgun vegna gruns um að hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk. Maðurinn veitti mikla mótspyrnu við handtökuna og þurftu lögreglumenn að nota rafmagnsbyssu til að yfirbuga hann, að sögn talsmanns lögreglunnar.

Erlent
Fréttamynd

Vinnum óháð pólitísku ástandi

Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra telja að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafi hvorki svarað því hvaða veiðileyfi hafi verið gefið út á Baug né á hvern hátt upphafi rannsóknar máls á hendur fyrirtækinu hafi verið háttað.

Innlent
Fréttamynd

Höfðu samráð um kæru gegn Baugi

Styrmir Gunnarsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Kjartan Gunnarsson funduðu um Baugsmálið mánuðum áður en það var kært til lögreglu. Ritstjóri Morgunblaðsins og Jónína Benediktsdóttir voru í sambandi við Jón Gerald ítrekað áður en kæran var lögð fram.

Innlent
Fréttamynd

ESB-búar vilja Ísland í sambandið

Sjö af hverjum tíu íbúum Evrópusambandslandanna 25 vilja að Ísland fái aðild að sambandinu. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýjustu Eurobarometer-könnunarinnar, viðhorfskönnunar sem tölfræðistofnun ESB, Eurostat, gerir reglulega í öllum aðildarríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Mótmæli við álverin

Mótmæli eru fyrirhuguð við álverin í Straumsvík og á Grundartanga í dag. Þá munu þátttakendur á álráðstefnu í Reykjavík heimsækja álverin tvö. Í tilkynningu frá samtökunum Saving Iceland segir að á ráðstefnunni hafi lítill gaumur hefur verið gefinn neikvæðum og heilsuspillandi áhrifum sem álbræðsla og tengd vinnsla hafi.

Innlent
Fréttamynd

Útför þeirra sem fórust í sjóslysi

Útför Matthildar Victoríu Harðardóttur og Friðriks Ásgeirs Hermannssonar fór fram frá Hallgrímskirkju í dag. Þau fórust í sjóslysi á Viðeyjarsundi fyrir tveimur vikum, en þrír aðrir komust lífs af úr slysinu.

Innlent
Fréttamynd

Umferð á næstunni um Svínahraun

Nýi vegurinn um Svínahraun verður opnaður fyrir umferð á næstu dögum. Vonast er til að um helgina takist að ljúka malbikun en hún hefur tafist vegna kulda síðustu daga.

Innlent
Fréttamynd

Hamas-liðar féllu í sprengingu

Pallbíll sem hópur grímuklæddra herskárra Palestínumanna ók um á sprakk í loft upp á útifundi Hamas-samtakanna á Gazasvæðinu í gær. Að minnsta kosti tíu Palestínumenn létu lífið og um 85 særðust, að sögn sjúkrahúslækna.

Erlent
Fréttamynd

Ríta nálgast óðum

Fellibylurinn Ríta er í þann mund að skella á ströndum Texas og Louisiana. Hann virðist á góðri leið með að verða jafn kröftugur og jafnvel kröftugri en Katrín sem reið yfir Suðurríkin fyrir innan við mánuði með hörmulegum afleiðingum.

Erlent
Fréttamynd

Þurfa ekki matvæli frá S.þ.

Norður-Kóreumenn segjast ekki lengur þurfa matvæli frá Sameinuðu þjóðunum, þó að vannæring sé ennþá viðvarandi vandamál í landinu. Talsmaður stjórnvalda í Norður-Kóreu segir að þeir fái nú nóg af mat úr öðrum áttum og þurfi ekki á því að halda að þiggja aðstoð sem í raun sé bara pólitísk beita.

Erlent
Fréttamynd

Þrýstingur á Berlusconi eykst

Enn eykst þrýstingurinn á Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, að reka seðlabankastjórann Antonio Fazio eða segja sjálfur af sér ella. Í gær sagði fjármálaráðherrann Domenico Sinisalco af sér í mótmælaskyni við það að seðlabankastjórinn Fazio sæti sem fastast án þess að nokkur gerði neitt.

Erlent
Fréttamynd

Einn árásarmannanna framseldur

Hússein Osman, einn mannanna sem gerðu misheppnaðar árásir á London tuttugasta og fyrsta júlí, mun á næstu dögum fara í fyrsta sinn fyrir rétt í Bretlandi. Hann var framseldur frá Ítalíu í gær en þar hafði lögregla uppi á honum eftir árásirnar.

Erlent
Fréttamynd

Tvö ár bætast við fyrri dóm

Rúmlega fertugur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að ráðast í mars í fyrra á mann með kylfu og berja hann ítrekað fast í höfuðið. Þá var hann dæmdur fyrir að hafa haft í fórum sínum fíkniefni, hass, amfetamín og MDMA-töflur, og fyrir nokkra smáþjófnaði.

Innlent
Fréttamynd

Óttast staðbundið regn

Aðeins var byrjað að hvessa í Houston í Bandaríkjunum en ekki byrjað að rigna seint í gær, að sögn Ólafs Árna Ásgeirssonar, ræðismanns sem ætlar að halda kyrru fyrir meðan fellibylurinn Rita gengur yfir.

Erlent
Fréttamynd

Ætlaði að festa pakkann á vélina?

Svo virðist sem maðurinn, sem handtekinn var með grunsamlegan pakka við flugvöllinn í Manchester í morgun, hafi ætlað að koma pakkanum fyrir á skrokki einnar flugvélarinnar sem beið á stæðinu, samkvæmt fréttavef BBC. Ekki hefur verið gefið upp hvort um sprengju var að ræða eða ekki.

Erlent
Fréttamynd

2 ára fangelsi fyrir líkamsárás

Rúmlega fertugur maður, Trausti Finnbogason, var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára fangelsi fyrir grófa líkamsárás sem hann framdi í félagi við 17 ára ungling. Réðust árásarmennirnir að fórnarlambinu með kylfum og öðrum bareflum og slógu hann ítrekað í höfuðið.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert glæpsamlegt bjó að baki

Stjórnvöld í Mexíkó fullyrða að um slys hafi verið að ræða þegar öryggismálaráðherra landsins og lögreglustjóri létust ásamt sjö öðrum þegar þyrla hrapaði í fyrradag. Einum mannana um borð hafði nýlega verið hótað lífláti af eiturlyfjabarónum og grunsemdir vöknuðu strax um að þyrluhrapið hefði ekki verið tilviljun.

Erlent
Fréttamynd

Skemmdarvargar á sveimi

Skemmdarvargar voru á sveimi í Reykjanesbæ í gær en lögregla fékk tvær tilkynningar um eignaspjöll á bifreiðum. Víkurfréttir greina frá því að rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun hafi lögregla fengið tilkynningu um eignaspjöll á bifreið utan við íbúðarhúsnæði á Hringbraut í Keflavík.

Innlent
Fréttamynd

Líklegt að Ríta eflist

Fellibylurinn Ríta nálgast nú strendur Texas og Louisiana í Bandaríkjunum. Ríta er enn skilgreind sem fellibylur af styrkleika fjögur en þar sem hún á eftir að fara yfir mjög hlýjan sjó eru allar líkur á að hún eflist á ný og verði orðin öflugri en Katrín þegar hún skellur á landi einhvern tímann á næsta sólarhring.

Erlent
Fréttamynd

Kennarar óánægðir með vinnuveitand

Fjórðungur starfsmanna grunnskóla og Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur er óánægður með vinnuveitanda sinn. Kennarar eru óánægðari en aðrir starfsmenn. Óánægja hefur aukist frá 2002.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla með vakt við Straumsvík

Hópar mótmælenda eru núna við álverið í Straumsvík og álverið á Grundartanga. Lögreglan í Hafnarfirði var kölluð upp í Straumsvík þegar mótmælendurnir mættu þangað um eittleytið. Að sögn varðstjóra á vakt hefur allt verið þar með ró og spekt hingað til en lögreglumenn vakta svæðið og munu gera eitthvað fram eftir degi.

Innlent
Fréttamynd

Bíll valt við Ingólfshvol

Farþegi bílaleigubíls var fluttur á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Reykjavík eftir að ökumaður bifreiðarinnar missti stjórn á henni í hálku á Suðurlandsvegi við Ingólfshvol, milli Hveragerði og Selfoss, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Rekinn tollari fær ekki bætur

Hæstiréttur féllst ekki á 27 milljóna króna bótakröfu deildarstjóra tollgæslunnar á Selfossi sem vikið hafði verið frá störfum vegna gruns um aðild að tolla- og hegningarlagabrotum við tollafgreiðslu á bílum til landsins. Hann þarf í staðinn að reiða fram 400.000 krónur í málskostnað til ríkisins.

Innlent